Lífið

Yoko Ono vill að Oasis komi saman aftur

Hér eru Liam og Yoko saman í partý fyrir Q-verðlaunin 2005.
Hér eru Liam og Yoko saman í partý fyrir Q-verðlaunin 2005.
Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, vonar að hljómsveitin Oasis muni koma aftur saman. Sveitin hætti fyrir nokkru eftir hávaðarifrildi bræðranna Liams og Noels Gallagher. Síðan þá hafa þeir ekki talast við.

„Ég elska Oasis. Við þurfum á góðu afli eins og þeim að halda. Þessi góðmennska skín í gegn í lögunum þeirra. Vonandi eiga þeir eftir að gera fleiri plötur," sagði hún. Oasis hefur oft verið líkt við Bítlana og sjálfir hafa Gallagher-bræðurnir oft lýst yfir aðdáun sinni á hljómsveitinni.

Yoko hefur einnig tjáð sig um mögulegt samstarf við hljómsveitina The Flam­ing Lips. Sveitin gerði nýja útgáfu af lagi hennar Cambridge 1969 á plötunni Yes, I"m A Witch sem kom út 2007. „Ég er mikill aðdáandi þeirra. Vonandi getum við starfað saman í framtíðinni," sagði hún.




Tengdar fréttir

Liam: Dauði Oasis það besta sem gat gerst

Liam Gallagher segist ekki hafa talað við bróðir sinn Noel síðan í ágúst síðastliðnum. Vegna dauða Oasis sé hann frjálsari en hann var áður.

Ný hljómsveit Liam spilar Bítlalög

Liam Gallagher segir að nýja hljómsveitin hans muni sjá um alla tónlistina í nýju Bítlamyndinni sem hann er með í undirbúningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.