Lífið

Angelinu finnst bumban kynþokkafull

Angelinu finnst hún kvenlegri með bumbuna.
Angelinu finnst hún kvenlegri með bumbuna.
Leikkonan Angelina Jolie, sem á von á tvíburum innan skamms, segir að óléttan láti sér líða sérdeilis kvenlegi og kynþokkafullri. ,,Mér líður eins og allir hlutar líkama míns þjóni skyndilega tilgangi," segir leikkonan í nýjasta tölublaði Vanity Fair. ,,Mér finnst ég vera svo mjúk og kvenleg, og það er magnað að finna fyrir litlu lífi inni í sér."

Angelina er ekki ein um að finnast bumban kynþokkafull. Hún sagði mann sinn, Brad Pitt, vita fátt kynþokkafyllra en þungun.

Tvíburarnir verða fimmta og sjötta barn Brangelinu, en fyrir eiga þau tvo ættleidda syni, og eina ættleidda og eina líffræðilega dóttur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.