Fjörugt sumar í vændum 3. júní 2010 06:00 Margrét Kaaber, millistjórnandi Listhópa Hins hússins, segir marga skemmtilega hópa taka þátt í starfinu í sumar. Fréttablaðið/vilhelm Þrátt fyrir niðurskurð og fækkun stöðugilda munu listhópar Hins hússins halda áfram að auðga miðborgarlífið með skemmtilegum uppákomum. Uppistandshópur er meðal þess sem verður í boði. Listhópar Hins hússins hafa sett svip sinn á miðbæ Reykjavíkur undanfarin ár og verður engin breyting þar á nú í sumar. Fimmtán hópar fá tækifæri til að sinna liststarfi á vegum Hins hússins að þessu sinni og munu þeir standa fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum í miðbæ Reykjavíkur yfir hásumartímann. Síðasta sumar reyndist nauðsynlegt að fækka stöðugildum sumarhópanna niður í 25 vegna niðurskurðar en áður höfðu stöðugildin verið allt frá fjörutíu og upp í sjötíu talsins. Hægt var að koma í veg fyrir enn frekari niðurskurð í ár vegna aukafjárveitingar og því eru stöðugildin þau sömu og þau voru í fyrra. „Fimmtán hópar voru valdir í verkefnið, þar af eru fjórir tónlistarhópar, fjórir danshópar, þrír listhópar auk leiklistar- og uppistandshópa, svo eitthvað sé nefnt. Þessir hópar munu svo standa fyrir þessum hefðbundnu uppákomum auk Föstudagsfiðrildanna og auðvitað uppskeruhátíðarinnar sem fer fram í Ráðhúsinu um miðjan júlí,“ útskýrir Margrét Kaaber, millistjórnandi Listhópa Hins hússins. Margrét bendir þó á að hóparnir séu fleiri í ár en þeir voru í fyrra, en þá voru aðeins átta listhópar starfræktir yfir sumarið. Meðal þeirra hópa sem munu skemmta gestum og gangandi í sumar má nefna danshópinn Dansandi drengi en að honum standa fjórir dansandi drengir, ljóðahópinn Ljóðverk sem mun leitast við að endurvekja áhuga fólks á íslenskum skáldskap og teiknimyndahópinn Gottskálk þrumdi þetta af sér, en markmið hópsins er að koma íslenskum þjóðsögum í myndrænt form. Af þessu að dæma verður ýmislegt forvitnilegt og skemmtilegt á seyði í miðbæ Reykjavíkur í sumar. - sm Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Þrátt fyrir niðurskurð og fækkun stöðugilda munu listhópar Hins hússins halda áfram að auðga miðborgarlífið með skemmtilegum uppákomum. Uppistandshópur er meðal þess sem verður í boði. Listhópar Hins hússins hafa sett svip sinn á miðbæ Reykjavíkur undanfarin ár og verður engin breyting þar á nú í sumar. Fimmtán hópar fá tækifæri til að sinna liststarfi á vegum Hins hússins að þessu sinni og munu þeir standa fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum í miðbæ Reykjavíkur yfir hásumartímann. Síðasta sumar reyndist nauðsynlegt að fækka stöðugildum sumarhópanna niður í 25 vegna niðurskurðar en áður höfðu stöðugildin verið allt frá fjörutíu og upp í sjötíu talsins. Hægt var að koma í veg fyrir enn frekari niðurskurð í ár vegna aukafjárveitingar og því eru stöðugildin þau sömu og þau voru í fyrra. „Fimmtán hópar voru valdir í verkefnið, þar af eru fjórir tónlistarhópar, fjórir danshópar, þrír listhópar auk leiklistar- og uppistandshópa, svo eitthvað sé nefnt. Þessir hópar munu svo standa fyrir þessum hefðbundnu uppákomum auk Föstudagsfiðrildanna og auðvitað uppskeruhátíðarinnar sem fer fram í Ráðhúsinu um miðjan júlí,“ útskýrir Margrét Kaaber, millistjórnandi Listhópa Hins hússins. Margrét bendir þó á að hóparnir séu fleiri í ár en þeir voru í fyrra, en þá voru aðeins átta listhópar starfræktir yfir sumarið. Meðal þeirra hópa sem munu skemmta gestum og gangandi í sumar má nefna danshópinn Dansandi drengi en að honum standa fjórir dansandi drengir, ljóðahópinn Ljóðverk sem mun leitast við að endurvekja áhuga fólks á íslenskum skáldskap og teiknimyndahópinn Gottskálk þrumdi þetta af sér, en markmið hópsins er að koma íslenskum þjóðsögum í myndrænt form. Af þessu að dæma verður ýmislegt forvitnilegt og skemmtilegt á seyði í miðbæ Reykjavíkur í sumar. - sm
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira