Lífið

Ástin lifir enn eftir fjórtán ár

Tónlistargoðsögnin Rod Stewart bauð eiginkonu sinni, fyrirsætunni og ljósmyndaranum Penny Lancaster, út að borða á laugardagskvöldið.

Nokkrir vinir parsins voru einnig með í för enda vill Rod nýta hverja mínútu með þeim sem hann elskar áður en hann hefur tónleikaferðalag sitt um heiminn. Hann gefur út nýja plötu, Time, í næsta mánuði og verður síðan á ferðalagi frá júní og fram í desember.

Rod er alltaf reffilegur.
Rod, sem er orðinn 68 ára, byrjaði að deita Penny, 42ja ára, árið 1999 en þau giftu sig sumarið 2007. Ástin virðist enn blómstra hjá þessu hæfileikaríka pari enda eru þau dugleg að rækta sambandið.

Penny sæl með kvöldið.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.