Lífið

Stewart nemur ensku

Kristen Stewart hefur skráð sig í háskólanám.
Kristen Stewart hefur skráð sig í háskólanám. Nordicphotos/getty
Leikkonan Kristen Stewart mun hafa hafið framhaldsnám í ensku, ef marka má frétt Hollywood Life. Vefsíðan hefur eftir vini leikkonunnar að hún hafi lengi haft áhuga á handritaskrifum og að enskunámið sé undanfari áframhaldandi skrifta.

„Móðir hennar hefur hvatt hana áfram því Kristen hefur alltaf verið mjög skapandi. Hún deilir skrifstofu með mömmu sinni hjá Libertine Films og það kæmi mér ekki á óvart ef Kristen færi að skrifa meira. Það gerir henni jafnframt gott að dreifa huganum eftir sambandsslitin við Rob,“ hafði Hollywood Life eftir heimildarmanni sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.