Lífið

Kanye og Rage neita að spila í Arizona

Rapparinn ætlar ekki að spila í Arizona á næstunni.
Rapparinn ætlar ekki að spila í Arizona á næstunni.
Rapparinn Kanye West og rokkararnir í Rage Against the Machine eru hluti af hópi tónlistarmanna sem ætlar að sniðganga ríkið Arizona í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að nýlega voru samþykktar breytingar á innflytjendalögum ríkisins sem Kanye og félögum þykja síður en svo hliðholl innflytjendum. Telja þeir að um skýlaust brot á mannréttindum sé að ræða.

„Sumir okkar ólust upp við kynþáttamisrétti en þessi lög eru algjör hneisa hvað þessi málefni varðar," sagði Zach de la Rocha, söngvari Rage Against the Machine og bætti við: „Við ætlum að sniðganga Arizona."

Á meðal annarra flytjenda sem neita að spila í ríkinu eru Cypress Hill, Massive Attack og Serj Tankian, söngvari System of a Down.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig sett spurningarmerki við lögin, sem eiga að taka gildi í lok júlí.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rage Against The Machine lætur heyra í sér á stjórnmálasviðinu. Sveitin hefur til að mynda gagnrýnt Íraksstríðið harðlega undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.