Lífið

Paris Hilton fær minni arf en hún átti von á

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Paris Hilton með Barron afa sínum.
Paris Hilton með Barron afa sínum. Mynd/ Getty.
Samkvæmisdrottningin París Hilton á ekki eins mikinn arf í vændum og menn reiknuðu með en afi hennar hefur lýst því yfir að gríðarleg auðæfi hans muni að mestu renna til góðgerðarmála.

Hóteljöfurinn Barron Hilton, sem nú er áttræður, hyggst ánafna 97% af auðæfum sínum til góðgerðarmála, nánar tiltekið til Conrad N Hilton-sjóðsins sem faðir hans stofnaði. Ekki er um neina smáaura að tefla eða 248 milljarða íslenskra króna. Digrir sjóðir hans eru ekki síst til komnir vegna sölu hans á Hilton hótelunum til The Blackstone Group.

 

Fram hefur komið í fréttum að herra Hilton hefur skömm á vafasamri framgöngu barnabarnsins á opinberum vettvangi en París Hilton er þekkt fyrir villt líferni og partíbrjálæði. Hún þurfti til dæmis að verja þremur vikum í fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta skilorð en þá var hún gripin drukkin undir stýri.

Hluti auðæfa Barron Hilton rennur þegar til sjóðsins en afgangurinn greiðist út strax eftir dauða hans. Sjóðurinn sem nýtur góðs af þessum miklu fjármunum hyggst útdeila hreinu vatni í Afríku, mennta blind börn og reisa húsnæði fyrir geðsjúka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.