Lífið

CSI stjarna dæmd í eiturlyfjameðferð

MYND/Getty

CSI leikarinn Gary Dourdan var handtekinn í Palm Springs sofandi í bíl sínum 28. apríl síðastliðinn. Við leit á leikaranum fundust heróín, kókaín, alsæla og lyfseðilsskyld lyf.

Dourdan var fluttur í fangelsið í Palm Springs, þar sem hann var síðar látinn laus gegn fimm þúsund dollara tryggingu.

Í dag var leikarinn dæmdur fyrir að hafa í fórum sínum kókaín og alsælu en í stað fangelsisvistar var hann skikkaður í eiturlyfjameðferð.

Lögmaður Dourdan segir að leikarinn sjái eftir gjörðum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.