Opnar svefnherbergið á aldarafmælinu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 29. maí 2008 13:37 Listamaðurinn í svefnherbergi sínu. MYND/Ólöf Björg Hafnfirðingar fagna 100 ára afmæli bæjar síns með margvíslegum hætti þessa dagana undir heitinu Heimboð í Hafnarfjörð. Liður í afmælishaldinu er þegar hafnfirskir listamenn opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi milli klukkan 18 og 22 í kvöld. Verkin eru að öllum líkindum af margvíslegum toga og vinnustofurnar eins mismunandi og gengur og gerist. Fáir verða þó á jafnpersónulegum nótum og myndlistarkonan Ólöf Björg Björnsdóttir en hún hefur fært listvinnustofu sína inn í hin helgustu vé - sitt eigið svefnherbergi. „Vinnustofan mín var í stofunni en svo fæddist þessi hugmynd," útskýrir Ólöf. „Listagyðjan þurfti bara meira pláss. Rúmið fór þess vegna inn í stofu og svefnherbergið er vinnustofa og aldrei að vita nema það verði að galleríi í fyllingu tímans," segir hún og bætir því við að persónulegt andrúmsloft svefnherbergisins lyfti sköpunargáfu hennar í hæstu hæðir. Dansar með penslana „Ég er mjög einlæg í minni myndlistarvinnu og nota gjarnan blandaða tækni, oft málverk eða ljósmyndir ásamt öðrum hlutum. Svo tala ég við mismunandi skynfæri, t.d. með því að nota lykt, t.d. hreingerningarlykt eða kryddlykt," segir Ólöf enn fremur. Hún segir listsköpun sína vera mjög líkamlega og reyni hún iðulega að skapa ákveðna stemmningu þegar hún málar, t.d. með því að hafa ákveðinn ilm í herberginu, kertaljós eða tónlist „og oft dansa ég þegar ég er að mála. Það verður meiri einlægni í verkunum og sérstaklega ef maður notar svefnherbergið þar sem maður fær oft góðar hugmyndir milli svefns og vöku, mann dreymir þarna og svo framvegis," segir Ólöf. Ólöfu þykir að eigin sögn mjög vænt um Hafnarfjörð þar sem hún hefur lengi búið og margir í hennar fjölskyldu langt aftur í aldir. Hyggst hún því bjóða verk sín til sölu á sýningunni í kvöld á sérstöku verði: „Ég veit af fólki sem er hrifið af verkum mínum og langar að kaupa þau svo þetta er mjög góður tíma til að koma og fá þau á afmælisverði. Svo er aldrei að vita nema ég leyfi fólki að prófa að mála," segir Ólöf að lokum og klykkir út með því að hún framlengi jafnvel sýninguna um einhverja daga verði mæting og stemmning góð í kvöld. Ólöf er búsett að Engjahlíð 5 í Hafnarfirði. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Hafnfirðingar fagna 100 ára afmæli bæjar síns með margvíslegum hætti þessa dagana undir heitinu Heimboð í Hafnarfjörð. Liður í afmælishaldinu er þegar hafnfirskir listamenn opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi milli klukkan 18 og 22 í kvöld. Verkin eru að öllum líkindum af margvíslegum toga og vinnustofurnar eins mismunandi og gengur og gerist. Fáir verða þó á jafnpersónulegum nótum og myndlistarkonan Ólöf Björg Björnsdóttir en hún hefur fært listvinnustofu sína inn í hin helgustu vé - sitt eigið svefnherbergi. „Vinnustofan mín var í stofunni en svo fæddist þessi hugmynd," útskýrir Ólöf. „Listagyðjan þurfti bara meira pláss. Rúmið fór þess vegna inn í stofu og svefnherbergið er vinnustofa og aldrei að vita nema það verði að galleríi í fyllingu tímans," segir hún og bætir því við að persónulegt andrúmsloft svefnherbergisins lyfti sköpunargáfu hennar í hæstu hæðir. Dansar með penslana „Ég er mjög einlæg í minni myndlistarvinnu og nota gjarnan blandaða tækni, oft málverk eða ljósmyndir ásamt öðrum hlutum. Svo tala ég við mismunandi skynfæri, t.d. með því að nota lykt, t.d. hreingerningarlykt eða kryddlykt," segir Ólöf enn fremur. Hún segir listsköpun sína vera mjög líkamlega og reyni hún iðulega að skapa ákveðna stemmningu þegar hún málar, t.d. með því að hafa ákveðinn ilm í herberginu, kertaljós eða tónlist „og oft dansa ég þegar ég er að mála. Það verður meiri einlægni í verkunum og sérstaklega ef maður notar svefnherbergið þar sem maður fær oft góðar hugmyndir milli svefns og vöku, mann dreymir þarna og svo framvegis," segir Ólöf. Ólöfu þykir að eigin sögn mjög vænt um Hafnarfjörð þar sem hún hefur lengi búið og margir í hennar fjölskyldu langt aftur í aldir. Hyggst hún því bjóða verk sín til sölu á sýningunni í kvöld á sérstöku verði: „Ég veit af fólki sem er hrifið af verkum mínum og langar að kaupa þau svo þetta er mjög góður tíma til að koma og fá þau á afmælisverði. Svo er aldrei að vita nema ég leyfi fólki að prófa að mála," segir Ólöf að lokum og klykkir út með því að hún framlengi jafnvel sýninguna um einhverja daga verði mæting og stemmning góð í kvöld. Ólöf er búsett að Engjahlíð 5 í Hafnarfirði.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira