Lífið

Á leið til Rússlands á kvikmyndahátíð

ellyarmanns skrifar
Tinna Hrafnsdóttir.
Tinna Hrafnsdóttir.

„Þessa dagana er ég að klára að skipuleggja sumarið og þá ber hæst undirbúningur á spennandi ferð til Rússlands," svarar Tinna Hrafnsdóttir leikkona þegar Vísir spyr hana frétta.

„Kvikmyndinni Veðramót var nýlega boðið að taka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu (MIFF) núna í júní sem er ein af virtustu kvikmyndahátíðum heims."

„Mér bauðst að vera viðstödd hátíðina sem ég þáði með mikilli ánægju og eflaust verður mikil upplifun að heimsækja þessa mögnuðu borg. Ég hef ekki komið þangað áður en veit að hún er engri lík."

„Við verðum í viku svo tækifæri ætti að skapast til að skoða borgina. En fyrst og fremt er ýmislegt spennandi sem fylgir þátttöku á kvikmyndahátíðinni sjálfri svo þetta á hiklaust eftir að verða töluvert ævintýri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.