Svavar Knútur í teygjustökki í Ástralíu 4. júní 2010 05:00 Svavar Knútur er nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann dvaldi í fimm mánuði og hitti meðal annars þessa kengúru. „Þetta var yndislegt ferðalag, fullt af áhugaverðum uppákomum,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sem er nýkominn heim úr fimm mánaða tónleikaferð um Ástralíu. Þar spilaði hann á hátt í fimmtíu tónleikum bæði í smábæjum og í borgum á borð við Perth, Sidney og Melbourne. „Ég fór í teygjustökk í fyrsta skipti á ævinni, sem ég hefði aldrei trúað að ég myndi gera. Maður veit sjaldan eins mikið að maður er á lífi eins og eftir svona reynslu,“ segir hann. Kærasta Svavars flaug til Ástralíu í desember og ákvað hann að elta hana út í janúar með aðstoð samtakanna Alþjóðlega trúbadorasamsærið. „Maður gat sett sig í samband við þetta samskiptanet. Fólk fór bara að undirbúa tónleika og við fengum að gista hjá vinum. Það gerir mann auðmjúkan þegar maður finnur hvað maður á góða að alls staðar.“ Svavar er að undirbúa aðra ferð til Ástralíu á næsta ári, sem verður reyndar styttri en þessi. „Þeir vilja fá að dreifa plötunum mínum og fá mig í almennilega tónleikaferð,“ segir hann og hlakkar til að endurnýja kynni sín af andfætlingum okkar. Svavar hefur í nógu að snúast því eftir tvær vikur fer hann til Toronto og spilar á tónlistarhátíðinni North By Northwest. Sumarið verður síðan undirlagt af tónleikum hér heima. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið er að hætta í dagvinnunni og vera listamaður. Maður þarf ekkert mikið til að lifa og þetta er stórskemmtilegt,“ segir hann. „Þetta er líka miklu erfiðari vinna en ég hef áður unnið og það er það sem ég fíla. Það er gaman að vera alltaf á kafi í vinnu.“ -fb Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
„Þetta var yndislegt ferðalag, fullt af áhugaverðum uppákomum,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sem er nýkominn heim úr fimm mánaða tónleikaferð um Ástralíu. Þar spilaði hann á hátt í fimmtíu tónleikum bæði í smábæjum og í borgum á borð við Perth, Sidney og Melbourne. „Ég fór í teygjustökk í fyrsta skipti á ævinni, sem ég hefði aldrei trúað að ég myndi gera. Maður veit sjaldan eins mikið að maður er á lífi eins og eftir svona reynslu,“ segir hann. Kærasta Svavars flaug til Ástralíu í desember og ákvað hann að elta hana út í janúar með aðstoð samtakanna Alþjóðlega trúbadorasamsærið. „Maður gat sett sig í samband við þetta samskiptanet. Fólk fór bara að undirbúa tónleika og við fengum að gista hjá vinum. Það gerir mann auðmjúkan þegar maður finnur hvað maður á góða að alls staðar.“ Svavar er að undirbúa aðra ferð til Ástralíu á næsta ári, sem verður reyndar styttri en þessi. „Þeir vilja fá að dreifa plötunum mínum og fá mig í almennilega tónleikaferð,“ segir hann og hlakkar til að endurnýja kynni sín af andfætlingum okkar. Svavar hefur í nógu að snúast því eftir tvær vikur fer hann til Toronto og spilar á tónlistarhátíðinni North By Northwest. Sumarið verður síðan undirlagt af tónleikum hér heima. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið er að hætta í dagvinnunni og vera listamaður. Maður þarf ekkert mikið til að lifa og þetta er stórskemmtilegt,“ segir hann. „Þetta er líka miklu erfiðari vinna en ég hef áður unnið og það er það sem ég fíla. Það er gaman að vera alltaf á kafi í vinnu.“ -fb
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira