Fleiri fréttir

Húsfyllir á tískusýningu

Fatahönnuðurinn Mundi sýndi nýja línu sína í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöld. Öll módelin voru krakkar með Downs-heilkenni.

Robbie vill aftur í Take That

Robbie Williams hefur hug á að ganga að nýju til liðs við Take That, hljómsveitina sem kom honum fyrst á kortið fyrir hartnær tveimur áratugum síðan. Robbie segir í samtali við breska blaðið Mirror að hann telji að gömlu félagar hans muni taka á móti honum.

Íslenskir tónlistarmenn flytja nýtt lag til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Nýtt lag er komið út og skartar nokkrum af bestu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins. Lagið heitir „Það birtir til" og er eftir tónlistarmanninn, lagahöfundinn og útvarpsmanninn Ívar Halldórsson. Í fyrra gaf hann frá sér lagið „Colors of Love" í tilefni 20 ára afmælis ABC barnahjálpar sem Regína Ósk söng af mikilli prýði og „Fullkomna vera" sem hann söng sjálfur.

Vangaveltur um endalok U2

Næsta tónleikaferðalag hljómsveitarinnar U2 gæti orðið síðasta tækifæri aðdáenda til þess að berja goðin augunm

Þorgerður Katrín toppar Hillary í fegurð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í 29. sæti á heimslistanum yfir fallegustu stjórnmálakonur heims. Eins og meðfylgjandi list sýnir toppar Þorgerður Hillary Clinton sem er í 34. sæti listans. Athygli vekur að engin bresk kona er á listanum.

Bryndís Baldursdóttir er Afrekskona Létt Bylgjunnar

Árlegt Konukvöld Létt Bylgjunnar fór fram í Smáralindinni í gærkvöldi. Hera Björk var kynnir og þótti farast það hlutverk vel úr hendi. Einnig tók hún kröftugt lokalag, lagið sem hafnaði í 2. sæti í Eurovision-undankeppni Dana fyrir stuttu.

Söngvaseiður frumsýndur í maí

Miðasala hófst í dag á söngleikinn Söngvaseið sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 8. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að löng biðröð hafði myndast áður en miðasala var opnuð og ekkert lát hafi verið á sölu í allan dag. Um sexleytið í kvöld hafi verið orðið uppselt á yfir 20 sýningar og hafi aldrei selst fleiri miðar á einum degi fyrr eða síðar.

Samdi hjartnæmt grínatriði

Pétur Jóhann, Jón Gnarr, Páll Óskar og Jóhanna Guðrún verða á meðal þeirra sem koma fram í skemmtiþætti Stöðvar 2 á laugardagskvöld þar sem safnað verður fyrir Hjartaheill. Markmiðið er að safna fyrir nýrri hjartaþræðingavél sem kostar yfir 300 milljónir króna. Þema útsendingarinnar verður ástin, róman­tíkin og allt það sem talist getur hjartfólgið.

Kanye West mætir á Hróarskeldu

Það stefnir í mikla hip hop gleði á Hróarskelduhátíðinni í ár. Í síðustu viku var sagt frá því að Lil Wayne mun koma fram á hátíðinni í ár. Hátíðarhaldarar eru hvergi nærri bangnir og tilkynntu í dag að hip hop og R&B stórstirnið Kanye West hefur bæst í hóp þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár ásamt bandarísku hljómsveitinni Eagles of Death Metal og Dönunum í Oh No Ono og Peter Sommer.

Ásdís Rán kynþokkafyllst í Ísland í dag

„Í þessum hluta heimsins eru blondínur í guðatölu þó það sé kannski ekki beint áhugavert fyrir okkur Íslendingana," skrifar Ásdís Rán á bloggið sitt. Ásdís sigraði í gærkvöldi á árlegum fagnaði sem haldinn er í Búlgaríu í flokknum „The sexiest blond of the year". „Blondes do it better! hehe.." skrifar Ásdís Rán ánægð með titilinn. Meira um Ásdísi Rán í sjónvarpþættinum Ísland í dag sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2.

Forsætisráðherra tilnefnd sem Afrekskona ársins

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gæti hlotið nafnbótina Afrekskona Létt Bylgjunnar 2009, en Létt Bylgjan tilkynnti í dag hvaða fimm konur hlutu tilnefningar sem Afrekskona Létt Bylgjunnar 2009.

Rúmlega fjögur þúsund vilja lögleiða kannabis

Rúmlega fjögur þúsund manns vilja lögleiða kannabis og skattleggja neysluna ef marka mað meðlimaskrá hóps á Facebook sem berst fyrir þessu. Þar segir að hópurinn vilji breyta fíkniefnalöggjöfinni og knýja á um nýjar áherslur í fíknefnamálum landsins.

Íslenskur kynskiptingur og kærasti opna sig - myndband

Valur Einarsson, betur þekktur sem Vala Grand Einarsdóttir, sem er á leið í kynskiptiaðgerð, verður gestur Ísland í dag sem hefst strax að loknum kvöldfréttum. Ísland í dag heimsótti Völu og kærastann hennar, Baldvin Vigfússon. Þau ræða opinskátt um ástina, hvernig þau kynntust, viðbrögð fjölskyldunnar og erfiða aðgerð sem er framundan hjá Völu þar sem kynfærin verða fjarlægð. Einnig verður farð yfir skuldastöðu heimilanna með Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra og Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi.

Konur standa í biðröðum eftir vinnu á nektarstöðum

Bandarískar konur standa nú í biðröðum eftir því að fá vinnu sem súludansmeyjar á nektarstöðum. Hugsanlega er erfitt að læra fagið, segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið en það getur verið mikið að hafa upp úr starfinu.

Frægari en hann vildi viðurkenna

Í tilkynningu frá sundkappanum Benedikt S. Lafleur, kemur fram að hann er ekki félagi L listans og hefur ekki hug á nokkurn hátt að styðja það stjórnmálaafl eða er handgenginn því framboði á nokkurn hátt.

Felipe Massa veðjar á orkudrykk Eiðs Smára

Drykkjavöruframleiðandinn Soccerade, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, hefur gert samning við ökuþórinn Felipe Massa um að vera andlit drykkjarins. Hann verður í góðum félagsskap.

Einar opnar Officeraklúbbinn með látum

„Það er bara verið að opna stærsta skemmtistað landsins. Tvö þúsund fermetrar af fjöri,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands fjallbrattur.

Rihanna og Brown með kynlífsmyndband

Rihanna óttast nú að kynlífsmyndband sem hún er sögð hafa gert með fyrrverandi kærasta sínum Chris Brown verði gert opinbert. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins Star eru Chris Brown og Rihanna ekki saman sem stendur þrátt fyrir að hafa tekið aftur saman eftir að Brown réðst á hana í síðasta mánuði.

Up opnar Cannes-hátíð

Opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar, sem verður haldin í 62. sinn í maí, verður þrívíddarteiknimyndin Up frá framleiðandanum Disney-Pixar. Þetta verður í fyrsta sinn sem teiknimynd frá Disney er sýnd við opnun hátíðarinnar.

U2 hættir á endanum

Larry Mullen Jr., trommari U2, segir að hljómsveitin muni ekki starfa endalaust. „Sú stund mun renna upp að við segjum að nú sé best að hætta,“ sagði hinn 47 ára Mullen. „Hljómsveitin getur ekki haldið áfram endalaust, hún bara getur það ekki.“

Kama Sutra vinsæl í kreppunni

„Jú, það er nú samasem merki þar á milli, það er að segja að aukinn áhugi fólks skili sér í aukinni sölu,“ segir Heiðar I. Svansson hjá Forlaginu.

Paltrow með sektarkennd

Leikkonan Gwyneth Paltrow finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í hasarmyndinni Iron Man 2. Upptökur eru að hefjast í Bandaríkjunum og Paltrow finnst slæmt að þurfa að rífa börnin sín tvö, hina fjögurra ára Apple og hinn eins árs Moses, í burtu frá sínu hefðbundna umhverfi í London. „Ég finn til sektarkenndar sem móðir vegna þess að dóttir mín hlakkar til en sonur minn segir: „Ég vil ekki fara í burtu"," sagði Paltrow. „Ég leik samt eiginlega aldrei í kvikmyndum. Ég er eiginlega alltaf með börnunum mínum."

Vill pólitíska þátttöku

Billie Joe Armstrong, söngvari Green Day, segir að nýjustu plötu sveitarinnar, 21st Century Breakdown, sé ætlað að hvetja almenning til pólitískrar þátttöku.

Laddi til liðs við Rokland

„Við stefnum á tökur í ágúst," segir Snorri Þórisson, framleiðandi kvikmyndarinnar Rokland sem byggð er á samnefndri sögu Hallgríms Helgasonar. Marteinn Þórsson leikstýrir myndinni og Ólafur Darri Ólafsson verður í hlutverki bloggarans Bödda. Snorri sagði að ekki væri búið að ákveða frumsýningardag en útilokaði ekki að það yrði jafnvel um jólin. „Við verðum annaðhvort síðasta íslenska myndin á árinu eða sú fyrsta 2010."

Kassettan í útvarpið

Útvarpsþátturinn Kassettan hefur göngu sína á X-inu 977 næsta laugardag, 28. mars, í umsjón Ómars Eyþórssonar. Í þættinum, sem verður á dagskrá frá 10 til 12, verður einblínt á nýja tónlist. Hljómsveitir geta sent lögin sín til þáttarins á síðuna omar@x977.is og eina skilyrðið er að upptökugæðin séu í lagi.

Brad Pitt of myndarlegur

Kevin Macdonald, leikstjóri myndarinnar State of Play, er ánægður með að hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í myndinni. Ástæðan er sú að hann var of myndarlegur fyrir hlutverkið.

Uppselt á tónleika Rökkurróar

„Þetta er alveg fáránlegt því við vorum að búast við um 30 manns," segir Árni Þór Árnasson, gítar- og bassaleikari í hljómsveitinni Rökkurró, um tónleika sveitarinnar í Hannover í síðustu viku. Þar mættu um 130 tónleikagestir og vísa þurfti 50 manns frá vegna plássleysis. Rökkurró heldur alls sautján tónleika á ferðalagi sínu um Evrópu og voru komin hálfa leið til Würzburg þegar blaðamaður náði tali af þeim á föstudag.

Bað um áritun Valentino

Anne Hathaway bað ítalska fatahönnuðinn Valentino Garavani um að árita kjól sinn í einkasamkvæmi síðasta þriðjudag. Atvikið átti sér stað í matarboði sem haldið var til heiðurs tískukónginum sem er 76 ára. Hann var í þann mund að heilsa gestum sínum þegar hann rak sig í vínglas og helltist úr því yfir kjól Hathaway.

Jade Goody er dáin

Breska raunveruleikaþáttastjarnan Jade Goody lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Hún var tuttugu og sjö ára.

Beygluð Beckham

Fyrrum kryddpían og núverandi fótbolta-eiginkonan, Victoria Beckham, beygir sig og beyglar fyrir hátískurisann Armani. Sjálf hefur hún kvartað yfir því að hún líti hræðilega út nakin, samt sem áður er hún glæsileg í Armani myndatökunni.

Idol-Siggi hættir keppni

Sigurður Magnús Þorbergsson, Idol-Siggi, hefur afþakkað tólfta sætið í Idol Stjörnuleit en fyrsta beina útsendingin úr Smáralind er í kvöld á Stöð 2. Idol-Siggi segist taka þessa ákvörðun m.a. að tillitsemi við aðra keppendur í Idol Stjörnuleit en hann mun engu að síður taka lagið á stóra sviðinu í kvöld.

Lést eftir léttvægt höfuðhögg

Leikkonan Natasha Richardson lést af áverkum sem hún fékk eftir léttvægt högg sem hún hlaut á höfði. Læknar staðfestu þetta nú í kvöld en leikkonan slasaðist í skíðabraut fyrir byrjendur í Kanada.

Birna flytur ljóð á Rósenberg

„Ég performera ljóðin mín aðeins með aðstoð Gæðablóðanna því þá tekst mér það betur en ella því Gæðablóðin eru svo góð og skilja mig svo vel og tónlist og ljóð fara vel saman. Tjáningin getur runnið saman í eitt og það er mjög skemmtilegt," svarar Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri Mnningarfylgdar Birnu aðspurð aðspurð um ljóðaflutning hennar sem fram fer á morgun klukkan hálfsex á Café Rósenberg á Klapparstígnum. Birna mun flytja ljóð úr nýútkominni ljóðbók sinni Birna þó ... við undirleik Gæðablóðspilta Tómasar Tómassonar og Magnúsar R. Einarssonar. Aðgangur er ókeypis.

Natasha Richardson látin

Leikkonan Natasha Richardson lést á sjúkrahúsi í New York í gær eftir að hafa lent í skíðaslysi og hlotið höfuðáverka í Kanada á mánudaginn. Móðir Natösju, leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Vanessa Redgrave, var viðstödd andlát dóttur sinnar og einnig eiginmaðurinn Liam Neeson, en hann er einnig leikari.

Hélt matreiðslunámskeið fyrir þingmenn - uppskriftir

Wafaa Nabil Yousif Al Quinna er ein þeirra átta palestínsku kvenna sem fluttust til Akraness síðastliðið haust. Wafaa er 32 ára gömul þriggja barna móðir sem starfaði við bókhald í Írak áður en hún þurfti að flýja þaðan.

Áttunda Food & fun hátíðin sett í Reykjavík

Áttunda Food & fun hátíðin var sett í dag við hátíðlega athöfn. Það var Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- sjávarútvegs- og fjármálaráðherra sem setti hátíðina sem hefur vakið mikla lukku undanfarin ár.

Rammíslenskur plötusnúður gerir víðreist á SXSW

Hinn íslenski skífuþeytir Illugi Magnússon, betur þekktur undir listamannsheitinu DJ Platurn, stimplar sig heldur betur hressilega inn á tónlistarhátíðina SXSW („South by Southwest“) í Texas en hún hefst einmitt í dag og stendur fram á sunnudag.

Pétur Jóhann á föstu með verkfræðinema - myndband

„Pabbi er svolítið stífur og sá mig meira fyrir sér með lögfræðingi eða verkfræðingi," segir Sigrún Halldórsdóttir verkfræðinemi sem er kærasta Péturs Jóhanns Sigfússonar leikara. Viðtal við Sigrúnu, Audda og fjölskyldu Péturs Jóhanns má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Íslensk Playboyfyrirsæta umvafin stórstjörnum

„Ég er reyndar boðið að fara til Miami," segir Ornella Thelmudóttir fyrirsæta aðspurð frétta. „Mér var boðið að fara þangað á tískusýningar þar sem Olsen systurnar eru að sýna línuna sem þær eru með og Loren úr Hills þáttunum verður líka með show og margir aðrir," segir Ornella. „Síðan fer ég í kokteilboð með fræga fólkinu. Sem er ekki verra," segir hún hlæjandi og bætir við: „Það er mikill heiður að fá að fara og vera boðið allt þetta. Maður getur ekki kvartað að vera kominn inní svona hóp," segir Ornella áður en kvatt er.

IDOL Siggi fær annan sjéns

Sigurði M. Þorbergsyni var boðið að taka tólfta sætið í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann ákvað eftir smá umhugsunarfrest að taka því og verður því meðal keppenda í Smáralindinni þann 20.mars. Sigurður fór í gegnum mikla rússíbanareið á föstudagskvöldinu þegar honum var hafnað í þrígang. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir þetta hafa verið bestu lausnina á mannlegum mistökum.

Eiginkona Liam Neeson alvarlega slösuð

Leikkonan Natasha Richardsson, eiginkona leikarans Liam Neeson slasaðist á skíðum í nágrenni Montreal. Leikkonan þjáist af alvarlegum höfuðáverkum eftir óhappið. Samstundis og Liam Neeson frétti af slysinu yfirgaf hann upptökustað þar sem kvikmyndin Chloe er mynduð. Hjónin eiga tvo syni Micheal, 13 ára, og Daniel, 12 ára. Natasha fór með hlutverk í kvikmyndunum The Parent Trap, Nell, og The Handmaid's Tale.

Hernaðarleyndarmál Einars Bárðar

„Ég vil ekkert gefa upp um neitt," svarar Einar Bárðarson aðspurður um opnunina á Officera Klúbbnum á Herstöðinni á Vallarheiði sem ákveðið hefur verið að færa aftur um viku. „Þetta eru hernaðarleyndarmál þarna við hvert fótmál og engin leið að fara opna á einhverja leka núna rétt fyrir opnun" segir Einar hlæjandi.

Sjá næstu 50 fréttir