David Byrne tók reiðhjólið með til Íslands Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. ágúst 2013 19:30 MYND/GETTY David Byrne, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads, kom til landsins í morgun. Hann segist ætla að taka því rólega með dóttur sinni, kynnast íslenskri tónlist, menningu ásamt því að hjóla um Reykjavík og fræðast um efnahagshrunið. David Byrne er einn áhrifamesti tónlistarmaður samtímans en hann heldur stórtónleika í Háskólabíói, sunnudaginn næstkomandi, ásamt Annie Clarke, eða St. Vincent. Eftir að Talking Heads lagði upp laupana árið 1991 hefur sólóferill Byrnes blómstrað. Samstarf hans og St. Vincent, hefur vakið mikla athygli en þar blanda tónlistarmennirnir saman ólíkum stefnum úr heimi brasstónlistar og fönki. „Það hljómaði ekki eins og ég og ekki eins og hún, það hljómaði eins og eitthvað nýtt fyrir okkur. Nú flytjum við eitthvað af þessu efni og eitthvað að gamla efninu okkar, nokkur Talking Heads-lög og fleiri lög eftir mig, eitthvað af gömlu lögunum hennar. Með þessum málmblásturshljóðfærum er hljómurinn mjög góður. Við erum líka með spor fyrir blásarana, það er mikil hreyfing." Byrne hefur sótt Ísland heim fjórum sinnum en hann hélt minnistæða tónleika í Háskólabíói árið 1991. Líkt og hann gerði þá hefur Byrne reiðhjólið með í för enda er hann sérstakur áhugamaður um reiðhjólið og þykir fátt skemmtilegra en að hjóla um Reykjavík. Hann var nýkominn úr hjólreiðatúr þegar fréttastofa hitti á hann. Byrne segir öfluga hjólreiðamenningu vera vitnisburð um lifandi borg.„Ef fólk getur það er það frábær leið til að fara í vinnuna, frábær leið til að ferðast um borgina. Í New York hafa þeir bætt við öruggum, eða öruggari reiðhjólakgreinum, sem gerir þetta auðveldara. Maður stofnar ekki lífi sínu í hættu í hvert skipti sem maður fer út." Næstu daga mun Byrne ferðast um landið ásamt dóttur sinn og kynna sér það nýjasta í íslenskri tónlist og menningu. „Ég tók hana með því hér er fallegt, þótt það sé rigning núna. Ég held að sólin láti sjá sig eftir einn eða tvo daga. Ég hef áhuga á mörgu öðru. Auðvitað er enn ótrúleg tónlistar- og listmenning hérna. Ég hef lesið margvíslegar skoðanir á því hvernig Ísland lifði bankakreppuna af. Skoðanir eru mjög skiptar um það.“ Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
David Byrne, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads, kom til landsins í morgun. Hann segist ætla að taka því rólega með dóttur sinni, kynnast íslenskri tónlist, menningu ásamt því að hjóla um Reykjavík og fræðast um efnahagshrunið. David Byrne er einn áhrifamesti tónlistarmaður samtímans en hann heldur stórtónleika í Háskólabíói, sunnudaginn næstkomandi, ásamt Annie Clarke, eða St. Vincent. Eftir að Talking Heads lagði upp laupana árið 1991 hefur sólóferill Byrnes blómstrað. Samstarf hans og St. Vincent, hefur vakið mikla athygli en þar blanda tónlistarmennirnir saman ólíkum stefnum úr heimi brasstónlistar og fönki. „Það hljómaði ekki eins og ég og ekki eins og hún, það hljómaði eins og eitthvað nýtt fyrir okkur. Nú flytjum við eitthvað af þessu efni og eitthvað að gamla efninu okkar, nokkur Talking Heads-lög og fleiri lög eftir mig, eitthvað af gömlu lögunum hennar. Með þessum málmblásturshljóðfærum er hljómurinn mjög góður. Við erum líka með spor fyrir blásarana, það er mikil hreyfing." Byrne hefur sótt Ísland heim fjórum sinnum en hann hélt minnistæða tónleika í Háskólabíói árið 1991. Líkt og hann gerði þá hefur Byrne reiðhjólið með í för enda er hann sérstakur áhugamaður um reiðhjólið og þykir fátt skemmtilegra en að hjóla um Reykjavík. Hann var nýkominn úr hjólreiðatúr þegar fréttastofa hitti á hann. Byrne segir öfluga hjólreiðamenningu vera vitnisburð um lifandi borg.„Ef fólk getur það er það frábær leið til að fara í vinnuna, frábær leið til að ferðast um borgina. Í New York hafa þeir bætt við öruggum, eða öruggari reiðhjólakgreinum, sem gerir þetta auðveldara. Maður stofnar ekki lífi sínu í hættu í hvert skipti sem maður fer út." Næstu daga mun Byrne ferðast um landið ásamt dóttur sinn og kynna sér það nýjasta í íslenskri tónlist og menningu. „Ég tók hana með því hér er fallegt, þótt það sé rigning núna. Ég held að sólin láti sjá sig eftir einn eða tvo daga. Ég hef áhuga á mörgu öðru. Auðvitað er enn ótrúleg tónlistar- og listmenning hérna. Ég hef lesið margvíslegar skoðanir á því hvernig Ísland lifði bankakreppuna af. Skoðanir eru mjög skiptar um það.“
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira