Lífið

Eiginkona Liam Neeson alvarlega slösuð

Natasha Richardsson og  Liam Neeson.
Natasha Richardsson og Liam Neeson.

Leikkonan Natasha Richardsson, eiginkona leikarans Liam Neeson, slasaðist alvarlega þegar hún var á skíðum í nágrenni Montreal.

Leikkonan þjáist af alvarlegum höfuðáverkum eftir óhappið.

Samstundis og Liam Neeson frétti af slysinu yfirgaf hann upptökustað þar sem hann vinnur við gerð kvikmyndarinnar Chloe.

Ben Barnes, Natasha Richardson og Liam Neeson í maí í fyrra á frumsýningu kvikmyndarinnar The Chronicles of Narnia: Prince Caspian.

Hjónin eiga tvo syni Micheal, 13 ára, og Daniel, 12 ára.

Natasha fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum The Parent Trap, Nell, og The Handmaid's Tale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.