Næsta verkefni Avatar-leikstjórans James Cameron verður heimildarmynd um íbúa Amazon-frumskógarins. Leikstjóranum hefur verið boðið að hitta íbúa ættbálksins Xikrin-Kayapo í Brasilíu til að ræða áhrif iðnvæðingarinnar á umhverfi þeirra.
Verið er að byggja stíflu á svæðinu og fyrir vikið munu allt að sextán þúsund manns missa heimili sín. „Mig langar að mæta með þrívíddarmyndavél og mynda líf þeirra og menningu. Þegar ég var beðinn um að hjálpa brasilísku indíánunum, sem voru í miklum vandræðum, gat ég ekki sagt nei,“ sagði Cameron.