Lífið

Snipes leikur Brown

Snipes leikur tónlistarmanninn James Brown í nýrri mynd um ævi hans.
Snipes leikur tónlistarmanninn James Brown í nýrri mynd um ævi hans.
Wesley Snipes mun leika goðsögnina og guðföður sálartónlistarinnar, James Brown, í væntanlegri kvikmynd byggðri á ævi hans. Leikstjóri verður Spike Lee sem hefur áður unnið með Snipes.

„Við erum að leita að fjármagni. Við hittum dætur hans og fengum samþykki þeirra," sagði Snipes. „Ég býst við að þetta verkefni taki um það bil ár. Rétt áður en heimurinn ferst árið 2012 sýni ég ykkur James Brown."

Hinn 47 ára Snipes segir að Michael Jackson og James Brown séu þær manneskjur sem hafi haft mest áhrif á hann í uppvextinum. „Við hlustuðum á Michael Jackson og James Brown á hverjum einasta degi heima hjá okkur. Ég hlusta enn á þá á hverjum degi með dætrum mínum."

Dauði Jacksons í fyrra hafði mikil áhrif á leikarann, eins og svo marga aðra. „Ég vona bara að skaparinn sendi okkur einhvern tímann annan engil í líkingu við hann. Ef ekki, þá höfum við líklega misst meira en bara manneskju."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.