Roth lifir á Hjalteyri 3. júní 2010 14:00 Myndlist Dieter Roth í myndverki vinar hans og samverkamanns, Richards Hamilton. Mynd Fréttablaðið Dieter Roth akademían (DRA) hreiðrar um sig á Hjalteyri um helgina. Hún var stofnuð í minningu svissnesk/þýska listamannsins Dieters Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést. Upphaflega voru það vinir, samstarfsmenn og fjölskylda Dieters Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um akademíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmu saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða. Stofnendurnir/prófessorarnir bjóða öðrum listamönnum þátttöku ýmist sem nemendum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu. Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir. Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA víða um Evrópu, í Kína og Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir. Samfara ráðstefnunum eru myndlistarsýningar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieters Roth, heimspeki hans og lífskraftur. Dieter Roth kom eins og stormsveipur inn í heim íslenskrar menningar í lok 6. áratugarins þegar hann settist að í Reykjavík ásamt barnsmóður sinni Sigríði Björnsdóttur. Dieter tók að sér að kenna við Myndlistarskólann í Reykjavík fyrir tilstilli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara sem þá var skólastjóri. Starf Dieters við skólann hafði mikil áhrif á þá listamenn og kennara við skólann sem kynntust honum og hugmyndum hans. Áhrif verka og hugmynda Dieters Roth á Íslandi urðu margvísleg og afgerandi, ekki síst á sviði myndlistar og hönnunar. Sér raunar ekki fyrir endann á þeim áhrifum, eins og kom fram í því að á Listahátíð í Reykjavík 2005 var sérstök áhersla á samtímamyndlist. Ber þar helst að nefna viðamikla sýningu á verkum Dieters Roth í þremur listasöfnum: Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° en sýningin þar var í samvinnu við Nýlistasafnið. Svissnesk/þýski listamaðurinn Dieter Roth átti heimili sitt á Íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar. Svo vill til að hann starfaði um tíma hjá prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri, en Oddur var ættingi Sigríðar eiginkonu Dieters og barnsmóður. Dieter Roth akademían á sér sterkar rætur á Íslandi og hefur fjölmörgum nemendum verið boðin þátttaka. Árlega fer Listaháskóli Íslands með nemendur í vinnubúðir á Seyðisfjörð undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Öllu því fólki býðst þátttaka. Verksmiðjan á Hjalteyri hefur boðið DRA að halda sína 11. ráðstefnu og sýningu, 5. júní til 18. júlí 2010. Verksmiðjan er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-17.00. - pbb Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Dieter Roth akademían (DRA) hreiðrar um sig á Hjalteyri um helgina. Hún var stofnuð í minningu svissnesk/þýska listamannsins Dieters Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést. Upphaflega voru það vinir, samstarfsmenn og fjölskylda Dieters Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um akademíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmu saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða. Stofnendurnir/prófessorarnir bjóða öðrum listamönnum þátttöku ýmist sem nemendum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu. Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir. Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA víða um Evrópu, í Kína og Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir. Samfara ráðstefnunum eru myndlistarsýningar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieters Roth, heimspeki hans og lífskraftur. Dieter Roth kom eins og stormsveipur inn í heim íslenskrar menningar í lok 6. áratugarins þegar hann settist að í Reykjavík ásamt barnsmóður sinni Sigríði Björnsdóttur. Dieter tók að sér að kenna við Myndlistarskólann í Reykjavík fyrir tilstilli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara sem þá var skólastjóri. Starf Dieters við skólann hafði mikil áhrif á þá listamenn og kennara við skólann sem kynntust honum og hugmyndum hans. Áhrif verka og hugmynda Dieters Roth á Íslandi urðu margvísleg og afgerandi, ekki síst á sviði myndlistar og hönnunar. Sér raunar ekki fyrir endann á þeim áhrifum, eins og kom fram í því að á Listahátíð í Reykjavík 2005 var sérstök áhersla á samtímamyndlist. Ber þar helst að nefna viðamikla sýningu á verkum Dieters Roth í þremur listasöfnum: Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° en sýningin þar var í samvinnu við Nýlistasafnið. Svissnesk/þýski listamaðurinn Dieter Roth átti heimili sitt á Íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar. Svo vill til að hann starfaði um tíma hjá prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri, en Oddur var ættingi Sigríðar eiginkonu Dieters og barnsmóður. Dieter Roth akademían á sér sterkar rætur á Íslandi og hefur fjölmörgum nemendum verið boðin þátttaka. Árlega fer Listaháskóli Íslands með nemendur í vinnubúðir á Seyðisfjörð undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Öllu því fólki býðst þátttaka. Verksmiðjan á Hjalteyri hefur boðið DRA að halda sína 11. ráðstefnu og sýningu, 5. júní til 18. júlí 2010. Verksmiðjan er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-17.00. - pbb
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira