Fleiri fréttir

Keppir um Gullpálmann

"Ég hef verið í skýjunum síðan ég fékk símtalið,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri en stuttmynd hans, Hvalfjörður, er ein af níu myndum sem keppa um Gullpálmann í Cannes í maí.

Þjálfari með útvarpsþætti um íslenska tónlist

"Ég er algert tónlistarnörd, þetta kemur í staðinn fyrir golfið hjá mér,“ segir Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari, sem síðustu mánuði hefur verið að undirbúa útvarpsþætti um íslenska tónlist sem nefnast Árið er… íslensk dægurlagasaga í tali og tónum.

Fermingargjöfin kastaði merfolaldi

"Við fengum merina afhenta í júníbyrjun og þá grunaði engan að hún gæti verið fylfull. Öllum að óvörum kastaði hryssan svo litlu merfolaldi í síðustu viku,“ segir Einar Örn Sigurdórsson, starfsmaður hjá Íslensku auglýsingastofunni, um skemmtilegan atburð sem átti sér stað í síðustu viku. Þá varð Urður Einarsdóttir, dóttir hans og Brynhildar Davíðsdóttur, óvænt einni merinni ríkari þegar hryssa sem hún hafði fengið í fermingargjöf kastaði litlu merfolaldi.

Býr heima hjá mömmu

Sjarmörinn Bradley Cooper er í viðtali í maíhefti tímaritsins Details. Þar segir hann meðal annars frá því að hann er búinn að búa með móður sinni Gloriu síðan í janúar árið 2011 þegar faðir hans Charles tapaði baráttunni við krabbamein.

Hætt saman

Marín Manda Magnúsdóttir nemi í fjölmiðlafræði og tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann eru hætt saman. Sverrir sendi frá sér sína fyrstu plötu í fjögur ár í nóvember á síðasta ári þar sem hann söng alfarið íslensk lög. Marín Manda hannaði meðal annars plötuumslagið hans. "Hún hefur meira vit á þessu en ég. Það er um að gera að leyfa henni að taka til hendinni þar." Veitti hún þér ekki innblástur við gerð plötunnar? "Hún studdi við bakið á mér eins og góðri konu sæmir," lét Sverrir hafa eftir sér þegar platan hans kom út.

Krækti sér í hús yfir milljarð

Söngkonan Christina Aguilera er búin að festa kaup á húsi í Beverly Hills sem kostaði hana tíu milljónir dollara, tæplega 1,2 milljarða króna. Húsið er búið sex svefnherbergjum og átta baðherbergjum og staðsett í hverfinu Mullholland Estates.

Þakklátur - biður Íslendinga um stuðning

Í byrjun apríl ræddi Visir við stýrimanninn Snorra Þór Guðmundsson 41 árs sem starfar á Vestmannaey VE 444. Þá sagði Snorri okkur að hann ætti eina ósk sem er að fá að taka þátt í siglingaskútukeppninni Clipper Round The World Yacht Race en til þess að verða valinn í siglingateymið þarf hann að sigra í kosningu á netinu.

Einvígi pastelpíanna

Pastellitir eru að gera allt vitlaust um þessar mundir og það fer ekki framhjá leikkonunum Söruh Hyland og Morenu Baccarin.

Vinir reka eitt elsta kaffihús borgarinnar

Sveinn Rúnar, Þura Stína og Geoffrey Þór hafa séð um rekstur kaffihússins Prikið frá því í desember. Þau höfðu öll unnið á staðnum áður, Sveinn frá árinu 2007.

Barokk Nordic Affect

"Á þessum tónleikum ætlum við að virða fyrir okkur tónlistarkennslu og hvaða leiðir tónlistarfólk fór á barokktímanum.“

Lokaverkefni Fashion Academy Reykjavík

Laugardaginn 13. apríl var tískusýning og útskrift hjá nemendum í förðun, ljósmyndun, stílista og módelskóla Fashion Academy Reykjavík. Tískusýningin er eitt af lokaverkefnum nemenda sem voru að klára tveggja mánaða námskeið hjá skólanum en þar er mikið er lagt upp úr samvinnu nemenda og að þeir vinni að raunverulegum verkefnum. Þema sýningarinnar var ,,summer street style” og mátti greinilega sjá að skærir litir verða í tísku í sumar. Fyrirsætur voru ungir krakkar úr módelskólanum en einnig voru nokkrar Elite fyrirsætur með í sýningunni.

Sjáðu þetta - Margrét Gnarr getur sko sungið

"Við vorum búin að tala um að vinna saman í svona ár þangað til við létum verða af því. Þetta byrjaði með jólahlaðborði Sporthússins þar sem við vorum beðin um að spila saman og núna síðastliðnu helgi tókum við nokkur lög á árshátíðinni í Sporthúsinu," segir Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning sem flytur lagið Stúlkan sem starir á hafið við undirleik Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í meðfylgjandi myndskeiði.

Heiðar Austmann fékk meðferð við appelsínuhúð

Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann hringdi inn í sjónvarpsþáttinn Megatíminn sem er á dagskrá á Skjá einum á miðvikudagskvöldum þar sem hann vann rándýran dekurpakka að verðmæti 135 þúsund krónur. Um var að ræða djúpnuddmeðferð við appelsínuhúð og fleira eins og sjá má í myndskeiðinu.

Sjóðheit Beyonce - sjáðu lagalistann hennar á tónleikunum

Beyonce Knowles, 31 árs, hélt fyrstu tónleika sína af mörgum í Belgrad í Serbíu í gær. Eins og sjá má á myndunum var hún stórglæsileg en það sem merkilegra þykir er lagalistinn hennar er langur en hún tók 23 lög í gær. Hér birtum við lagalistann hennar fyrir fjölda Íslendinga sem hafa nú þegar bókað sig á tónleikana hennar í sumar.

Handabrotinn hjartaknúsari

Sjarmatröllið Zac Efron mætti á MTV kvikmyndaverðlaunin um helgina með sárabindi um hægri hendina á sér.

Kate verslar á meðan prinsinn djammar

Hertogynjan af Cambridge, Kate Middleton, á von á sínu fyrsta barni í júlí með eiginmanninum, Vilhjálmi Bretaprins. Hún notar tímann vel í hreiðurgerð.

Erfið úrvinnsla ástarinnar

Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi.

Paris Hilton fær minni arf en hún átti von á

Samkvæmisdrottningin París Hilton á ekki eins mikinn arf í vændum og menn reiknuðu með en afi hennar hefur lýst því yfir að gríðarleg auðæfi hans muni að mestu renna til góðgerðarmála.

Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda

Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir.

Úlfshjarta verður að kvikmynd

Framleiðslufyrirtækið Filmus keypti nýverið kvikmyndaréttinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána. Óskar Þór Axelsson mun leikstýra myndinni og skrifa handritið að henni. Hann leikstýrði síðast myndinni Svartur á leik sem var byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Stefán Máni segir mikið traust ríkja á milli sín og Óskars Þórs enda þekkist þeir orðið vel. "Hann sannaði sig algjörlega síðast og það er frábært að fá tækifæri til að vinna með honum og framleiðandanum aftur. Þetta snýst mikið um traust því héðan í frá stjórna ég engu. Ég fylgist þó með gangi mála, eins og ég gerði með Svartur á leik, og verð þriðja augað,“ segir Stefán Máni.

Stoltur faðir framúrskarandi listamanna

"Það eru þrjú ár á milli þeirra bræðra en þeir hafa alltaf verið rosalega nánir. Þeir hafa alltaf verið ótrúlega hugmyndaríkir og leikirnir þeirra í æsku voru hin mestu ævintýri. Ætli það hafi ekki verið þar sem sköpunargáfan kom fyrst fram,“ segir Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar og faðir fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar og tónlistarmannsins Þórðar Jörundssonar. Þeir bræður Guðmundur og Þórður eru báðir meðal vinsælustu listamanna landsins um þessar mundir, hvor í sinni greininni.

Bieber í Noregi í dag

Ofurstjarnan Justin Bieber er væntanlegur í heimsókn til frænda vorra Norðmanna í dag. Það ætlaði allt um koll að keyra í gær þegar fréttist að hann væri komin þangað.

Ráðist á Hugh í ræktinni

Leikarinn Hugh Jackman fór í ræktina á laugardaginn eins og venja hans er en hann lenti heldur betur í óheppilegu atviki.

Ofurfyrirsæta á hlaupum

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen, 32 ára, hélt á Vivian dóttur sinni eins og sjá má á myndunum sem tenar voru á götum New York borgar í gær. Með fyrirsætunni var eiginmaður hennar Tom Brady og sonur hennar, Benjamin.

Árshátíð Sporthússins

Á annað hundruð starfsmenn Sporthússins og makar komu saman á tuttugustu hæðinni í Turninum í Kópavogi um helgina þegar árshátíð fyrirtækisins var haldin.

Penélope Cruz andlit Lindex

Leikkonan Penélope Cruz verður fyrirsæta Lindex fyrir vorlínu fyrirtækisins. Lindex mun fylgja leikkonunni í gegnum þrjár herferðir, frá veislu á rauða dreglinum til afslöppunar í sínum uppáhalds fatnaði og að lokum klæðist leikkonan helstu flíkum sumarsins. Fyrsta línan verður aðgengileg í verslun Lindex í Smáralind í lok apríl.

Ritstjóri Vikunnar rekinn

"Ég er bara mjög sátt við mín störf til þessa og ég veit að fyrrum vinnuveitendur mínir eru það líka. Ég hef hins vegar alveg þörf fyrir að breyta til. Undanfarið hef ég ekki verið sammála ákvörðununum sem hafa verið teknar innan fyrirtækisins og fer sátt frá borði. Ég er líka sannfærð um að það verði Vikunni til góðs að fá ferska manneskju í ritstjórastólinn. Ég hef unnið ákveðið verk og það ætti að vera auðvelt fyrir þann sem tekur við að taka blaðið á næsta stig. Ég er sátt við að fara héðan á meðan Vikan er mest selda tímarit landsins en það er ekkert annað tímarit sem selur jafn mörg eintök yfir árið og Vikan. Ég vonast til að sjá blaðið dafna enn frekar og kveð allt það góða fólk sem ég vinn með með söknuði," segir Elín.

Lofaði að drekka hvorki né dópa

Tónlistarhátíðin Coachella var haldin hátíðleg um helgina í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Partípían Lindsay Lohan er fastagestur á hátíðinni en fagnaði með öðru sniði í ár.

Ástin lifir enn eftir fjórtán ár

Tónlistargoðsögnin Rod Stewart bauð eiginkonu sinni, fyrirsætunni og ljósmyndaranum Penny Lancaster, út að borða á laugardagskvöldið.

Sjá næstu 50 fréttir