Lífið

Spike Lee gerir heimildarmynd á Haítí

Hugsjónamaður Spike Lee er að vinna að tveimur heimildarmyndum: um fellibylinn Katarinu og jarðskjálftann á Haítí.
Hugsjónamaður Spike Lee er að vinna að tveimur heimildarmyndum: um fellibylinn Katarinu og jarðskjálftann á Haítí.

Samkvæmt kvikmyndasíðunni Indie Wire er bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee staddur á hamfarasvæðunum á Haítí með tökuliði sínu en landið fór ákaflega illa út úr jarðskjálfta sem reið yfir landið í janúar á þessu ári.

Lee hyggst gera heimildarmynd um eftirmála skjálftans en hann er nú að leggja lokahönd á aðra heimildarmynd sem fjallar um ekkert síður mannskæðar náttúruhamfarir, fellibylinn Katarínu sem lagði bandarísku borgina New Orleans nánast í rúst. Sú mynd verður frumsýnd á HBO á þessu ári í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá harmleiknum.

Lee hefur lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Haítí og sagðist óttast að örlögin yrðu svipuð, ef ekki verri og hjá íbúum New Orleans. „Það tók langan tíma að byggja upp New Orleans og hvernig verður þetta þá á Haíti? Um leið og kastljós fjölmiðla slokknar er hætt við að íbúarnir verði ansi einmana í alþjóðasamfélaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.