Lífið

Annie Lennox berst í þágu kvenna og gegn eyðni

Annie segir að ef við ætlum að berjast af fullri alvöru gegn sjúkdóminum þá verðum við að breyta stöðu kvenna.
Annie segir að ef við ætlum að berjast af fullri alvöru gegn sjúkdóminum þá verðum við að breyta stöðu kvenna.
Annie Lennox hefur verið ráðinn sem sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í baráttunni við AIDS og HIV-veiruna. Söngkonan hefur lengi látið sig málið varða og hefur eiginlega verið í fremstu víglínu síðustu tuttugu ár. Hún setti meðal annars á fót SING-verkefnið sem hafði það markmið að kynna heilbrigðisþjónustu og nám fyrir konum og börnum í Suður-Afríku.

Annie Lennox fékk þar að auki í vetur sérstök verðlaun frá Nóbelsnefndinni fyrir ósérhlífna baráttu sína í þágu kvenna útum allan heim. Lennox var gerður að sendiherranum á miðvikudaginn. „Sú grimmd sem konur og ungar stelpur verða fyrir um allan heim á hverjum degi er óásættanleg. Ef við ætlum að berjast af fullri alvöru gegn þessum sjúkdómi þá verðum við að breyta stöðu kvenna," sagði Lennox.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.