Lífið

Idol-stjarna nær varla endum saman

Justin Guarini var í öðru sæti í fyrstu seríunni af American Idol árið 2002. Þá lék lífið við hann en tímarnir hafa breyst.

“Stundum sleppi ég að borða svo ég hafi nóg fyrir börnin mín og konuna mína,” segir Justin á bloggi sínu. Þegar hann var í American Idol segist hann “varla hafa getað gengið niður götuna án þess að vera stöðvaður af hundruði aðdáenda.”

Flottur pabbi.
“Ég er óhræddur við að segja að ég er skíthræddur. Ég er í basli með að ná endum saman,” segir Justin en bætir samt við að lífið hans nú sé fullt af ást þó það sé ekki fullkomið.

Kelly Clarkson vann fyrstu seríuna af American Idol. Justin var í öðru sæti.
“Ég á konu sem ég elska og sem elskar mig. Börn sem gefa mér koss áður en ég fer í vinnuna. Þau eru full af gleði og frið.”

Justin kvæntist Reina Capodici árið 2009.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.