Lífið

Amy dömpaði Blake - byrjuð með nýjum

Nú er bara spurning hvort Amy nái sér á beinu brautina.
Nú er bara spurning hvort Amy nái sér á beinu brautina.
Söngkonan Amy Winehouse og fyrrum eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, eru hætt saman - aftur.

Talið var að þau ætluðu að gifta sig aftur nú á árinu eftir að þau tóku saman aftur í vetur. Amy og Blake voru gift í tvö ár en hann eyddi reyndar mestum þeim tíma í fangelsi. Amy var á meðan í stanslausu rugli. Þau skildu síðan í fyrra.

Vinir og fjölskylda Amy höfðu miklar áhyggjur af því að þau tækju saman aftur enda fylgir Blake heróín- og önnur fíkniefnaneysla. Föður hennar var því nokkuð létt þegar hann sagði frá nýjum kærasta í viðtali á skoskri sjónvarpsstöð. Kærastinn heitir Reg Traviss og er í kvikmyndabransanum, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi.

„Ég er ánægður með nýja kærastann og að hún sé komin á betri stað. Hann er bara venjulegur gaur og viðkunnalegur,“ sagði pabbi Winehouse. Parið hefur síðan sést víða um London, úti að borða, í göngutúr og að knúsast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.