David Byrne tók reiðhjólið með til Íslands Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. ágúst 2013 19:30 MYND/GETTY David Byrne, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads, kom til landsins í morgun. Hann segist ætla að taka því rólega með dóttur sinni, kynnast íslenskri tónlist, menningu ásamt því að hjóla um Reykjavík og fræðast um efnahagshrunið. David Byrne er einn áhrifamesti tónlistarmaður samtímans en hann heldur stórtónleika í Háskólabíói, sunnudaginn næstkomandi, ásamt Annie Clarke, eða St. Vincent. Eftir að Talking Heads lagði upp laupana árið 1991 hefur sólóferill Byrnes blómstrað. Samstarf hans og St. Vincent, hefur vakið mikla athygli en þar blanda tónlistarmennirnir saman ólíkum stefnum úr heimi brasstónlistar og fönki. „Það hljómaði ekki eins og ég og ekki eins og hún, það hljómaði eins og eitthvað nýtt fyrir okkur. Nú flytjum við eitthvað af þessu efni og eitthvað að gamla efninu okkar, nokkur Talking Heads-lög og fleiri lög eftir mig, eitthvað af gömlu lögunum hennar. Með þessum málmblásturshljóðfærum er hljómurinn mjög góður. Við erum líka með spor fyrir blásarana, það er mikil hreyfing." Byrne hefur sótt Ísland heim fjórum sinnum en hann hélt minnistæða tónleika í Háskólabíói árið 1991. Líkt og hann gerði þá hefur Byrne reiðhjólið með í för enda er hann sérstakur áhugamaður um reiðhjólið og þykir fátt skemmtilegra en að hjóla um Reykjavík. Hann var nýkominn úr hjólreiðatúr þegar fréttastofa hitti á hann. Byrne segir öfluga hjólreiðamenningu vera vitnisburð um lifandi borg.„Ef fólk getur það er það frábær leið til að fara í vinnuna, frábær leið til að ferðast um borgina. Í New York hafa þeir bætt við öruggum, eða öruggari reiðhjólakgreinum, sem gerir þetta auðveldara. Maður stofnar ekki lífi sínu í hættu í hvert skipti sem maður fer út." Næstu daga mun Byrne ferðast um landið ásamt dóttur sinn og kynna sér það nýjasta í íslenskri tónlist og menningu. „Ég tók hana með því hér er fallegt, þótt það sé rigning núna. Ég held að sólin láti sjá sig eftir einn eða tvo daga. Ég hef áhuga á mörgu öðru. Auðvitað er enn ótrúleg tónlistar- og listmenning hérna. Ég hef lesið margvíslegar skoðanir á því hvernig Ísland lifði bankakreppuna af. Skoðanir eru mjög skiptar um það.“ Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
David Byrne, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads, kom til landsins í morgun. Hann segist ætla að taka því rólega með dóttur sinni, kynnast íslenskri tónlist, menningu ásamt því að hjóla um Reykjavík og fræðast um efnahagshrunið. David Byrne er einn áhrifamesti tónlistarmaður samtímans en hann heldur stórtónleika í Háskólabíói, sunnudaginn næstkomandi, ásamt Annie Clarke, eða St. Vincent. Eftir að Talking Heads lagði upp laupana árið 1991 hefur sólóferill Byrnes blómstrað. Samstarf hans og St. Vincent, hefur vakið mikla athygli en þar blanda tónlistarmennirnir saman ólíkum stefnum úr heimi brasstónlistar og fönki. „Það hljómaði ekki eins og ég og ekki eins og hún, það hljómaði eins og eitthvað nýtt fyrir okkur. Nú flytjum við eitthvað af þessu efni og eitthvað að gamla efninu okkar, nokkur Talking Heads-lög og fleiri lög eftir mig, eitthvað af gömlu lögunum hennar. Með þessum málmblásturshljóðfærum er hljómurinn mjög góður. Við erum líka með spor fyrir blásarana, það er mikil hreyfing." Byrne hefur sótt Ísland heim fjórum sinnum en hann hélt minnistæða tónleika í Háskólabíói árið 1991. Líkt og hann gerði þá hefur Byrne reiðhjólið með í för enda er hann sérstakur áhugamaður um reiðhjólið og þykir fátt skemmtilegra en að hjóla um Reykjavík. Hann var nýkominn úr hjólreiðatúr þegar fréttastofa hitti á hann. Byrne segir öfluga hjólreiðamenningu vera vitnisburð um lifandi borg.„Ef fólk getur það er það frábær leið til að fara í vinnuna, frábær leið til að ferðast um borgina. Í New York hafa þeir bætt við öruggum, eða öruggari reiðhjólakgreinum, sem gerir þetta auðveldara. Maður stofnar ekki lífi sínu í hættu í hvert skipti sem maður fer út." Næstu daga mun Byrne ferðast um landið ásamt dóttur sinn og kynna sér það nýjasta í íslenskri tónlist og menningu. „Ég tók hana með því hér er fallegt, þótt það sé rigning núna. Ég held að sólin láti sjá sig eftir einn eða tvo daga. Ég hef áhuga á mörgu öðru. Auðvitað er enn ótrúleg tónlistar- og listmenning hérna. Ég hef lesið margvíslegar skoðanir á því hvernig Ísland lifði bankakreppuna af. Skoðanir eru mjög skiptar um það.“
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira