Sex and the City 2 frumsýnd á Íslandi 3. júní 2010 06:00 Samantha, Charlotte, Carrie Bradshaw og Miranda hafa haft mikil áhrif á hugmyndir kvenna um tískustraumana. Og kannski ekkert síður að konur yfir þrítugu þurfi ekkert endilega að vera múlbundnar í hjónabandi heldur geti skemmt sér konunglega. Önnur kvikmyndin um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar á Manhattan-eyju verður frumsýnd um helgina. Að þessu sinni er sögusviðið þó ekki New York heldur Abu Dhabi. Beðmál í borginni 2 eins og Sex and the City II er væntanlega kölluð á íslensku tekur upp þráðinn tveimur árum eftir að Carrie Bradshaw gekk að eiga Mr. Big, manninn sem henni var alltaf ætlað að vera með. En ekki er allt sem sýnist; Mr. Big tekur sófalífið fram yfir veisluhöld á Manhattan og þykir fátt jafngott og að horfa á gamla mynd með heimsendum mat. Líf sem Carrie hvorki er vön né þráir enda partýpinni af bestu gerð. Engin lognmolla ríkir heldur í lífi vinkvenna hennar þriggja, Charlotte er að berjast við dætur sínar tvær og hræðsluna um að eiginmaðurinn stingi af með barnfóstrunni. Miranda neyðist til að þola yfirmann sem hún telur að þoli ekki að hafa gáfaða, valdamikla og sterka konu í vinnu hjá sér. Ævintýrin elta hins vegar Samönthu sem hefur fengið nýtt verkefni; að fara í ókeypis ferð til Abu Dhabi. Grámyglulegur hversdagsleiki hjónabands, barnauppeldis og togstreitu á vinnustað verður þar víðsfjarri; einungis hinar fjórar fræknu, tískuföt, drykkir og forboðnir ávextir í öllum sínum myndum. Sex and the City er að sjálfsögðu byggð á persónum úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Fyrsta myndin sló rækilega í gegn, var frumsýnd í yfir þrjú þúsund bíóhúsum og halaði inn rúma 3 milljarða á fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum og Kanada. Myndinni tókst að greiða niður allan framleiðslukostnað á aðeins þremur dögum og aðdáendur þáttanna voru almennt sáttir. Kvikmyndagagnrýnendur voru þó ekki hrifnir, rottentomatoes gaf henni einungis 49% og kvikmyndavefurinn The Internet Movie Database 5,4 af tíu. Stuðningsmenn Carrie og vinkvenna voru þó fljótir að taka upp hanskann fyrir sínar konur, Sex and the City snúist ekki söguþráð, óvæntar fléttur eða djúpa persónusköpun heldur sé þetta meira eins og hitta gamla vini, skoða glæsilegar tískuflíkur og flissa yfir sögum af kynlífi, körlum og sambönd. Sex and the City þættirnir og myndirnar hafa síðasta áratuginn verið svokallaður „trendsetter" eða tískufyrirmynd fyrir konur um allan heim. Aðalpersónan Carrie er auðvitað háð tískufötum og eyðir flestum sínum peningum í skó og kjóla. Og aðdáendur hafa tileinkað sér stíl hennar í gegnum tíðina. Leikkonan Cynthia Nixon, sem leikur Miröndu, sagði í viðtali að fötin í þáttunum væri eins og ein persóna myndarinnar. Þau hjálpuðu til við að gera þetta að veruleika. Hvort Carrie Bradshaw hefði haft jafnmikil áhrif á kvenfólk um allan heim ef hún hefði setið í flíspeysu og crocs-skóm með kokkteil í hendi verður að teljast fremur ólíklegt enda eyddu framleiðendur Sex and the City 2 rúmum milljarði íslenskra króna í tískuflíkur fyrir persónurnar. Það er meira en áratugur síðan Beðmál í borginni fór í loftið í fyrsta sinn. Einu sinni í viku settust konur á öllum aldri, úr öllum stéttum, alls staðar að úr heiminum fyrir framan sjónvarpið með stjörnurnar í augunum á meðan þær fylgdust með ævintýrum vinkvennanna. Carrie, Samantha, Miranda og Charlotte virðast enn hafa mikið aðdráttarafl því vinkonuhópar eru að hópa sig saman til að skipuleggja hina fullkomnu bíóferð. Þessum hópi er slétt sama þótt langskólagengnum kvikmyndagagnrýnendum sé í nöp við afrakasturinn því Sex and the City snýst ekki um hið hefðbundna kvikmyndaform. freyrgigja@frettabladid.is Hér er sýnishorn úr myndinni. Tengdar fréttir Photoshop-flipp á Sex and the City 2-plakati Fjölmargir aðdáendur þáttanna og myndanna mótmæla nýju plakati þar sem mynd af aðalleikkonunum er unnin á óraunverulegan hátt. 3. maí 2010 13:41 Meira Photoshop-klúður hjá Sex and the City Aðalleikkonur Sex and the City eru Photoshop-aðar í tætlur á forsíðu Entertainment Weekly, alveg eins og á plakati fyrir myndina. 18. maí 2010 16:30 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Önnur kvikmyndin um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar á Manhattan-eyju verður frumsýnd um helgina. Að þessu sinni er sögusviðið þó ekki New York heldur Abu Dhabi. Beðmál í borginni 2 eins og Sex and the City II er væntanlega kölluð á íslensku tekur upp þráðinn tveimur árum eftir að Carrie Bradshaw gekk að eiga Mr. Big, manninn sem henni var alltaf ætlað að vera með. En ekki er allt sem sýnist; Mr. Big tekur sófalífið fram yfir veisluhöld á Manhattan og þykir fátt jafngott og að horfa á gamla mynd með heimsendum mat. Líf sem Carrie hvorki er vön né þráir enda partýpinni af bestu gerð. Engin lognmolla ríkir heldur í lífi vinkvenna hennar þriggja, Charlotte er að berjast við dætur sínar tvær og hræðsluna um að eiginmaðurinn stingi af með barnfóstrunni. Miranda neyðist til að þola yfirmann sem hún telur að þoli ekki að hafa gáfaða, valdamikla og sterka konu í vinnu hjá sér. Ævintýrin elta hins vegar Samönthu sem hefur fengið nýtt verkefni; að fara í ókeypis ferð til Abu Dhabi. Grámyglulegur hversdagsleiki hjónabands, barnauppeldis og togstreitu á vinnustað verður þar víðsfjarri; einungis hinar fjórar fræknu, tískuföt, drykkir og forboðnir ávextir í öllum sínum myndum. Sex and the City er að sjálfsögðu byggð á persónum úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Fyrsta myndin sló rækilega í gegn, var frumsýnd í yfir þrjú þúsund bíóhúsum og halaði inn rúma 3 milljarða á fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum og Kanada. Myndinni tókst að greiða niður allan framleiðslukostnað á aðeins þremur dögum og aðdáendur þáttanna voru almennt sáttir. Kvikmyndagagnrýnendur voru þó ekki hrifnir, rottentomatoes gaf henni einungis 49% og kvikmyndavefurinn The Internet Movie Database 5,4 af tíu. Stuðningsmenn Carrie og vinkvenna voru þó fljótir að taka upp hanskann fyrir sínar konur, Sex and the City snúist ekki söguþráð, óvæntar fléttur eða djúpa persónusköpun heldur sé þetta meira eins og hitta gamla vini, skoða glæsilegar tískuflíkur og flissa yfir sögum af kynlífi, körlum og sambönd. Sex and the City þættirnir og myndirnar hafa síðasta áratuginn verið svokallaður „trendsetter" eða tískufyrirmynd fyrir konur um allan heim. Aðalpersónan Carrie er auðvitað háð tískufötum og eyðir flestum sínum peningum í skó og kjóla. Og aðdáendur hafa tileinkað sér stíl hennar í gegnum tíðina. Leikkonan Cynthia Nixon, sem leikur Miröndu, sagði í viðtali að fötin í þáttunum væri eins og ein persóna myndarinnar. Þau hjálpuðu til við að gera þetta að veruleika. Hvort Carrie Bradshaw hefði haft jafnmikil áhrif á kvenfólk um allan heim ef hún hefði setið í flíspeysu og crocs-skóm með kokkteil í hendi verður að teljast fremur ólíklegt enda eyddu framleiðendur Sex and the City 2 rúmum milljarði íslenskra króna í tískuflíkur fyrir persónurnar. Það er meira en áratugur síðan Beðmál í borginni fór í loftið í fyrsta sinn. Einu sinni í viku settust konur á öllum aldri, úr öllum stéttum, alls staðar að úr heiminum fyrir framan sjónvarpið með stjörnurnar í augunum á meðan þær fylgdust með ævintýrum vinkvennanna. Carrie, Samantha, Miranda og Charlotte virðast enn hafa mikið aðdráttarafl því vinkonuhópar eru að hópa sig saman til að skipuleggja hina fullkomnu bíóferð. Þessum hópi er slétt sama þótt langskólagengnum kvikmyndagagnrýnendum sé í nöp við afrakasturinn því Sex and the City snýst ekki um hið hefðbundna kvikmyndaform. freyrgigja@frettabladid.is Hér er sýnishorn úr myndinni.
Tengdar fréttir Photoshop-flipp á Sex and the City 2-plakati Fjölmargir aðdáendur þáttanna og myndanna mótmæla nýju plakati þar sem mynd af aðalleikkonunum er unnin á óraunverulegan hátt. 3. maí 2010 13:41 Meira Photoshop-klúður hjá Sex and the City Aðalleikkonur Sex and the City eru Photoshop-aðar í tætlur á forsíðu Entertainment Weekly, alveg eins og á plakati fyrir myndina. 18. maí 2010 16:30 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Photoshop-flipp á Sex and the City 2-plakati Fjölmargir aðdáendur þáttanna og myndanna mótmæla nýju plakati þar sem mynd af aðalleikkonunum er unnin á óraunverulegan hátt. 3. maí 2010 13:41
Meira Photoshop-klúður hjá Sex and the City Aðalleikkonur Sex and the City eru Photoshop-aðar í tætlur á forsíðu Entertainment Weekly, alveg eins og á plakati fyrir myndina. 18. maí 2010 16:30