Lífið

Opnar viðskiptabókabúð í niðursveiflu

Breki Logason skrifar
Dögg Hjaltalín opnar viðskiptabókabúð á föstudaginn.
Dögg Hjaltalín opnar viðskiptabókabúð á föstudaginn.

„Viðskipti eru svo fjölbreytt og fjalla ekki bara um peninga, heldur líka fólk," segir Dögg Hjaltalín sem á föstudaginn opnar viðskiptabókabúðina Skuld á Laugaveginum. Hún segist upplifa nokkra þörf fyrir slíka búð enda hafi íslendingar mikinn áhuga á viðskiptum.

„Ég hef lesið svo mikið sjálf og kaupi svona bækur erlendis. Ég held það sé þörf fyrir viðskiptabækur á Íslandi," segir Dögg sem bíður ekki einungis upp á viðskiptabækur í hefðbundnum skilningi þess orðs.

„Ég er með DVD diska sem tengjast viðskiptum, einhverjar fræðibækur, stjórnunarbækur um fyrirtæki og sögur fyrirtækja. Einnig lífstílsbækur og margt annað sem fellur undir þennan málaflokk."

Nafnið á búðinni var mikill hausverkur fyrir Dögg sem á endanum valdi nafnið Skuld. „Hún er náttúrulega örlaganorn framtíðarinnar og svo hefur þetta tvíræða merkingu fyrir utan það að þetta er fallegt íslenskt nafn."

Dögg sem áður starfaði hjá Eimskip og síðar sem blaðamaður á Markaðnum og Viðskiptablaðinu segir aldrei hafa verið meiri umfjöllun um viðskipti og efnahagsmál og einmitt núna. Bendir hún á þrjú viðskiptablöð sem fjöldi fólks les á hverjum degi.

„Nú getur fólk kynnt sér málin betur og t.d komist að því hvað skuldatryggingarálag þýðir," segir Dögg og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.