Fleiri fréttir

Ódýrasta gamanþáttaröð Íslandssögunnar

"Við vissum í raun ekkert hvernig þessum þáttum yrði tekið. Vinsældir þeirra komu okkur því þægilega á óvart," segir Steindi Jr. Þættirnir hans, Steindinn okkar, verða teknir fyrir í Bara grín með Birni Braga í kvöld á Stöð 2.

Skóhönnuður ársins kynnti nýja skólínu

Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður hlaut verðlaunin hönnuður ársins á handverkshátíðinni Arctic handcraft and design þegar hún kynnti nýja skólínu.

Berar sig fyrir V

Söngkonan Lady Gaga situr fyrir á ansi djörfum myndum fyrir tímaritið V. Á myndunum er lafðin meðal annars ber að ofan og óhrædd við það.

Idol-stjarna nær varla endum saman

Justin Guarini var í öðru sæti í fyrstu seríunni af American Idol árið 2002. Þá lék lífið við hann en tímarnir hafa breyst.

Ég er ekki dæmigerð "footballer"s wife“

Knattspyrnan hefur átt hug hennar allan bæði í leik og starfi en lífið hefur ekki alltaf verið tekið út með sældinni. Oftar en einu sinni hefur líf hennar hangið á bláþræði. Það virðist vera fátt sem Ragna Lóa getur ekki sigrast á.

Hún var 16 kílóum of þung

Einkaþjálfarinn Tracy Anderson hefur verið þjálfari leikkonunnar Gwyneth Paltrow í sjö ár en Gwyneth leitaði til hennar árið 2006 þegar hún var nýbúin að eignast soninn Moses.

Tvær stórstjörnur deita

Leikkonan Amanda Seyfried og leikarinn Justin Long eru að deita samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

Fyrsta myndin af Kim eftir barnsburð

Lítið hefur farið fyrir raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian síðan hún eignaðist dótturina North með kærasta sínum Kanye West fyrir mánuði síðan.

Modern Family stjarna með Prúðuleikurunum

Myndin Muppets Most Wanted er byggð á hinum geysivinsælu Prúðuleikurum, The Muppets. Myndin, sem James Bobin leikstýrir, er framhald af myndinni The Muppets sem kom út árið 2011.

Nýtt hlutverk Tinu Fey

Gamanleikkonan Tina Fey sem slegið hefur rækilega í gegn sem hin óborganlega Liz Lemon í sjónvarpsþáttunum 30 Rock, vinnur nú að gerða nýrra gamanþátta sem verða í anda Cheers, eða Staupasteinn.

Þessi súkkulaðikaka er ýkt girnileg

"Með þetta að leiðarljósi veitir bloggið mér aðhald og hvatningu til þess að læra eitthvað nýtt og prófa mig áfram í eldhúsinu," segir Dröfn.

Jón lifði sig 100% inn í karakterinn

"Röddin, fasið og lundarfarið var kvenlegt en sterkt eins og þjóðarsálin sjálf," segir Tobba spurð hvort Jón hafi að hennar mati tekið hlutverkið alla leið.

Prinsinn er hávær og myndarlegur

Vilhjálmur Bretaprins fór á hátíð í Anglesey í Wales í gær og hélt í fyrsta sinn ræðu opinberlega síðan eiginkona hans, hertogaynjan Kate Middleton, fæddi þeirra fyrsta barn, George prins, þann 22. júlí síðastliðinn.

Blanda saman brennslu og lyftingum

Fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir býr í Osló þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leggur stund á sálfræði. Við spurðum hana hvernig hún hugar að heilsunni og hvernig er að búa í Noregi.

Bak við tjöldin með Rögnu Lóu

Hér má sjá instagram-myndir sem við tókum af Rögnu Lóu Stefánsdóttur fyrrverandi landsliðskonu og núverandi þjálfara kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu þegar hún sat fyrir hjá ljósmyndaranum Sillu Pálsdóttur á heimili sínu fyrir forsíðu Lífsins sem fylgir Fréttablaðinu á morgun, föstudag.

Kynþokkafull sundföt fyrir konur með línur

"Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir.

Erum allir á sömu bylgjulengdinni

Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett í dag klukkan 19 á Laufásvegi 13, eftir skrúðgöngu frá Kex Hosteli við Skúlagötu sem leggur af stað klukkan 18.30. Jón Páll Bjarnason gítarleikari leiðir fyrstu tónleika hátíðarinnar. Þeir hefjast klukkan 20 í Fríkirkjunni.

Innlit í þakíbúð stjörnupars

Stjörnuhjónin Daniel Craig og Rachel Weisz eiga heima í þakíbúð í New York. Íbúðina leigja þau fyrir nítján þúsund dollara á mánuði, rúmlega tvær milljónir króna.

Fjör á fimmtíu ára afmæli Reykjadals

Að sögn Berglindar var gríðarlegt fjör allan daginn og dagskránni lauk með balli þar sem hljómsveitin Dixon lék fyrir dansi. "Við vorum með "Karnival-þema“ og fengum til okkar Bongo-trommuleikara, Sollu stirðu, Sirkús Íslands og vorum með fána og blöðrur.“

Vill vera alveg eins og Kate

Dancing with the Stars-stjarnan Karina Smirnoff lítur greinilega mikið upp til hertogaynjunnar Kate Middleton.

Hatar Justin Bieber

Söngkonunni Taylor Swift er ekki vel við samband bestu vinkonu sinnar, söng- og leikkonunnar Selenu Gomez, við poppprinsinn Justin Bieber. Justin og Selena hættu saman fyrr á árinu en sífellt heyrast fregnir um að þau ætli hugsanlega að taka aftur saman.

Látin aðeins 29 ára að aldri

Bachelor-stjarnan Gia Allemand lést í gær aðeins 29 ára að aldri. Hún var lögð inn á sjúkrahús á mánudag vegna alvarlegra veikinda en engar nánari upplýsingar hafa verið gefnar um hvað dró hana til dauða.

Grant með Nýdönsk

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant syngur með hljómsveitinni Nýdönsk.

Vinsælar vintage búðir

Breska tískutímaritið Grazia, tók nýlega saman þá staði þar sem flottustu vintage-búðirnar má finna.

Leyndarmálið á bak við magavöðva Margrétar Gnarr

"Það eru allir með six-pakk en margir eru með smá bumbu sem felur vöðvana en til að tækla kviðfituna skiptir mataræðið gífurlega miklu máli. Kviðæfingar og brennsla hjálpa líka en þú þarft ekki að gera hundrað kviðæfingar á dag. Það er nóg að taka kviðæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku og skipta hverri æfingu niður í sett og endurtekningar," svarar Margrét.

Liðið var að fíla myndina hans Baltasars í tætlur

"Bara komið í bíó og hafið gaman að þessu," segir Baltasar Kormákur leikstjóri í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var á sérstakri forsýningu hasarmyndarinnar 2GUNS í Smárabíó í gærkvöldi.

Lifandi jógatími í Hörpu

"Markmiðið er að ná fram einstakri stemningu með því að fá fólk til þess að iðka jóga við lifandi tónlist. Ég vil að þátttakendur taki þessa einstöku upplifun með sér út í lífið sem eitthvað jákvætt og fallegt“

Frægir fjölmenntu á frumsýninguna

Meðfylgjandi myndir voru teknar á forsýningu kvikmyndarinnar 2 Guns í leikstjórn Baltasar Kormáks í Smárabíó í gær. Eins og sjá má mætti fjöldi fólks á þessa frábæru hasarmynd með Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum.

Flugi Jennifer breytt vegna Angelinu

Það stefndi allt í mjög vandræðlega stund þegar Angelina Jolie og Jennifer Aniston áttu bókað í sama flug frá Los Angeles til London Heathrow með flugfélaginu British Airways nú á dögunum.

Pökkuðu saman og héldu á vit ævintýranna í Afríku

„Við fórum til Afríku þar sem við höfum báðar gaman af því að ferðast og okkur hefur alltaf dreymt um að fara í hjálparstarf. Við eigum það sameiginlegt að vera annt um málefni barna og vildum beita okkur í þeim,“ segir Tinna Isebarn, sem vinnur við hjálparstörf í Afríku ásamt Svövu Gunnarsdóttur, vinkonu sinni

Sexí á sextugsaldri

Leikarinn Sean Penn hefur dvalið á Spáni að undanförnu að leika í myndinni The Gunman. Hann eyddi helgarfríinu síðasta undan ströndum Ibiza ásamt vinum sínum en Sean verður 52ja ára um næstu helgi.

Geir Ólafs fertugur: Aldrei hugsað um aldur

Söngfuglinn Geir Ólafsson er fertugur í dag en bíður með veisluhöld til helgarinnar. Þá mun söngur óma. Geir hefur fleiru að fagna en stórafmæli því hann er líka nýtrúlofaður.

Ólafur Darri hleypur til styrktar veikri vinkonu

Styður við bakið á sjö ára gamalli vinkonu sinni sem er eini Íslendingurinn sem hefur verið greindur með AHC sjúkdóminn. „Ég hef labbað og skokkað lengri vegalengdir en þetta og mér finnast tíu kílómetrar vel viðráðanlegir," segir Ólafur Darri.

Sjá næstu 50 fréttir