Lífið

Laddi til liðs við Rokland

Rokland fer í tökur í ágúst og verður hugsanlega frumsýnd um jól eða áramót. Marteinn Þórsson er leikstjóri myndarinnar.
Rokland fer í tökur í ágúst og verður hugsanlega frumsýnd um jól eða áramót. Marteinn Þórsson er leikstjóri myndarinnar.

„Við stefnum á tökur í ágúst," segir Snorri Þórisson, framleiðandi kvikmyndarinnar Rokland sem byggð er á samnefndri sögu Hallgríms Helgasonar. Marteinn Þórsson leikstýrir myndinni og Ólafur Darri Ólafsson verður í hlutverki bloggarans Bödda. Snorri sagði að ekki væri búið að ákveða frumsýningardag en útilokaði ekki að það yrði jafnvel um jólin. „Við verðum annaðhvort síðasta íslenska myndin á árinu eða sú fyrsta 2010."

Stikla fyrir myndina hefur verið sett á netið þótt tökur séu ekki hafnar. Snorri segir að hún hafi verið gerð til kynna myndina fyrir erlendum fjárfestum og hún hafi meðal annars verið sýnd í Berlín og hlotið þar góðar viðtökur. Stíllinn á myndinni verði í þessum dúr en þar er blandað saman teiknimyndum og lifandi myndum.

Snorri bjóst ekki við að stórvægilegar breytingar yrðu gerðar á leikhópnum en samkvæmt vefsíðunni logs.is kemur Laddi inná fyrir Þorstein Bachman. Snorri vildi ekki staðfesta þennan orðróm, sagði að enn ætti eftir að klára alla samninga við leikara og tökulið. „Ég reikna samt ekki með miklum breytingum þar á."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.