Lífið

Blanda saman brennslu og lyftingum

Ellý Ármanns skrifar
Fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir býr í Osló þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leggur stund á sálfræði. Við forvitnuðumst hvernig hún hugar að heilsunni og hvernig hennir líkar að búa í Noregi.

„Ég var að flytja hingað fra New York en ég er að módealst hérna fyrir EB models og halda áfram meða námið," segir Lilja.
Lilja lyftir lóðum og brennir.
Blandar saman brennslu og lyftingum

„Þegar kemur að hreyfingu þá finnst mér best að fara i ræktina og nota ég þá oftast prógram sem einkaþjálfari gaf mér.  Ég blanda saman brennslu og lyftingum. Síðan elska ég trimform Berglindar þegar ég er á Íslandi og stunda það grimmt."

Borðar ekki rautt kjöt

„Ég er dugleg að borða hollt og finnst það besti kosturinn. Fæ mer oft sjeik á morgnana með möndlumjólk, lífrænu hnetusmjöri, chia-fræjum, eggjaprótein með súkkulaði og banönum og mórber ofan á. Ég borða ekki rautt kjöt, bara fisk og stundum kjúkling. Svo elska ég grænmeti og mikið af því - og alls kyns ávexti. Ég er lílka dugleg að taka vítamín og detoxa."

Heilsumiðaðir Norðmenn

Hverng upplifir þú Osló samanborið við Reykjavík? „Þetta er bara allt öðruvísi. Til að mynda er betra veður hérna á sumrin. Ekki þessi endalausi vindur alltaf. Svo er þetta auðvitað stærri borg þar sem ekki allir þekkja alla. Mér finnst fólk í Noregi líka mjög heilsumiðað og flestir fara í ræktina á hverjum degi."

Norðmenn borða hollt

„Norðmenn borða hollt, hjóla frá a til b í stað þess að keyra og eru í alls kyns íþróttum án þess að fara út í öfgar þegar útlit og líkami eru annars vegar."

„Mér finnst líka bara einhvern veginn betri orka hérna. Það á alltaf betur við mig að búa erlendis í stærri borgum. Ég sakna auðvitað ávallt Íslands en það á meira við fjölskyldu og vini."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.