Fleiri fréttir

Frumsýning Sex and the City ll - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sambíó í Kringlunni í gærkvöldi þegar fjöldi íslenskra kvenna flykktist á frumsýningu kvikmyndarinnar Sex and the City ll. Þá var öllum konunum boðið í eftirpartý í anda Sex and the City sem haldið var á veitingahúsinu Silfur í miðborg Reykjavíkur.

Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar

Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári.

Ótrúleg gleði í partý Páls Óskars | Myndir

Það er eiginlega með ólíkindum hversu mikil gleði ríkti í Eurovision partý Páls Óskars á Nasa síðastliðinn laugardag. Við kíktum á svæðið og smelltum nokkrum myndum af gestunum.

Aniston í Scream 4

Talið er að Jennifer Aniston hafi samþykkt að leika í hryllingsmyndinni Scream 4 sem er í undirbúningi. Svo virðist sem Court­eney Cox úr Vina-þáttunum hafi sett þrýsting á vinkonu sína um að taka þátt. Cox hefur leikið í hinum þremur myndunum sem Wes Craven hefur leikstýrt við miklar vinsældir.

Hommar heimsóttu Amnesty

Keppendur í fyrstu fegurðarsamkeppni homma á Íslandi, Herra hinsegin, fóru saman í hádegismat til Íslandsdeildar Amnesty International í gær þar sem þeir kynntu sér starfsemina.

Sextán ára í trompetnám til Bandaríkjanna í haust

„Við treystum honum til að gera þetta. Það þarf mikið til að afvegaleiða hann en við munum auðvitað sakna hans,“ segir Oddur Björnsson, faðir Baldvins Oddsonar sem er á leið í trompetnám í haust til Michigan í Bandaríkjunum, aðeins sextán ára.

Snipes leikur Brown

Wesley Snipes mun leika goðsögnina og guðföður sálartónlistarinnar, James Brown, í væntanlegri kvikmynd byggðri á ævi hans. Leikstjóri verður Spike Lee sem hefur áður unnið með Snipes.

Stoltið er mikilvægt

Sigurvegari American Idol, Lee DeWyze, ætlar að vera stoltur af sinni fyrstu plötu sem hann gefur út. Hann segist hafa frá mörgu að segja á plötunni.

Svavar Knútur í teygjustökki í Ástralíu

„Þetta var yndislegt ferðalag, fullt af áhugaverðum uppákomum,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sem er nýkominn heim úr fimm mánaða tónleikaferð um Ástralíu. Þar spilaði hann á hátt í fimmtíu tónleikum bæði í smábæjum og í borgum á borð við Perth, Sidney og Melbourne. „Ég fór í teygjustökk í fyrsta skipti á ævinni, sem ég hefði aldrei trúað að ég myndi gera. Maður veit sjaldan eins mikið að maður er á lífi eins og eftir svona reynslu,“ segir hann.

Sænskur fáni í Noregi

Axl Rose, söngvari Guns N"Roses, hneykslaði um fimm þúsund tónleikagesti í Ósló í Noregi á þriðjudaginn þegar hann veifaði sænska þjóðfánanum til þess að rífa upp stemninguna.

Roth lifir á Hjalteyri

Dieter Roth akademían hreiðrar um sig á Hjalteyri um helgina. Hún var stofnuð í minningu listamannsins Dieters Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést.

Annie Lennox berst í þágu kvenna og gegn eyðni

Sameinuðu þjóðirnar réðu í gær Annie Lennox sem sérlegan sendiherra í baráttunni við eyðni og HIV-veiruna. Hún fékk einnig sérstök verðlaun frá Nóbelsnefndinni í vetur.

Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla

Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna.

Elli hættur í Steed Lord

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord hafa verið búsettir í Los Angeles frá því í ágúst í fyrra og að sögn söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur eru þau búin að koma sér vel fyrir í borginni, en þau hyggjast dvelja þar um óákveðinn tíma.

Spike Lee gerir heimildarmynd á Haítí

Spike Lee er staddur á hamfarasvæðunum á Haítí með tökuliði sínu og hyggst gera heimildarmynd um eftirmála skjálftans. Hann er nú að leggja lokahönd á heimildarmynd um fellibylinn Katarínu sem lagði New Orleans nánast í rúst. Sú mynd verður frumsýnd á HBO á þessu ári í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá harmleiknum.

DiCaprio blæðir í fimm karata demantstrúlofunarhring

Leikarinn Leonardo DiCaprio sást nýverið í skartgripaverslun í Beverly Hills þar sem hann skoðaði trúlofunarhringa. „Hann vildi skoða fimm karata demantstrúlofunarhringa. Hann virtist ekki geta ákveðið sig. Hann sagðist ætla að mæta aftur með móður sína til að fá hennar ráðleggingar,“ sagði heimildarmaður.

Brad kaupir rétt að bók um ítalska blaðamenn

Brad Pitt heldur áfram að tryggja sér kvikmyndarétt að forvitnilegum bókum í gegnum kvikmyndafyrirtæki sitt Plan B., sem hann átti reyndar með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Aniston.

Ný leikflétta hálfvitanna

Grallararnir í Ljótu hálfvitunum hafa sent frá sér sína þriðju plötu. Rétt eins og fyrri plöturnar heitir hún ekki neitt og er auk þess keimlík hinum tveimur í útliti.

Get him to the Greek lítur vel út

Gamanmyndin Get him to the Greek verður frumsýnd um helgina. Myndin er ekki sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Forgetting Sarah Marshall, þar sem áhorfendur fengu að kynnast hinni óforskömmuðu rokkstjörnu Aldous Snow, þótt Snow sé vissulega miðpunktur myndarinnar. Þar að auki leikur Jonah Hill eldheitan aðdáanda stjörnunnar eins og í Söruh Marshall-myndinni þótt þær tvær persónur hans eigi annars lítið sameiginlegt.

Yoko Ono vill að Oasis komi saman aftur

Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, vonar að hljómsveitin Oasis muni koma aftur saman. Sveitin hætti fyrir nokkru eftir hávaðarifrildi bræðranna Liams og Noels Gallagher. Síðan þá hafa þeir ekki talast við.

Belle & Sebastian komin á fleygiferð

Skoska poppsveitin Belle & Sebastian er á leið í tónleikaferð um heiminn sem hefst í Finnlandi 11. júlí. Meðal fleiri viðkomustaða eru Spánn, Japan, Bandaríkin, Bretland og Mexíkó. Þetta verður fyrsta tónleikaferð sveitarinnar um Norður-Ameríku frá árinu 2006.

Kórar kallast á

Kór National Philharmonic frá Washington DC sækir heim íslenska kórinn Vox Academica þessa dagana og er stefnt á kóramót sveitanna tveggja í Langholtskirkju á laugardag kl 15.

Fjörugt sumar í vændum

Þrátt fyrir niðurskurð og fækkun stöðugilda munu listhópar Hins hússins halda áfram að auðga miðborgarlífið með skemmtilegum uppákomum. Uppistandshópur er meðal þess sem verður í boði.

Tom Cruise: Einhver drullaði í augun á mér

Tom Cruise fer á kostum í nýjum myndböndum sem MTV gerði fyrir kvikmyndaverðlaunahátíð sína um næstu helgi. Þar fer hann aftur í hlutverk brjálaðs kvikmyndaframleiðanda.

Amy dömpaði Blake - byrjuð með nýjum

Fjölskylda Amy Winehouse er ánægð með nýjustu fréttir af ástarlífi hennar. Hún nældi sér í kvikmyndaleikstjóra og hætti með fyrrum eiginmanninum.

KK semur Þjóðhátíðarlagið

Kristján Kristjánsson, best þekktur sem KK, semur Þjóðhátíðarlagið í ár en það verður frumflutt á sérstakri for-Þjóðhátíð sem halda á í Reykjavík í sumar.

Næsta Söngvakeppni verður á íslensku

„Röksemdin fyrir þessari breytingu er að Söngvakeppni Sjónvarpsins er fyrst og fremst íslensk söngvakeppni fyrir íslenska áhorfendur,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Öll lög í næstu Söngvakeppni Sjónvarpsins verða að vera sungin á íslensku ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár.

Centurion: þrjár stjörnur

Þrusugóð hasarmynd. Flottir leikarar, harðir naglar og svalar píur. Leikstjórinn vinnur með stef og stemningar úr fyrri myndum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir