Lífið

Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla

Benedikt segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaunin af honum.
Benedikt segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaunin af honum.
„Ég er fullkomlega vanmáttugur og þetta er mikil upplausn. Ég þarf að skoða minn hug," segir leikstjórinn og leikarinn Benedikt Erlingsson.

Leikskáldið Jón Atli Jónasson, hefur neitað að taka við tilnefningum fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari verðlaunanna. Hann hvetur aðra í stéttinni til að sniðganga Grímuna í ár. Líklegt þykir að Benedikt Erlingsson sé einn þeirra leikara sem talið er líklegt að verði tilnefndir á föstudaginn. Hann segist ekki vera búinn að ákveða afstöðu sína til málsins.

„Þetta er stór og mikill gjörningur sem Jón Atli hefur sett af stað," segir Benedikt. „Þessi gjörningur krefur mann til að taka afstöðu til forsetans og þeirra hugmyndafræði sem hann predikaði um Ofuríslendinginn. Ég get ekki á þessari stundu sagt hver mín viðbrögð eru."

Benedikt segir alla þurfa að taka ábyrgð á samfélagi okkar og þeim gildum sem fólk vill standa fyrir. „Ég held að ég tali fyrir marga þegar ég segi að það er ekki hlaupið frá því að taka afstöðu til þessa máls," segir hann.

Leikurum þykir ekki leiðinlegt að taka við verðlaunum. Gerir það ákvörðunina erfiðari?

„Það er hræðilegt að fá ekki að taka við verðlaununum sínum. Þú ferð ekki nær inn í nærbrækurnar á listamanni en að taka af honum verðlaunin. Það er verra en að klæða hann úr nærbrókunum," segir Benedikt. - afb






Tengdar fréttir

Jón Atli neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar

Jón Atli Jónasson leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímunnar. Ástæðuna segir hann vera að hann neiti að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem verndara hennar. Í yfirlýsingu sem hann sendi nú undir kvöld segist hann „gera þetta í krafti þess að það er of margt sem hann þarf að svara í forsetatíð sinni til að geta borið titilinn verndari Grímunnar".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.