Lífið

Modern Family stjarna með Prúðuleikurunum

Ty Burrel mun leika franskan liðsforingja í nýrri mynd um Prúðuleikarana
Ty Burrel mun leika franskan liðsforingja í nýrri mynd um Prúðuleikarana
Myndin Muppets Most Wanted er byggð á hinum geysivinsælu Prúðuleikurum, The Muppets. Myndin, sem James Bobin leikstýrir, er framhald af myndinni The Muppets sem kom út árið 2011.

Með hlutverk í myndinni fer grínleikarinn Ty Burrel, sem hefur slegið rækilega í gegn sem fjölskyldufaðir í þáttunum Modern Family.



Burrel sagði í samtali við kvikmyndatímaritið The Empire, að hann hefði alla tíð elskað Prúðuleikarana. Burrel tók hlutverkinu samdægurs enda voru prúðuleikararnir stór hluti af lífi hans þegar hann var yngri.

Í myndinni leikur Burrel franskan liðsforingja og þurfti hann því að æfa franska hreiminn vel. Burrel sagði að það hefði gengið vonum framar og meira að segja komi hann til með syngja lag í myndinni.

Í Muppets Most Wanted verður mun meira um tónlist en í fyrri myndinni og er það enginn annar en Óskarsverðlaunahafinn McKenzie sem semur lögin. Tökur á myndinni hefjast innan nokkurra vikna og fara þær fram í London. Áætlað er að myndin verði frumsýnd einhvern tímann á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.