Lífið

Hann læsti mig inni í skáp og barði mig

Tónlistarkonan La Toya Jackson opnar sig í raunveruleikaþáttunum Life With La Toya sem sýndir eru á sjónvarpsstöð Opruh Winfrey, OWN.

Þættirnir eru tíu talsins og talar La Toya meðal annars um hjónaband sitt við Jack Gordon í fyrsta þættinum.

La Toya er sátt við lífið í dag.
“Okkur eru gefin spil í lífinu en við þurfum ekki að sætta okkur við þau. Eiginmaður minn læsti mig inni í skáp og barði mig,” segir La Toya um Jack sem lést árið 2005.

Með Jack Gordon.
La Toya talar einnig mikið um Jackson-fjölskylduna í þáttunum en hún er sem kunnugt er systir Michaels Jacksons heitins. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með þessari seríu.

Systkinin Michael og La Toya Jackson.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.