Lífið

Látin aðeins 29 ára að aldri

Bachelor-stjarnan Gia Allemand lést í gær aðeins 29 ára að aldri. Hún var lögð inn á sjúkrahús á mánudag vegna alvarlegra veikinda en engar nánari upplýsingar hafa verið gefnar um hvað dró hana til dauða.

Gia keppti um hylli piparsveinsins Jake Pavelka í fjórtándu seríu af raunveruleikaþættinum The Bachelor sem sýndur var vestan hafs árið 2010. Fréttirnar fengu skiljanlega mikið á Jake.

Látin í blóma lífsins.
“Ég get ekki hætt að gráta. Við höfum misst engil. Vinsamlegast biðjið fyrir Gia Allemand. Kær vinkona og ein yndislegasta kona sem ég þekki,” skrifar hann á Twitter-síðu sína.

Gia reyndi að vinna ást Jake fyrir þremur árum.
Með kærasta sínum, körfuboltamanninum Ryan Anderson.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.