Lífið

Ungfrú Ísland þarf að bera sig vel

Valgeir Magnússon.
Valgeir Magnússon.

„Að mínu mati þarf fegurðardrottning Íslands að hafa mikinn og sterkan karakter til að geta tekist á við að keppa í stórri keppni erlendis og staðið út úr," segir Valgeir Magnússon sem situr í dómnefnd Fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fer á veitingahúsinu Broadway á morgun, föstudag.

„Hún þarf að geta verið góður fulltrúi fyrir Ísland, bera sig vel og hafa mikla útgeislun."

„Ég legg mikla áherslu á að þær sem komi til greina séu metnaðarfullar og hafi sýnt það á einhvern hátt fyrr í lífinu sama hvort það er í námi, starfi, íþróttum eða félagsmálum."

„Þannig karakter held ég að brotni síður niður þegar í ljónagryfju er komið eins og keppni 100 stelpna sem allar eru sigurvegarar fyrir."

Jóhanna Vala Ungfrú Ísland 2007 fyrir miðju, Katrín Dögg til vinstri og Fanney Lára til hægri MYND/Ungfrú Ísland

„Margar hverjar í Miss World og Miss Universe hafa farið í gegnum ótal fyrri keppir áður og vita upp á hár hvernig eigi að ná athygli dómnefndarinnar."

„Þar þarf að standa út úr strax. Stelpurnar sem eru í úrslitum um Ungfrú Ísland hafa nánast allar útlitslega séð það sem þarf til að bera titilinn og mun því sviðsframkoma og útkoma úr viðtölum gera upp á milli að mínu mati."

Heimasíða keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.