Lífið

Rúmlega fjögur þúsund vilja lögleiða kannabis

MYND/ÚR SAFNI

Rúmlega fjögur þúsund manns vilja lögleiða kannabis og skattleggja neysluna ef marka mað meðlimaskrá hóps á Facebook sem berst fyrir þessu. Þar segir að hópurinn vilji breyta fíkniefnalöggjöfinni og knýja á um nýjar áherslur í fíknefnamálum landsins.

Þannig vill hópurinn bjarga fjárhag heilbrigðiskerfisins, lögreglunnar og fangelsismálastofnunnar og hætta að henda peningum út um gluggann.

„Hópur þessi er fyrir skoðanaskipti vegna kannabismála á Íslandi og breytingar á fíkniefnalöggjöfinni. Umræður um lögleiðingu annarra (núverandi) ólöglegra vímuefna verða að eiga sér stað á öðrum vettvangi og munu stjórnendur hópsins áskilja sér rétt til að eyða slíkum athugasemdum eða póstum án viðvaranna," segir á síðu hópsins.

Nú þegar hafa rúmlega fjögur þúsund manns skráð sig í hópinn en nánari upplýsingar má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.