Lífið

Kama Sutra vinsæl í kreppunni

Vinsæl í kreppunni enda konfekt fátæka mannsins að sögn Forlagsmanna.
Vinsæl í kreppunni enda konfekt fátæka mannsins að sögn Forlagsmanna.

„Jú, það er nú samasem merki þar á milli, það er að segja að aukinn áhugi fólks skili sér í aukinni sölu,“ segir Heiðar I. Svansson hjá Forlaginu.

Forlagið hefur endurútgefið Kama Sutra eftir breska kynlífsfræðinginn Anne Hopper og segir í tilkynningu að það sé vegna aukinna vinsælda. Í bókinni eru settar fram kenningar fornra erótískra meistaraverka og prýðir bókina fjöldi ljósmynda sem sýna stellingarnar sem lýst er í fornum austurlenskum ritum. Jú, ályktunin sem Hreiðar vekur athygli á er svipuð og segja himininn bláan. Aukinn áhugi lýsir sér líkast til í aukinni sölu en hvað veldur þessum áhuga núna?

Kynlíf hefur stundum verið kallað ópera fátæka mannsins með vísan til þess að alla jafna er þetta ódýr skemmtun. „Jú, og þegar bækur eru á jafn góðu verði og þær eru í dag eru þær konfekt fátæka mannsins. Og um leið opna þær honum leið og færa honum gott veganesti til áframhaldandi sparnaðar með ódýrri skemmtun heima fyrir,“ segir Heiðar.- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.