Lífið

Hún var 16 kílóum of þung

Einkaþjálfarinn Tracy Anderson hefur verið þjálfari leikkonunnar Gwyneth Paltrow í sjö ár en Gwyneth leitaði til hennar árið 2006 þegar hún var nýbúin að eignast soninn Moses.

“Hún sagði: Ég veit að þú átt son. Ég var að eignast Moses og ég losna ekki við þessi kíló. Ég hef aldrei glímt við þetta vandamál í lífi mínu,” segir Tracy um þeirra fyrsta fund.

Tracy og Gwyneth eru góðar vinkonur í dag.
“Hún var sextán kílóum of þung. Rassinn hennar siginn og hún var í vandræðum með lærin á sér. Gwyneth er heppin því hún er mjög hávaxin þannig að hún gat falið þetta vel með fötum. En hún glímdi við mikil vandamál. Ég vorkenndi henni svo mikið og ég hélt að ég gæti hjálpað henni. Ég samþykkti að þjálfa hana og hún gerði allt sem ég bað hana um. Nú, sjö árum seinna, yngist hún með hverju árinu.”

Gwyneth með fjölskyldunni.
Tracy hefur líka þjálfað Madonnu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.