KK semur Þjóðhátíðarlagið 2. júní 2010 09:00 KK semur Þjóðhátíðarlagið í ár sem verður frumflutt á for-þjóðhátíð í Reykjavík í sumar. Fréttablaðið/GVA Kristján Kristjánsson, best þekktur sem KK, semur Þjóðhátíðarlagið í ár en það verður frumflutt á sérstakri for-Þjóðhátíð sem halda á í Reykjavík í sumar. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi háttur verður hafður á, að sögn Tryggva Más Sæmundssonar en hann á sæti í Þjóðhátíðarnefndinni. Allar hljómsveitir sem koma fram á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina troða upp á reykvísku hátíðinni en bæði Dikta og Páll Óskar Hjálmtýsson hafa boðað komu sína. Rúsínan í pylsuendanum verður auðvitað flutningur Þjóðhátíðarlags KK en hann tekur við keflinu af Bubba Morthens sem átti lagið í fyrra ásamt Egó. KK var staddur á Akranesi eftir að hafa þurft að sigla í land undan brælunni á Faxaflóa. „Ég fékk þetta verkefni strax í janúar og hef eiginlega legið yfir því bæði dag og nótt síðan," grínast KK með en hann bjóst við því að fara með lagið í hljóðver strax eftir helgi. Hann ætlar að syngja það sjálfur og hafði ekki gert ráð fyrir því að fá í lið með sér einhverja gestasöngvara. „En ef svo fer, þá hóa ég bara í þá úr hljóðverinu." KK hefur þegar spilað lagið fyrir konuna sína og Eyþór Gunnarsson, mág sinn. Og að eigin sögn voru þau bæði ákaflega hrifin. „Þetta er lag í ljúfari kantinum, svona týpiskt KK-lag enda hlýtur það að vera það sem þeir vilja fyrst þeir báðu mig um að semja það. Annars vona ég bara að lagið henti vel fyrir Þjóðhátíð í Eyjum." KK hefur oft spilað á Þjóðhátíð og það er ekki óalgengt að lög eftir hann séu kyrjuð inní hinum frægu hvítu hústjöldum sem skreyta Herjólfsdalinn yfir verslunarmannahelgina, Besti vinur og Vegbúinn þar vinsælust. „Eyjamenn eru duglegastir allra Íslendinga að syngja, þeir syngja sig í gegnum allt, gleði, sorg og erfiðleika. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir þessum lagasmíðum," segir tónlistamaðurinn en fyrsta Þjóðhátíðarlagið var Ég veit þú kemur eftir Ása í bæ og Oddgeir Kristjánsson, það var samið fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Kristján Kristjánsson, best þekktur sem KK, semur Þjóðhátíðarlagið í ár en það verður frumflutt á sérstakri for-Þjóðhátíð sem halda á í Reykjavík í sumar. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi háttur verður hafður á, að sögn Tryggva Más Sæmundssonar en hann á sæti í Þjóðhátíðarnefndinni. Allar hljómsveitir sem koma fram á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina troða upp á reykvísku hátíðinni en bæði Dikta og Páll Óskar Hjálmtýsson hafa boðað komu sína. Rúsínan í pylsuendanum verður auðvitað flutningur Þjóðhátíðarlags KK en hann tekur við keflinu af Bubba Morthens sem átti lagið í fyrra ásamt Egó. KK var staddur á Akranesi eftir að hafa þurft að sigla í land undan brælunni á Faxaflóa. „Ég fékk þetta verkefni strax í janúar og hef eiginlega legið yfir því bæði dag og nótt síðan," grínast KK með en hann bjóst við því að fara með lagið í hljóðver strax eftir helgi. Hann ætlar að syngja það sjálfur og hafði ekki gert ráð fyrir því að fá í lið með sér einhverja gestasöngvara. „En ef svo fer, þá hóa ég bara í þá úr hljóðverinu." KK hefur þegar spilað lagið fyrir konuna sína og Eyþór Gunnarsson, mág sinn. Og að eigin sögn voru þau bæði ákaflega hrifin. „Þetta er lag í ljúfari kantinum, svona týpiskt KK-lag enda hlýtur það að vera það sem þeir vilja fyrst þeir báðu mig um að semja það. Annars vona ég bara að lagið henti vel fyrir Þjóðhátíð í Eyjum." KK hefur oft spilað á Þjóðhátíð og það er ekki óalgengt að lög eftir hann séu kyrjuð inní hinum frægu hvítu hústjöldum sem skreyta Herjólfsdalinn yfir verslunarmannahelgina, Besti vinur og Vegbúinn þar vinsælust. „Eyjamenn eru duglegastir allra Íslendinga að syngja, þeir syngja sig í gegnum allt, gleði, sorg og erfiðleika. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir þessum lagasmíðum," segir tónlistamaðurinn en fyrsta Þjóðhátíðarlagið var Ég veit þú kemur eftir Ása í bæ og Oddgeir Kristjánsson, það var samið fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum árið 1962. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira