Lífið

Íslensk vinkona Naomi segir hana sköllótta

Ofurfyrirsætan geðstirða, Naomi Campbell er að verða sköllótt. Þetta segir vinkona hennar, hin íslenska Huggy Ragnarsson, við Sun dagblaðið.

Vangaveltur hafa verið um síhækkandi enni fyrirsætunnar um nokkurt skeið. Myndir náðust svo af henni í síðustu viku fyrir utan lögreglustöð á Heathrow með það sem virðist vera skallablettur.

Blaðið hefur eftir Huggy, sem vann með Naomi á hátindi ferils hennar, að hún hafi byrjað að missa hárið fyrir fimmtán árum, eftir að hafa ítrekað hunsað ráðleggingar um að hætta að nota hárlengingar. Huggy, sem er ljósmyndari, og dómari í Britains Next Top Model vandar Naomi annars ekki kveðjurnar. Hún segir hana mislynda og bera afar litla virðingu fyrir fólki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.