Lífið

Kassettan í útvarpið

Ómar Eyþórsson Leyfir nýjum hljómsveitum að koma sér á framfæri.
fréttablaðið/stefán
Ómar Eyþórsson Leyfir nýjum hljómsveitum að koma sér á framfæri. fréttablaðið/stefán

Útvarpsþátturinn Kassettan hefur göngu sína á X-inu 977 næsta laugardag, 28. mars, í umsjón Ómars Eyþórssonar. Í þættinum, sem verður á dagskrá frá 10 til 12, verður einblínt á nýja tónlist. Hljómsveitir geta sent lögin sín til þáttarins á síðuna omar@x977.is og eina skilyrðið er að upptökugæðin séu í lagi.

Að sögn Ómars myndast þarna kærkomið tækifæri fyrir hljómsveitir að koma sér á framfæri en margir kvarta yfir því að erfitt sé að komast að í útvarpi. Stefnt er að því að velja eitt lag í mánuði úr þeim sem berast og setja það í spilun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.