Lífið

Iceland Express afhjúpar nýtt afþreyingarkerfi

Spilarinn mun stytta farþegum félagsins stundir.
Spilarinn mun stytta farþegum félagsins stundir.
Bíómyndir, tölvuleikir og heilsufæði er það sem koma skal í flugvélum Iceland Express á næstunni. Félagið kynnti nýjungar um borð í vélum sínum í Berlín í dag.

Flugélagið hefur fest kaup á nýju afþreyingarkerfi sem þeir kalla ferðafélagann. Farþegar geta leigt tækið um borð, en því er hægt að horfa á kvikmyndir, sjónvarpsþætti og barnefni, ásamt því að spila tölvuleiki. Þá hefur félagið gert samning við Ávaxtabílinn um sölu á heilsuréttum frá þeim í vélunum.

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express sagði á kynningarfundinum í dag að með nýjungunum vildi félagið koma enn frekar til móts við þarfir viðskiptavina sinna. Flugfélagið ráðgerir einnig að bjóða upp á svokallaðan deluxe pakka, þar sem fólk getur bókað sig fram fyrir röð og valið sér sæti, mat og þá þjónustu sem það vill um borð þegar það bókar miðann á netinu.

Mattías segir kostnaðinn við kerfið hlaupa á milljónum, en það muni þó standa undir sér. ,,Þetta kostar einhverjar milljónir, en er töluvert frá þeim milljörðum sem önnur félög hafa verið að eyða í sambærileg kerfi" segir Matthías. ,,Það er ákveðið viðskiptamódel á bak við allt sem við gerum. Fyrir utan það að þetta sé aukin þjónusta og gæði fyrir okkar farþega reiknum við með því að þetta komi til með að standa undir sér."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.