Fleiri fréttir Á að vera gaman í bíó Bragi Þór Hinriksson er sannkallaður kvikmynda-njörður. Þegar hann var níu ára sá hann Indiana Jones á Akureyri og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann frumsýnir í dag fyrstu íslensku þrívíddarkvikmyndina, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. 9.9.2010 06:00 Rooney Mara byrjuð að æfa Rooney Mara, hin óþekkta leikkona sem hreppti hlutverk Lisbeth Salander í amerísku útgáfunni af Millenium-þríleik Stiegs Larsson, er byrjuð að æfa sig á mótorhjóli. 9.9.2010 05:45 Portman í stað Jolie Natalie Portman er þessa dagana orðuð við aðalhlutverkið í geim-mynd Alfonso Cuaron, Gravity. Upphaflega stóð til að Angelina Jolie léki umrætt hlutverk og svo hafði verið rætt við Rachel Weisz og Scarlett Johansson. 9.9.2010 04:45 Vilja gerast bændur Tilvonandi hjónin Russell Brand og Katy Perry hafa lýst því yfir að þau langi til að gerast sveitafólk þegar þeirra tími í skemmtanabransanum er liðinn. 8.9.2010 16:00 Leikur skúrka með dóttur sinni Leikkonan Milla Jovovich segir tveggja ára dóttur sína nánast alltaf fara fram á að hún leiki skúrk eða vondan karakter þegar þær leika sér saman. Hún vill alltaf að ég leiki klikkuðu stjúpuna eða óþekktarangann í hlutverkaeiknum okkar," segir Milla. Millasegir jafnfram að eftir að hún varð mamma hafi allt breyst í lífi hennar. Nú setur hún dóttur sína í fyrsta sætið. Svo lengi sem ég veit að hún er örugg og að henni líður vel þá er ég í lagi," sagði hún. 8.9.2010 15:00 Rándýrt að líta vel út Jane Fonda, 72 ára, heldur því fram að það kosti morðfjár að líta vel út. Jane hefur ávallt viðurkennt að hún sé hundleið á að líta þreytulega og ellilega út og leiti því til fagaðila til að bæta útlit sitt. Hún borðar rétt og hreyfir sig samhliða því að eyða fúlgu fjár í ýmsar fegrunaraðgerðir. Ég er mjög varasöm þegar kemur að mataræðina en ég hreyfi mig reglulega. Svo er ég líka með mjög góð gen," sagði Jane. Annars fór ég nýverið í lýtaaðgerð. Ákvörðunin var erfið en ég lét slag standa eftir langa umhugsun. Ég ætla að segja sannleikann hvað það varðar en núna er ég að skrifa bók um það hvernig er að eldast og þar læt ég allt flakka." Ég lét láta laga á mér augun því ég var orðin þreytt á að vera þreytuleg í framan," sagði Jane. 8.9.2010 14:15 Dansar í laumi Breski grínistinnn Russell Brand æfir sig í einrúmi að dansa fyrir framan spegil að eigin sögn. Ég æfi mig alltaf heima fyrir framan spegilinn og segi við sjálfan mig: Fyrst þú ætlar að láta svona fyrir framan allan heiminn þá skulum við athuga hvort þér líki við þessi dansspor," sagði Russell. Russell viðurkennir að hann vill ekki gera sig að fífli opinberlega. 8.9.2010 14:00 Heill her á bak við útlit Evu Longoriu Leikkonan Eva Longoria Parker, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Desperate Housewives, er ekki að skafa utan af því. Leikkonan viðurkennir fúslega að hún þoli einfaldlega ekki að nota ilmvötn og þess vegna hefur hún útbúið sitt eigið ilmvatn. Nú hefur Eva sett á markað fyrsta ilmvatnið sitt sem hún kallar einfaldlega Eva líkt og Sarah Jessica Parker og Kylie Minogue hafa nú þegar gert. Ég get ekki verið með ilmvatn. Ég er stöðugt hnerrandi og augun á mér fyllast af tárum þannig að ég ákvað að búa til mitt eigið. Þá var ég að hugsa um allar konurnar sem eru eins og ég," sagði Eva. Ég vildi gera ilmvatn sem allir geta notað og ég elska það," sagði Eva. Eva viðurkennir líka að það er heill her af fólki á bak við útlit hennar. Stílisti, förðunarfræðingur, hárgreiðslumeisari svo einhverjir séu nefndir. Það er heilt lið af fagfólki sem hjálpar mér að líta svona út. Þetta er allt ein risastór blekking," sagði hún. Annars heldur Eva því fram að svefn sé lykilatriði þegar kemur að því að lílta skikkanlega út. 8.9.2010 11:45 Gaf Beyoncé svipu Söngkonan Lady GaGa kom vinkonu sinni Beyoncé heldur betur á óvart á dögunum þegar hún gaf söngdívunni sérhannaða svipu þakta demöntum ásamt brjóstahaldara og nærbuxum í stíl. Beyoncé varð 29 ára á dögunum 8.9.2010 11:00 Jógvan miður sín yfir ummælum Jenis „Þetta er bara til skammar. Ég veit að hann talar ekki fyrir hönd Færeyinga,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen um ummæli landa síns, þingmannsins Jenis av Rana. 8.9.2010 10:00 Sjö ráð til að koma sér í form Gunnar Borg Sigurðsson þolfimileiðbeinandi í World Class taldi upp eftirfarandi heilræði þegar við báðum hann um sjö ráð til handa þeim sem vilja koma sér í gott líkamlegt form: 8.9.2010 09:15 Piers Morgan fyllir í skarðið fyrir Larry King Piers Morgan mun fylla í skarð Larrys King á CNN sjónvarpsstöðinni þegar sá síðarnefndi leggst í helgan stein í janúar. CNN sjónvarpsstöðin sagði frá þessu í dag. Piers segist vera himinlifandi yfir nýju hlutverki sínu, enda mun hann spjalla við allt frægasta fólk veraldar á hverju kvöldi. 8.9.2010 19:16 Hera vaknaði öskrandi í jarðskjálftanum Söngkonan Hera Hjartardóttir er búsett í bænum Christchurch á Nýja-Sjálandi ásamt manni sínum, Hirti Arasyni, og urðu þau heldur betur vör við hinn mikla jarðskjálfta sem reið yfir bæinn um helgina og var um 7,0 á Richter. Hera segir að stemningin í bænum sé skrýtin, eyðileggingin mikil og í raun ótrúlegt að ekkert mannfall hafi orðið. 8.9.2010 13:00 Íslensk frumsýningarbomba: níu myndir á leiðinni Haustið markar yfirleitt upphaf frumsýninga íslenskra kvikmynda. Þrír leikstjórar frumsýna sína fyrstu mynd í fullri lengd, þrjár kvikmyndir byggja á íslenskum skáldverkum og tvær á leikverkum eftir Jón Atla Jónasson. 8.9.2010 12:00 Oksana vill meiri pening Forræðisdeila Oksönu Grigorievu og áströlsku ofurstjörnunnar Mels Gibson er enn í fullum gangi. Og nú krefst Oksana þess að Gibson greiði henni 84 þúsund dollara, níu milljónir íslenskar, fyrir þá almannatengslaþjónustu sem hún varð að kaupa í kjölfar deilnanna milli þeirra. 8.9.2010 08:00 Sérsmíðaðar súlur fyrir Íslandsmótið í súlufitness „Það eru tíu stelpur sem taka þátt. Þær eru búnar að æfa sig í sex mánuði og hafa lítið séð af fjölskyldunni,“ segir Inga Birna Dungal hjá X-Form en veglegt Íslandsmót í polefitness, þessari vinsælu íþróttagrein, verður haldið á skemmtistaðnum Replay við Grensásveg á laugardaginn. 8.9.2010 07:00 Fínt framhald Plata númer tvö frá systkinasveitinni Klassart frá Sandgerði. Hún vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu plötu, samnefnda sveitinni, sem kom út fyrir þremur árum og hafði að geyma kántrý- og blús-skotið rokk í rólegri kantinum. 8.9.2010 06:00 Upptökuliðið hvarf Hljómsveitin Örför hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hún hefur að geyma dægurlagarokk með íslenskum textum og er samstarfsverkefni Hek, eða Hauks Emils Kaaber, og G. Þorsteinssonar. 8.9.2010 06:00 Að lifa í núinu Hrífandi lífsóður með fyndnum hugleiðingum og sögubrotum, fléttuðum saman við hugljúfa tónlist. 8.9.2010 06:00 Örstutt jól keppir á þekktri nördahátíð í Texas-fylki Stuttmyndin Örstutt jól í leikstjórn Árna „Súra“ Jónssonar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í Austin í Texas í lok mánaðarins. 7.9.2010 17:45 Some Like It Hot í sundi Hin sígilda gamanmynd Some Like It Hot frá 1959 verður sýnd í Sundhöll Reykjavíkur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 24. september. Efnt verður til hitabeltisveislu á meðan á sýningu myndarinnar stendur. Sandi og pálmatrjám verður komið fyrir í Sundhöllinni og föngulegar dansmeyjar verða á staðnum. Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon eru í aðalhlutverkum í Some Like It Hot sem Billy Wilder leikstýrði. 7.9.2010 16:00 Cameron gerir heimildarmynd um íbúa Amazon Næsta verkefni Avatar-leikstjórans James Cameron verður heimildarmynd um íbúa Amazon-frumskógarins. Leikstjóranum hefur verið boðið að hitta íbúa ættbálksins Xikrin-Kayapo í Brasilíu til að ræða áhrif iðnvæðingarinnar á umhverfi þeirra. 7.9.2010 15:00 Frægðin kemur í veg fyrir vel lukkuð ástarsambönd Breska leikaranum Ed Westwick, 24 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Chuck Bass í sjónvarpsþættinum Gossip Girl, finnst erfitt að kynnast konum af því að hann er frægur. Ed hefur verið í „haltu mér slepptu mér sambandi„ við mótleikkonu sína Jessicu Szohr síðastliðið ár en þau hættu saman nýverið. Ed þykir erfitt að vera stöðugt undir eftirliti slúðurmiðla sem velta sér endalaust upp úr samböndum hans við hitt kynið. „Stundum er þetta bara mjög erfitt. Sérstaklega þegar ég kýs að vera í friði með mín persónulegu mál. Það er erfitt að vera þekktur og láta eins og slúðrið fari ekki fyrir brjóstið á manni," sagði Ed. 7.9.2010 13:30 Brosmild í bröns Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól þegar yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson bauð gestum í hádegisverð sem hann ásamt starfsfólki sínu býður upp á alla sunnudaga. Þá má sjá Björn Leifsson og Hafdísi Jónsdóttur eigendur World Class ásamt börnum þeirra, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Jóhannes Ásbjörnsson fjölmiðlamann í fylgd dóttur sinnar, Siggu Lund fjölmiðlakonu ásamt félaga og Björn Braga ritstjóra Monitor. Hér má sjá yfirkokkinn sýna okkur herlegheitin. 7.9.2010 12:00 Kærir framhjáhaldsfrétt Ashton Kutcher hyggst kæra bandaríska tímaritið Star dragi þeir ekki fréttina um sig og meint framhjáhald sitt tilbaka. Ritstjórn blaðsins segist standa við fréttina. 7.9.2010 11:00 Rauðar varir áberandi Við litum við á kynningu á nýrri snyrtivörulínu, Hello Kitty, sem var að koma til landsins í gærkvöldi. Fjöldi kvenna var þar saman kominn eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það eru mikið úrval af litum í augnsguggum, glossum, varalitum og naglalökkum og svo erum við einnig með ótrúlega flott úrval af augnblýöntum," svaraði Eva Garðarsdóttir Kristmanns hjá Artica heildsölunni þegar við spurðum hana út í Hello Kitty snyrtivörulínuna. Haustlitirnir í ár eru frekar grá-brún tóna litir, svo og dempaðir litir eins og plómu og dökk grænn. Einnig eru rauðar varir áberandi og ekki má gleyma eyeliner," sagði hún jafnframt. Eru Hello Kitty snyrtivörur fyrir bönr? Nei alls ekki, þó að markhópurinn sé 15-35 ára þá eru þarna vörur fyrir alla aldurshópa. 7.9.2010 10:15 Gefur út jólaplötu Scott Weiland, söngvari Stone Temple Pilots, ætlar að gefa út jólaplötu síðar á þessu ári. Á plötunni verða nútímalegar útgáfur af gömlum og góðum jólalögum. 7.9.2010 10:00 Dreymir um að búa í sveit Söngkonan Katy Perry ætlar að kaupa bóndabýli fyrir sig og verðandi eiginmann sinn, Russell Brand. Ég ætla að kaupa mér bóndabýli og eignast fullt af börnum sem hlaupa um í fersku loftinu," sagði Katy. Þetta hljómar eins og ég sé að grínast en þegar Russell er búinn að leika í öllum kvikmyndunum sínum og ég búin að gefa út alla tónlistina mína þá er tími til kominn að við stofnum fjölskyldu. Ég vil búa með börnunum í Englandi. Já okkur Russell dreymir svo sannarlega um að eignast börn," bætti hún við. Við erum á Facebook. 7.9.2010 09:09 Borgfirðingar veita verðlaun 7.9.2010 19:00 Dansflokkurinn á ráslínu 7.9.2010 16:00 Jómfrúarmenn með í Hörpunni Jakob Jakobsson og maður hans, Guðmundur Guðjónsson, ásamt syni Jakobs, Jakob Einar Jakobssyni, munu reka nýjan veitingastað í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpunni. 7.9.2010 08:30 Garfield leikur Köngulóarmanninn í mynd fjögur Andrew Garfield segir það draumi líkast að hafa hreppt hlutverk Péturs Parker í fjórðu Spider Man-myndinni. Garfield tók við hlutverki köngulóarmannsins af Tobey Maguire sem lék í fyrstu þremur myndunum 7.9.2010 08:00 Hera söng á dragsýningu í Helsinki Söngkonan Hera Björk er nýkomin heim frá Helsinki í Finnlandi þar sem hún söng á árlegri dragsýningu. 7.9.2010 07:30 Rosalegt stjörnupartí Stöðvar 2 Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu á föstudaginn. Þá blés Stöð 2 í kynningarlúðrana og svipti hulunni af glæsilegri haustdagskrá sinni. 6.9.2010 21:38 Emilíana Torrini orðin mamma Söngkonan Emilíana Torrini eignaðist dreng í morgun. Vísir óskar Emilíönu og unnusta hennar til innilega hamingju með frumburðinn en þau eru búsett í Bretlandi. 6.9.2010 16:30 Setur tilfinningar í ilmvatnsflöskur Söngkonan Céline Dion, 42 ára, segir að ferðalög með fjölskyldu hennar hafi haft áhrif á nýjasta ilminn hennar hafi verið búinn til útfrá fjölskylduferðalögum. Um er að ræða fjórtánda ilminn sem hún setur á markað í eigin nafni og í þetta sinn kallar hún ilminn Pure Brilliance. Céline, sem gengur með tvíbura og á níu ára gamlan son, Rene-Charles, með eiginmanni sínum Rene Angelil, hefur eytt ófáum stundum við sjávarsíðuna með feðgunum. „Ég anda stöðugt að mér fersku sjávarlofti við ströndinni og er mjög næm því ég er barnshafandi. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég leitast við að tengja fríin okkar við nýja ilminn," sagði hún. 6.9.2010 16:00 Sönnunargögnin og JFK-samsærið Félagsskapurinn Gagnauga blæs til sýningarraðar á heimildarmyndum sem „afhjúpa raunveruleika sem þaggaður hefur verið niður af viðskiptaöflum.“ 6.9.2010 15:54 Trúði ekki á hjónaband Breska leikkonan Gemma Arterton, 24 ára, sem vakti athygli í James Bond myndinni Quantum of Solace, viðurkennir að henni fannst gifting ekki skipta einu einasta mála þar til hún hitti núverandi eiginmann sínum. Fyrr á þessu ári giftist Gemma ítölskum viðskiptamanni, Stefano Catelli. Ég hafði enga trú á heilögu hjónabandi því allir sem tengdust mér voru hætt saman. Mamma og pabbi og já bara allir höfðu skilið þannig að mér fannst gifting alls ekki vera lykill að hamingjusömu sambandi," sagði Gemma. Ég trúði aldrei að ég myndi standa upp við altarið og gefa hjarta mitt. Síðan setti ég upp hringinn og í dag elska ég að vera gift. Það er yndislegt. Maðurinn minn er rómantískur og hann fær mig til að hlæja. Hann er algjör rugludallur, sagði hún. 6.9.2010 14:45 Skilnaðurinn andlegt ferðalag Söngkonan Leona Lewis segir að sambandsslitin við unnustann, Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ára hafi verið andlegt ferðalag. Eftir að Leona sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum í Bandaríkjunum á meðan unnustinn dvaldi á heimil þeirra í Bretlandi. 6.9.2010 13:00 Þolir ekki miðaldra menn sem klæða sig eins og unglingar Breski leikaranum Hugh Grant, 49 ára, þykir hræðilegt að horfa upp á jafnaldra sína klæða sig eins og unglinga. Hugh er þekktur fyrir einfaldan látlausan smekk þegar kemur að klæðaburði en hann hefur vakið athygli fyrir að gana í póló skyrtum og kasmír peysum undanfarin ár. „Ég er ekki frá því að fólk um og yfir þrítugt reyni stöðugt að klæða sig eins og unga fólkið. Þú gengur um borgir eins og New York eða London og það eina sem þú sérð er fullorðið fólk sem klæðir sig eins og unglingar. Mér finnst það hræðilegt," sagði hann. Hann segir að konur hafi gríðarleg áhrif á hvernig mennirnir þeirra klæða sig en Hugh hefur átt í ástarsambandi við margar smekklegar konur. Má þar nefna Elizabeth Hurley og Jemima Khan. „Ég held að hver einasti karlmaður hlusti á það sem konur segja um fötin sem þeir ganga í. Ef kona segir við karlmann: Þú lítur rosalega vel út í þessum gallabuxum, þá mun viðkomandi ganga í þeim næstu tuttugu árin." 6.9.2010 11:00 Hot Yoga sérfræðingur væntanlegur til Íslands Heimsfrægur Hot Yoga sérfræðingur, Jimmy Barkan, kemur til Íslands 9.-12.september næstkomandi í þeim tilgangi að kenna Íslendingum Hot Yoga. Við höfðum samband við Hot Yoga kennarann Lönu Vogestad í World Class og spurðum hana út í heimsóknina. Það er mikill heiður að fá hann til landsins og fá að njóta leiðsagnar hans en Jimmy hefur kennt Hot Yoga síðan 1981. Hann er heimsfrægur sem slíkur. Jimmy var upphaflega nemandi hjá Bikram, en sá maður kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum. Hann þjálfar kennara í Japan, Ástralíu, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og rekur tvo Hot Yoga skóla í Flórida auk þess að ferðast um víða veröld og halda námskeið. Auk alls þessa hefur hann þjálfað marga toppíþróttamenn í NFL, NBA, NHL og PGA Tour kylfinga," segir Lana. Þegar við spyrjum Lönu út í Hot Yoga íþróttina og hvaða áhrif hún hefur á iðkendur svara hún: Hot Yoga hefur margvísleg bætandi áhrif á allan líkamann; bein, vöðva, líffæri og vefi auk þess að hafa góð áhrif á t.d. einbeitingu, viljastyrk og þolinmæði. Það má því með sanni segja að Hot Yoga geti breytt lífi fólks til batnaðar. Er þetta námskeið fyrir alla? Já algjörlega! Jimmy býður alla velkomna, reynda sem óreynda!" 6.9.2010 10:06 Beckham er brandarakerling Leikkonan Eva Longoria segir að Victoria Beckham sé vinsæl í Bandaríkjunum af því að hún er drepfyndin. Eva, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er góð vinkona Victoriu. Þær kynntust þegar sú síðarnefnda flutti til Los Angeles árið 2007 ásamt David og drengjunum þeirra þremur, Brooklyn, Romeo og Cruz. Sagan segir að Beckham fjölskyldan ætli að búa framvegis í Los Angeles en húsið þeirra í Bretlandi er á sölu. Við elskum stelpukvöld heima hjá hvor annarri. Hún er góð vinkona. Traust, ótrúlega fyndin og allir elska hana," sagði Eva um Victoriu. Þau fjárfestu í glæsivillu í Sawbridgeworth í Hertfordshire árið 1999 á £2.5 milljón en andvirði eignarinnar í dag er £18 milljónir. 6.9.2010 09:15 Vonast eftir partýstemningu Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. 6.9.2010 07:30 Í spilun á 95 útvarpsstöðvum „Ég spilaði nokkra tónleika í Bandaríkjunum í júní og eyddi tveimur dögum í að troða diskum í umslög og senda á útvarpsstöðvar. Nú er það að skila sér,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, djasspíanisti. 6.9.2010 11:00 Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. 6.9.2010 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Á að vera gaman í bíó Bragi Þór Hinriksson er sannkallaður kvikmynda-njörður. Þegar hann var níu ára sá hann Indiana Jones á Akureyri og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann frumsýnir í dag fyrstu íslensku þrívíddarkvikmyndina, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. 9.9.2010 06:00
Rooney Mara byrjuð að æfa Rooney Mara, hin óþekkta leikkona sem hreppti hlutverk Lisbeth Salander í amerísku útgáfunni af Millenium-þríleik Stiegs Larsson, er byrjuð að æfa sig á mótorhjóli. 9.9.2010 05:45
Portman í stað Jolie Natalie Portman er þessa dagana orðuð við aðalhlutverkið í geim-mynd Alfonso Cuaron, Gravity. Upphaflega stóð til að Angelina Jolie léki umrætt hlutverk og svo hafði verið rætt við Rachel Weisz og Scarlett Johansson. 9.9.2010 04:45
Vilja gerast bændur Tilvonandi hjónin Russell Brand og Katy Perry hafa lýst því yfir að þau langi til að gerast sveitafólk þegar þeirra tími í skemmtanabransanum er liðinn. 8.9.2010 16:00
Leikur skúrka með dóttur sinni Leikkonan Milla Jovovich segir tveggja ára dóttur sína nánast alltaf fara fram á að hún leiki skúrk eða vondan karakter þegar þær leika sér saman. Hún vill alltaf að ég leiki klikkuðu stjúpuna eða óþekktarangann í hlutverkaeiknum okkar," segir Milla. Millasegir jafnfram að eftir að hún varð mamma hafi allt breyst í lífi hennar. Nú setur hún dóttur sína í fyrsta sætið. Svo lengi sem ég veit að hún er örugg og að henni líður vel þá er ég í lagi," sagði hún. 8.9.2010 15:00
Rándýrt að líta vel út Jane Fonda, 72 ára, heldur því fram að það kosti morðfjár að líta vel út. Jane hefur ávallt viðurkennt að hún sé hundleið á að líta þreytulega og ellilega út og leiti því til fagaðila til að bæta útlit sitt. Hún borðar rétt og hreyfir sig samhliða því að eyða fúlgu fjár í ýmsar fegrunaraðgerðir. Ég er mjög varasöm þegar kemur að mataræðina en ég hreyfi mig reglulega. Svo er ég líka með mjög góð gen," sagði Jane. Annars fór ég nýverið í lýtaaðgerð. Ákvörðunin var erfið en ég lét slag standa eftir langa umhugsun. Ég ætla að segja sannleikann hvað það varðar en núna er ég að skrifa bók um það hvernig er að eldast og þar læt ég allt flakka." Ég lét láta laga á mér augun því ég var orðin þreytt á að vera þreytuleg í framan," sagði Jane. 8.9.2010 14:15
Dansar í laumi Breski grínistinnn Russell Brand æfir sig í einrúmi að dansa fyrir framan spegil að eigin sögn. Ég æfi mig alltaf heima fyrir framan spegilinn og segi við sjálfan mig: Fyrst þú ætlar að láta svona fyrir framan allan heiminn þá skulum við athuga hvort þér líki við þessi dansspor," sagði Russell. Russell viðurkennir að hann vill ekki gera sig að fífli opinberlega. 8.9.2010 14:00
Heill her á bak við útlit Evu Longoriu Leikkonan Eva Longoria Parker, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Desperate Housewives, er ekki að skafa utan af því. Leikkonan viðurkennir fúslega að hún þoli einfaldlega ekki að nota ilmvötn og þess vegna hefur hún útbúið sitt eigið ilmvatn. Nú hefur Eva sett á markað fyrsta ilmvatnið sitt sem hún kallar einfaldlega Eva líkt og Sarah Jessica Parker og Kylie Minogue hafa nú þegar gert. Ég get ekki verið með ilmvatn. Ég er stöðugt hnerrandi og augun á mér fyllast af tárum þannig að ég ákvað að búa til mitt eigið. Þá var ég að hugsa um allar konurnar sem eru eins og ég," sagði Eva. Ég vildi gera ilmvatn sem allir geta notað og ég elska það," sagði Eva. Eva viðurkennir líka að það er heill her af fólki á bak við útlit hennar. Stílisti, förðunarfræðingur, hárgreiðslumeisari svo einhverjir séu nefndir. Það er heilt lið af fagfólki sem hjálpar mér að líta svona út. Þetta er allt ein risastór blekking," sagði hún. Annars heldur Eva því fram að svefn sé lykilatriði þegar kemur að því að lílta skikkanlega út. 8.9.2010 11:45
Gaf Beyoncé svipu Söngkonan Lady GaGa kom vinkonu sinni Beyoncé heldur betur á óvart á dögunum þegar hún gaf söngdívunni sérhannaða svipu þakta demöntum ásamt brjóstahaldara og nærbuxum í stíl. Beyoncé varð 29 ára á dögunum 8.9.2010 11:00
Jógvan miður sín yfir ummælum Jenis „Þetta er bara til skammar. Ég veit að hann talar ekki fyrir hönd Færeyinga,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen um ummæli landa síns, þingmannsins Jenis av Rana. 8.9.2010 10:00
Sjö ráð til að koma sér í form Gunnar Borg Sigurðsson þolfimileiðbeinandi í World Class taldi upp eftirfarandi heilræði þegar við báðum hann um sjö ráð til handa þeim sem vilja koma sér í gott líkamlegt form: 8.9.2010 09:15
Piers Morgan fyllir í skarðið fyrir Larry King Piers Morgan mun fylla í skarð Larrys King á CNN sjónvarpsstöðinni þegar sá síðarnefndi leggst í helgan stein í janúar. CNN sjónvarpsstöðin sagði frá þessu í dag. Piers segist vera himinlifandi yfir nýju hlutverki sínu, enda mun hann spjalla við allt frægasta fólk veraldar á hverju kvöldi. 8.9.2010 19:16
Hera vaknaði öskrandi í jarðskjálftanum Söngkonan Hera Hjartardóttir er búsett í bænum Christchurch á Nýja-Sjálandi ásamt manni sínum, Hirti Arasyni, og urðu þau heldur betur vör við hinn mikla jarðskjálfta sem reið yfir bæinn um helgina og var um 7,0 á Richter. Hera segir að stemningin í bænum sé skrýtin, eyðileggingin mikil og í raun ótrúlegt að ekkert mannfall hafi orðið. 8.9.2010 13:00
Íslensk frumsýningarbomba: níu myndir á leiðinni Haustið markar yfirleitt upphaf frumsýninga íslenskra kvikmynda. Þrír leikstjórar frumsýna sína fyrstu mynd í fullri lengd, þrjár kvikmyndir byggja á íslenskum skáldverkum og tvær á leikverkum eftir Jón Atla Jónasson. 8.9.2010 12:00
Oksana vill meiri pening Forræðisdeila Oksönu Grigorievu og áströlsku ofurstjörnunnar Mels Gibson er enn í fullum gangi. Og nú krefst Oksana þess að Gibson greiði henni 84 þúsund dollara, níu milljónir íslenskar, fyrir þá almannatengslaþjónustu sem hún varð að kaupa í kjölfar deilnanna milli þeirra. 8.9.2010 08:00
Sérsmíðaðar súlur fyrir Íslandsmótið í súlufitness „Það eru tíu stelpur sem taka þátt. Þær eru búnar að æfa sig í sex mánuði og hafa lítið séð af fjölskyldunni,“ segir Inga Birna Dungal hjá X-Form en veglegt Íslandsmót í polefitness, þessari vinsælu íþróttagrein, verður haldið á skemmtistaðnum Replay við Grensásveg á laugardaginn. 8.9.2010 07:00
Fínt framhald Plata númer tvö frá systkinasveitinni Klassart frá Sandgerði. Hún vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu plötu, samnefnda sveitinni, sem kom út fyrir þremur árum og hafði að geyma kántrý- og blús-skotið rokk í rólegri kantinum. 8.9.2010 06:00
Upptökuliðið hvarf Hljómsveitin Örför hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hún hefur að geyma dægurlagarokk með íslenskum textum og er samstarfsverkefni Hek, eða Hauks Emils Kaaber, og G. Þorsteinssonar. 8.9.2010 06:00
Að lifa í núinu Hrífandi lífsóður með fyndnum hugleiðingum og sögubrotum, fléttuðum saman við hugljúfa tónlist. 8.9.2010 06:00
Örstutt jól keppir á þekktri nördahátíð í Texas-fylki Stuttmyndin Örstutt jól í leikstjórn Árna „Súra“ Jónssonar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í Austin í Texas í lok mánaðarins. 7.9.2010 17:45
Some Like It Hot í sundi Hin sígilda gamanmynd Some Like It Hot frá 1959 verður sýnd í Sundhöll Reykjavíkur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 24. september. Efnt verður til hitabeltisveislu á meðan á sýningu myndarinnar stendur. Sandi og pálmatrjám verður komið fyrir í Sundhöllinni og föngulegar dansmeyjar verða á staðnum. Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon eru í aðalhlutverkum í Some Like It Hot sem Billy Wilder leikstýrði. 7.9.2010 16:00
Cameron gerir heimildarmynd um íbúa Amazon Næsta verkefni Avatar-leikstjórans James Cameron verður heimildarmynd um íbúa Amazon-frumskógarins. Leikstjóranum hefur verið boðið að hitta íbúa ættbálksins Xikrin-Kayapo í Brasilíu til að ræða áhrif iðnvæðingarinnar á umhverfi þeirra. 7.9.2010 15:00
Frægðin kemur í veg fyrir vel lukkuð ástarsambönd Breska leikaranum Ed Westwick, 24 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Chuck Bass í sjónvarpsþættinum Gossip Girl, finnst erfitt að kynnast konum af því að hann er frægur. Ed hefur verið í „haltu mér slepptu mér sambandi„ við mótleikkonu sína Jessicu Szohr síðastliðið ár en þau hættu saman nýverið. Ed þykir erfitt að vera stöðugt undir eftirliti slúðurmiðla sem velta sér endalaust upp úr samböndum hans við hitt kynið. „Stundum er þetta bara mjög erfitt. Sérstaklega þegar ég kýs að vera í friði með mín persónulegu mál. Það er erfitt að vera þekktur og láta eins og slúðrið fari ekki fyrir brjóstið á manni," sagði Ed. 7.9.2010 13:30
Brosmild í bröns Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól þegar yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson bauð gestum í hádegisverð sem hann ásamt starfsfólki sínu býður upp á alla sunnudaga. Þá má sjá Björn Leifsson og Hafdísi Jónsdóttur eigendur World Class ásamt börnum þeirra, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Jóhannes Ásbjörnsson fjölmiðlamann í fylgd dóttur sinnar, Siggu Lund fjölmiðlakonu ásamt félaga og Björn Braga ritstjóra Monitor. Hér má sjá yfirkokkinn sýna okkur herlegheitin. 7.9.2010 12:00
Kærir framhjáhaldsfrétt Ashton Kutcher hyggst kæra bandaríska tímaritið Star dragi þeir ekki fréttina um sig og meint framhjáhald sitt tilbaka. Ritstjórn blaðsins segist standa við fréttina. 7.9.2010 11:00
Rauðar varir áberandi Við litum við á kynningu á nýrri snyrtivörulínu, Hello Kitty, sem var að koma til landsins í gærkvöldi. Fjöldi kvenna var þar saman kominn eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það eru mikið úrval af litum í augnsguggum, glossum, varalitum og naglalökkum og svo erum við einnig með ótrúlega flott úrval af augnblýöntum," svaraði Eva Garðarsdóttir Kristmanns hjá Artica heildsölunni þegar við spurðum hana út í Hello Kitty snyrtivörulínuna. Haustlitirnir í ár eru frekar grá-brún tóna litir, svo og dempaðir litir eins og plómu og dökk grænn. Einnig eru rauðar varir áberandi og ekki má gleyma eyeliner," sagði hún jafnframt. Eru Hello Kitty snyrtivörur fyrir bönr? Nei alls ekki, þó að markhópurinn sé 15-35 ára þá eru þarna vörur fyrir alla aldurshópa. 7.9.2010 10:15
Gefur út jólaplötu Scott Weiland, söngvari Stone Temple Pilots, ætlar að gefa út jólaplötu síðar á þessu ári. Á plötunni verða nútímalegar útgáfur af gömlum og góðum jólalögum. 7.9.2010 10:00
Dreymir um að búa í sveit Söngkonan Katy Perry ætlar að kaupa bóndabýli fyrir sig og verðandi eiginmann sinn, Russell Brand. Ég ætla að kaupa mér bóndabýli og eignast fullt af börnum sem hlaupa um í fersku loftinu," sagði Katy. Þetta hljómar eins og ég sé að grínast en þegar Russell er búinn að leika í öllum kvikmyndunum sínum og ég búin að gefa út alla tónlistina mína þá er tími til kominn að við stofnum fjölskyldu. Ég vil búa með börnunum í Englandi. Já okkur Russell dreymir svo sannarlega um að eignast börn," bætti hún við. Við erum á Facebook. 7.9.2010 09:09
Jómfrúarmenn með í Hörpunni Jakob Jakobsson og maður hans, Guðmundur Guðjónsson, ásamt syni Jakobs, Jakob Einar Jakobssyni, munu reka nýjan veitingastað í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpunni. 7.9.2010 08:30
Garfield leikur Köngulóarmanninn í mynd fjögur Andrew Garfield segir það draumi líkast að hafa hreppt hlutverk Péturs Parker í fjórðu Spider Man-myndinni. Garfield tók við hlutverki köngulóarmannsins af Tobey Maguire sem lék í fyrstu þremur myndunum 7.9.2010 08:00
Hera söng á dragsýningu í Helsinki Söngkonan Hera Björk er nýkomin heim frá Helsinki í Finnlandi þar sem hún söng á árlegri dragsýningu. 7.9.2010 07:30
Rosalegt stjörnupartí Stöðvar 2 Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu á föstudaginn. Þá blés Stöð 2 í kynningarlúðrana og svipti hulunni af glæsilegri haustdagskrá sinni. 6.9.2010 21:38
Emilíana Torrini orðin mamma Söngkonan Emilíana Torrini eignaðist dreng í morgun. Vísir óskar Emilíönu og unnusta hennar til innilega hamingju með frumburðinn en þau eru búsett í Bretlandi. 6.9.2010 16:30
Setur tilfinningar í ilmvatnsflöskur Söngkonan Céline Dion, 42 ára, segir að ferðalög með fjölskyldu hennar hafi haft áhrif á nýjasta ilminn hennar hafi verið búinn til útfrá fjölskylduferðalögum. Um er að ræða fjórtánda ilminn sem hún setur á markað í eigin nafni og í þetta sinn kallar hún ilminn Pure Brilliance. Céline, sem gengur með tvíbura og á níu ára gamlan son, Rene-Charles, með eiginmanni sínum Rene Angelil, hefur eytt ófáum stundum við sjávarsíðuna með feðgunum. „Ég anda stöðugt að mér fersku sjávarlofti við ströndinni og er mjög næm því ég er barnshafandi. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég leitast við að tengja fríin okkar við nýja ilminn," sagði hún. 6.9.2010 16:00
Sönnunargögnin og JFK-samsærið Félagsskapurinn Gagnauga blæs til sýningarraðar á heimildarmyndum sem „afhjúpa raunveruleika sem þaggaður hefur verið niður af viðskiptaöflum.“ 6.9.2010 15:54
Trúði ekki á hjónaband Breska leikkonan Gemma Arterton, 24 ára, sem vakti athygli í James Bond myndinni Quantum of Solace, viðurkennir að henni fannst gifting ekki skipta einu einasta mála þar til hún hitti núverandi eiginmann sínum. Fyrr á þessu ári giftist Gemma ítölskum viðskiptamanni, Stefano Catelli. Ég hafði enga trú á heilögu hjónabandi því allir sem tengdust mér voru hætt saman. Mamma og pabbi og já bara allir höfðu skilið þannig að mér fannst gifting alls ekki vera lykill að hamingjusömu sambandi," sagði Gemma. Ég trúði aldrei að ég myndi standa upp við altarið og gefa hjarta mitt. Síðan setti ég upp hringinn og í dag elska ég að vera gift. Það er yndislegt. Maðurinn minn er rómantískur og hann fær mig til að hlæja. Hann er algjör rugludallur, sagði hún. 6.9.2010 14:45
Skilnaðurinn andlegt ferðalag Söngkonan Leona Lewis segir að sambandsslitin við unnustann, Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ára hafi verið andlegt ferðalag. Eftir að Leona sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum í Bandaríkjunum á meðan unnustinn dvaldi á heimil þeirra í Bretlandi. 6.9.2010 13:00
Þolir ekki miðaldra menn sem klæða sig eins og unglingar Breski leikaranum Hugh Grant, 49 ára, þykir hræðilegt að horfa upp á jafnaldra sína klæða sig eins og unglinga. Hugh er þekktur fyrir einfaldan látlausan smekk þegar kemur að klæðaburði en hann hefur vakið athygli fyrir að gana í póló skyrtum og kasmír peysum undanfarin ár. „Ég er ekki frá því að fólk um og yfir þrítugt reyni stöðugt að klæða sig eins og unga fólkið. Þú gengur um borgir eins og New York eða London og það eina sem þú sérð er fullorðið fólk sem klæðir sig eins og unglingar. Mér finnst það hræðilegt," sagði hann. Hann segir að konur hafi gríðarleg áhrif á hvernig mennirnir þeirra klæða sig en Hugh hefur átt í ástarsambandi við margar smekklegar konur. Má þar nefna Elizabeth Hurley og Jemima Khan. „Ég held að hver einasti karlmaður hlusti á það sem konur segja um fötin sem þeir ganga í. Ef kona segir við karlmann: Þú lítur rosalega vel út í þessum gallabuxum, þá mun viðkomandi ganga í þeim næstu tuttugu árin." 6.9.2010 11:00
Hot Yoga sérfræðingur væntanlegur til Íslands Heimsfrægur Hot Yoga sérfræðingur, Jimmy Barkan, kemur til Íslands 9.-12.september næstkomandi í þeim tilgangi að kenna Íslendingum Hot Yoga. Við höfðum samband við Hot Yoga kennarann Lönu Vogestad í World Class og spurðum hana út í heimsóknina. Það er mikill heiður að fá hann til landsins og fá að njóta leiðsagnar hans en Jimmy hefur kennt Hot Yoga síðan 1981. Hann er heimsfrægur sem slíkur. Jimmy var upphaflega nemandi hjá Bikram, en sá maður kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum. Hann þjálfar kennara í Japan, Ástralíu, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og rekur tvo Hot Yoga skóla í Flórida auk þess að ferðast um víða veröld og halda námskeið. Auk alls þessa hefur hann þjálfað marga toppíþróttamenn í NFL, NBA, NHL og PGA Tour kylfinga," segir Lana. Þegar við spyrjum Lönu út í Hot Yoga íþróttina og hvaða áhrif hún hefur á iðkendur svara hún: Hot Yoga hefur margvísleg bætandi áhrif á allan líkamann; bein, vöðva, líffæri og vefi auk þess að hafa góð áhrif á t.d. einbeitingu, viljastyrk og þolinmæði. Það má því með sanni segja að Hot Yoga geti breytt lífi fólks til batnaðar. Er þetta námskeið fyrir alla? Já algjörlega! Jimmy býður alla velkomna, reynda sem óreynda!" 6.9.2010 10:06
Beckham er brandarakerling Leikkonan Eva Longoria segir að Victoria Beckham sé vinsæl í Bandaríkjunum af því að hún er drepfyndin. Eva, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er góð vinkona Victoriu. Þær kynntust þegar sú síðarnefnda flutti til Los Angeles árið 2007 ásamt David og drengjunum þeirra þremur, Brooklyn, Romeo og Cruz. Sagan segir að Beckham fjölskyldan ætli að búa framvegis í Los Angeles en húsið þeirra í Bretlandi er á sölu. Við elskum stelpukvöld heima hjá hvor annarri. Hún er góð vinkona. Traust, ótrúlega fyndin og allir elska hana," sagði Eva um Victoriu. Þau fjárfestu í glæsivillu í Sawbridgeworth í Hertfordshire árið 1999 á £2.5 milljón en andvirði eignarinnar í dag er £18 milljónir. 6.9.2010 09:15
Vonast eftir partýstemningu Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. 6.9.2010 07:30
Í spilun á 95 útvarpsstöðvum „Ég spilaði nokkra tónleika í Bandaríkjunum í júní og eyddi tveimur dögum í að troða diskum í umslög og senda á útvarpsstöðvar. Nú er það að skila sér,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, djasspíanisti. 6.9.2010 11:00
Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. 6.9.2010 09:00