Lífið

Fjör á fimmtíu ára afmæli Reykjadals

Afmælishátíð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var haldið með pompi og prakt.
Afmælishátíð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var haldið með pompi og prakt. mynd/Þröstur Már Bjarnason
Haldið var upp á 50 ára afmæli Reykjadals með pompi og prakt síðustu helgi. „Þetta var afmælisveisla eins og þær gerast bestar,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.

Að sögn Berglindar var gríðarlegt fjör allan daginn og dagskránni lauk með balli þar sem hljómsveitin Dixon lék fyrir dansi. „Við vorum með „Karnival-þema“ og fengum til okkar Bongo-trommuleikara, Sollu stirðu, Sirkús Íslands og vorum með fána og blöðrur.“

Stafsmenn í Reykjaldal höfðu líka undirbúið atriði og að sögn Berglindar vakti það gríðarlega lukku hjá viðstöddum.

Reykjadalur býður upp á helgardvalir fyrir börn og fólk á aldrinum 6 til 23 ára yfir veturinn og býður upp á sumardvalir fyrir sama aldurshóp yfir sumartímann. Gestirnir dvelja í eina til tvær vikur í senn og fólki er skipt eftir aldri og getu á hverjum tíma.

"Í lok hvers sumars er haldin lokahátíð en hátíðin var sérstaklega glæsileg í ár vegna stórafmælisins," segir Berglind.

Á hátíðna mættu gestir Reykjadals, fjölskyldur þeirra, vinir og velunnarar. „Allir skemmtu sér mjög vel eins og sjá má á myndunum sem tala sínu máli,“ segir Berglind að lokum.

Fjölmargir mættu á hátíðina.mynd/Þröstur Már Bjarnason
Gestirnir skemmtu sér vel.mynd/Þröstur Már Bjarnason
Þessi tók dansinn með Sollu stirðu.mynd/Þröstur Már Bjarnason
Það fór vel á með þessum ungu mönnum.mynd/Þröstur Már Bjarnason
Solla stirða skemmti gestum.mynd/Þröstur Mát Bjarnason
mynd/Þröstur Már Bjarnason





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.