Erum allir á sömu bylgjulengdinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2013 16:00 "Hér hefur aldursmunur ekkert að segja,“ segir Jón Páll glaðlega. Bak við hann eru Óskar Guðjónsson, Magnús Trygvason Elíasen og Pétur Sigurðsson. Mynd/Arnþór Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett í dag klukkan 19 á Laufásvegi 13, eftir skrúðgöngu frá Kex Hosteli við Skúlagötu sem leggur af stað klukkan 18.30. Jón Páll Bjarnason gítarleikari leiðir fyrstu tónleika hátíðarinnar. Þeir hefjast klukkan 20 í Fríkirkjunni. „Þegar ég kom til baka til Íslands eftir langa fjarveru var ég mjög hissa og glaður þegar ég komst að því að hér voru margir ungir tónlistarmenn sem spiluðu djass eins og englar og nú er ég að spila með þremur af þeim. Við höfum spilað saman áður og erum allir á sömu bylgjulengdinni. Hér hefur aldursmunur ekkert að segja og það er dásamlegt,“ segir Jón Páll sem hefur verið í framvarðasveit íslenskra djassleikara í hálfa öld. Hann var ónáðaður á æfingu fyrir tónleika kvöldsins í Fríkirkjunni, ásamt félögum sínum þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Pétri Sigurðssyni bassaleikara og Magnúsi Trygvasyni Elíasen trommuleikara. Óskar grípur orðið. „Það er auðvelt að upplifa að vængirnir fari aðeins að vaxa þegar maður spilar með Jóni Páli því þá finnst manni maður vera þátttakandi í djasssögunni. Hann er búinn að spila með hinum og þessum en hefur samt sem áður alltaf verið trúr sínum stíl og sinni músík.“ „Þegar ég gerðist hljóðfæraleikari að atvinnu árið 1955 var allt popp frekar væmið og það var spilaður djass á böllum. Þá voru yfirleitt engir söngvarar með hljómsveitunum,“ rifjar Jón Páll upp og kveðst hafa byrjað að spila opinberlega í Breiðfirðingabúð og Þórscafé en þau hús voru meðal ballstaða þess tíma. Eins og Jón Páll nefndi í upphafi var hann erlendis lengi eða alls í 30 ár. Fyrst í Danmörku, síðan Svíþjóð en lengst í Kaliforníu, 17 ár, og alltaf að spila. „Þegar ég fór héðan 1964 var djassinn mjög á undanhaldi, allt snerist um bítlatónlistina,“ segir Jón Páll, sem síðan er búinn að spila á fjölmörgum djasshátíðum. Skyldi vera mikill munur á djassinum milli landa? „Eiginlega ekki,“ svarar hann. „Það er ekkert Íslandfarsældafrónlegt við það sem ég er að gera. En allir hafa sína eigin tilfinningu fyrir hlutunum og hér á landi er mikið af snjöllum djassleikurum.“ Jón Páll segir sjaldgæft að djass sé spilaður í dag eins og þegar hann var að byrja en hann haldi sig við þann stíl. „Ég læri lögin, byrja að spila og vonast til að sköpunargleðin komi yfir mig. Það er ekki alltaf sem algleymi skapast í spilamennskunni en þegar það gerist þá hitnar manni að innan og það myndast svo mikill samhugur. Það er einn af göldrunum við tónlistina. Þá er voða gaman og þótt það gerist ekki getur verið gaman líka.“ Jazzhátíðin stendur í vikutíma og berst leikurinn víða um borgina. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett í dag klukkan 19 á Laufásvegi 13, eftir skrúðgöngu frá Kex Hosteli við Skúlagötu sem leggur af stað klukkan 18.30. Jón Páll Bjarnason gítarleikari leiðir fyrstu tónleika hátíðarinnar. Þeir hefjast klukkan 20 í Fríkirkjunni. „Þegar ég kom til baka til Íslands eftir langa fjarveru var ég mjög hissa og glaður þegar ég komst að því að hér voru margir ungir tónlistarmenn sem spiluðu djass eins og englar og nú er ég að spila með þremur af þeim. Við höfum spilað saman áður og erum allir á sömu bylgjulengdinni. Hér hefur aldursmunur ekkert að segja og það er dásamlegt,“ segir Jón Páll sem hefur verið í framvarðasveit íslenskra djassleikara í hálfa öld. Hann var ónáðaður á æfingu fyrir tónleika kvöldsins í Fríkirkjunni, ásamt félögum sínum þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Pétri Sigurðssyni bassaleikara og Magnúsi Trygvasyni Elíasen trommuleikara. Óskar grípur orðið. „Það er auðvelt að upplifa að vængirnir fari aðeins að vaxa þegar maður spilar með Jóni Páli því þá finnst manni maður vera þátttakandi í djasssögunni. Hann er búinn að spila með hinum og þessum en hefur samt sem áður alltaf verið trúr sínum stíl og sinni músík.“ „Þegar ég gerðist hljóðfæraleikari að atvinnu árið 1955 var allt popp frekar væmið og það var spilaður djass á böllum. Þá voru yfirleitt engir söngvarar með hljómsveitunum,“ rifjar Jón Páll upp og kveðst hafa byrjað að spila opinberlega í Breiðfirðingabúð og Þórscafé en þau hús voru meðal ballstaða þess tíma. Eins og Jón Páll nefndi í upphafi var hann erlendis lengi eða alls í 30 ár. Fyrst í Danmörku, síðan Svíþjóð en lengst í Kaliforníu, 17 ár, og alltaf að spila. „Þegar ég fór héðan 1964 var djassinn mjög á undanhaldi, allt snerist um bítlatónlistina,“ segir Jón Páll, sem síðan er búinn að spila á fjölmörgum djasshátíðum. Skyldi vera mikill munur á djassinum milli landa? „Eiginlega ekki,“ svarar hann. „Það er ekkert Íslandfarsældafrónlegt við það sem ég er að gera. En allir hafa sína eigin tilfinningu fyrir hlutunum og hér á landi er mikið af snjöllum djassleikurum.“ Jón Páll segir sjaldgæft að djass sé spilaður í dag eins og þegar hann var að byrja en hann haldi sig við þann stíl. „Ég læri lögin, byrja að spila og vonast til að sköpunargleðin komi yfir mig. Það er ekki alltaf sem algleymi skapast í spilamennskunni en þegar það gerist þá hitnar manni að innan og það myndast svo mikill samhugur. Það er einn af göldrunum við tónlistina. Þá er voða gaman og þótt það gerist ekki getur verið gaman líka.“ Jazzhátíðin stendur í vikutíma og berst leikurinn víða um borgina.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira