Lífið

Oksana vill meiri pening

Oksana og Mel Gibson eru ekki sátt við hvort annað þessa dagana og verða það sennilega aldrei.
Oksana og Mel Gibson eru ekki sátt við hvort annað þessa dagana og verða það sennilega aldrei.
Forræðisdeila Oksönu Grigorievu og áströlsku ofurstjörnunnar Mels Gibson er enn í fullum gangi. Og nú krefst Oksana þess að Gibson greiði henni 84 þúsund dollara, níu milljónir íslenskar, fyrir þá almannatengslaþjónustu sem hún varð að kaupa í kjölfar deilnanna milli þeirra.

Mel Gibson hefur farið huldu höfði eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði enda opinberaði Oksana upptökur þar sem Gibson jós yfir hana svívirðingum. Þá er Gibson grunaður um að hafa slegið sambýliskonu sína í andlitið á meðan hún hélt á tíu mánaða gömlu barni þeirra, Luciu.

Samkvæmt vefsíðunni TMZ, sem er hálfgerð wikileaks-síða fræga fólksins, mun Oksana hafa farið á fund dómara í Los Angeles og óskað eftir þessum styrk. Hann mun hafa vísað beiðninni á bug enda miðist öll útgjöld Gibson við það að dóttirin lifi sómasamlegu lífi. Samkvæmt fyrstu fréttum fer Oksana fram á 40 þúsund dollara í meðlag á mánuði sem samsvarar fjórum milljónum íslenskra króna en lögfræðingar Gibson eru reiðubúnir til að sættast á sex þúsund dollara, eða rúmar sjö hundruð þúsund krónur íslenskra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.