Fleiri fréttir

Frábært tækifæri til að styrkja Stígamót

"Um leið og ég heyrði að það væri verkefni í áfanganum sem snéri að því að skipuleggja og setja upp viðburð, þá datt mér þetta í hug,“ segir tómstundafræðineminn Jón Skúli Traustason sem, ásamt samnemendum sínum Signý Árnadóttur og Sirrý G.S. Sigurðardóttur, stendur að baki styrktartónleikum fyrir Stígamót í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 4.apríl næstkomandi.

Breytir frumrauninni í kvikmyndahandrit

"Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra.

Fín endurkoma til Oz

Kvikmyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd annað kvöld. Myndin skartar James Franco í hlutverki galdrakarlsins og hefur fengið ágæta dóma.

Sýnt úr nýjum þætti Heru

Leikkonan unga og efnilega Hera Hilmarsdóttir er gestur Ragnhildar Steinunnar í Ísþjóðinni í kvöld. Þátturinn var tekinn upp á síðasta ári þar sem Ragnhildur fór meðal annars út til Bretlands og fylgdist með Heru í tökum á sjónvarpseríunni Da Vincis Demons sem verður sýnd með vorinu í Evrópu og Bandaríkjunum.

Keppir í jójólistinni úti um allan heim

Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó.

Hitti Justin Bieber og hágrét í klukkutíma

"Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt,“ segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi.

Martröð Mikkelsen

Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá.

Leikstýrir kvikmynd

Grínistinn og þáttastjórnandinn vinsæli, John Stewart, hyggst taka sér stutt frí frá The Daily Show í sumar til að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Myndin ber titilinn Rosewater og er handrit hennar byggt á bókinni Then They Came For Me: A Family’s Story Of Love, Captivity And Survival eftir fréttamanninn Maziar Bahari.

Raf- og taktvæddar Árstíðir

Árstíðir er ein af þessum harðduglegu íslensku hljómsveitum sem fjármagna plöturnar sínar sjálfar og spila úti um allar trissur.

Spennandi heimsókn

Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til.

Gummi og Kippi spila

Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar annað kvöld. GP! band Guðmundar hefur starfað frá útkomu plötunnar Elabórat árið 2011. Hljómsveitin leikur einnig efni af Ologies sem kom út 2008 en báðar plöturnar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega blöndun ólíkra tónlistaráhrifa. Á tónleikum er ferðast milli þaulskipulags og spuna af ættum progs, síðrokks, blús og glam-djazz.

Dorrit hefur boðað komu sína

Lífstöltið, töltkeppni kvenna, sem haldið er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, verður haldið á laugardaginn í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Í ár munu Dorrit Moussaieff og Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari opna mótið.

Konunglega barnið lætur finna fyrir sér

Hertogynjan Kate Middleton heimsótti Grimsby á Englandi í gær og leit stórkostlega út. Hún talaði við aðdáendur sína, meðal annars um ófætt barn sitt.

Þessi er aðeins of gróf fyrir Instagram

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr er ákaflega opinn persónuleiki og sýndi það og sannaði þegar hún lét mynd af sér á brjóstunum á Instagram-síðu sína í vikunni.

Í yfirstærð og stolt af því

Make up artistinn Priscilla Ono er fáránlega flott á myndum sem birtast í tímaritinu SLiNK. Priscilla er hvað þekktust fyrir að sjá um make up fyrir stjörnur á borð við Rihanna, Amber Rose og Carmen Electra.

Hún varð ung mamma og hann fæddist gömul sál

Þau eiga það sameiginlegt að vera miklir golfáhugamenn og vilja bæði stjórna stærsta stéttarfélagi landsins. Ólafía B. Rafnsdóttir og Stefán Einar Stefánsson munu á næstu dögum berjast um hvort þeirra komi til með að gegna starfi formanns í VR.

Fer yfir viðburðarík ár

Leikkonan Kate Winslet prýðir forsíðu breska Harper's Bazaar sem kemur út á næstu dögum. Í viðtali við blaðið fer hún yfir síðustu ár sem hafa vægast sagt verið viðburðarík.

Hættu að hanga á netinu og lestu þetta

Margir Íslendingar hafa eflaust eytt megni af deginum á internetinu til að fylgjast með óveðrinu. Við höfðum samband við Jóhönnu Þórarinsdóttur einkaþjálfara og norðurlandameistara í bekkpressu til að spyrja hvaða áhrif þriggja tíma seta fyrir framan tölvuna hefur á líkama og sál netnotenda

Ber að ofan á forsíðunni

Kvikmyndagerðarkonan Mira Nair tekur viðtal við leikkonuna Kate Hudson í nýjasta hefti tímaritsins Glamour. Athygli vekur að Kate er ber að ofan á forsíðunni og hylur brjóstin með höndunum.

Hvernig væri að baka skonsurnar hennar Siggu Lund í óveðrinu?

Sigga Lund sem heldur úti vefnum Siggalund.is setti þessa girnilegu mynd af skonsum á Instagram rétt í þessu. Við fengum uppskriftina hjá henni. "Uppskriftin er einföld," segir Sigga. 2 bollar hveiti 2 tsk. lyfitduft 2 egg 1/2 bolli sykur 11/2 bolli mjólk "Ég blanda sykri, eggjum og lyftdufti og mjólk saman og hræri og bæti svo hveitinu út í smátt og smátt. Á mínu heimili borðum við skonsurnar þegar þær eru heitar og nýbakaðar með smjöri, osti og sultu."

Eru gluggarnir á bílnum pottþétt lokaðir?

Hér má sjá hvað gerist ef það er svo mikið sem örlítil rifa skilin eftir á bílrúðu í óveðrinu sem gengur nú yfir Ísland. Lilja Ingvadóttir gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi símamynd sem hún tók í bílnum sínum í dag eftir æfingu.

Sjáðu þetta - hún sér ekki út um gluggann

Það eru ófáir íslendingar sem sjá ekki út um gluggann hjá sér í dag. Þórunn Erna Clausen leik- og söngkona er ein af þeim Hún tók mynd af glugganum hjá sér fyrir klukkustund og setti hana Facebook síðuna sína með skilaboðunum: "Hver þarf gardínur? Ekki ég:)"

Lærishá leðurstígvél í haust

Karl Lagerfeld sýndi haust – og vetrarlínu Chanel í París í gær. Línan var mjög í anda tískuhússins virta, þar sem...

Flott pör á fremsta bekk

Hér sjáum við myndir af nokkrum flottum og tískumeðvituðum pörum sem gerðu sér ferð á tískuvikurnar sem staðið hafa yfir síðustu misseri.

Pikkfastir í Grafarvogi

Meðfylgjandi myndir tók Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari fyrir utan 10-11 í Grafarvogi í Langarima rétt í þessu. Eins og sjá má brostu vegfarendur þrátt að komast hvorki lönd né strönd sökum óveðurs.

Á leiðinni í skólann í blindbyl - myndband

Sara Lissy tók þetta myndskeið á Víkurveginum í morgun á leið hennar í Borgarholtsskóla. Það tekur hana vanalega 10 mínútur að komast í skólann á morgnana en í morgun var hún 40 mínútur á leiðinni.

Undir áhrifum Viktoríutímans

Áhrif frá Viktoríutímanum voru allsráðandi á sýningu Alexanders McQueen, en þar notaðist Sarah Burton við krínólínur, brynjur, hálskraga, keðjur og fjaðrir.

Sögðu að ég væri galin að reyna þetta

"Fer ekki langt í bili...sneri við á Reykjanesbrautinni," voru skilaboð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi með myndinni sem hún tók út um gluggann á bílnum sínum sem sjá má hér.

Frábær fyrir húðina og bara allra meina bót

Þórunn Högnadóttir, stílisti og blaðamaður hugsar vel um heilsuna. Hún upplýsir okkur hvaða heilsuvörur hún tekur inn daglega. "Þetta heldur mér gangandi alla daga," segir Þórunn áður en hún hefur upptalninguna:

Fylgdust með fólki stunda BDSM-kynlíf

"Það var mjög fróðlegt og vissulega dálítið óþægilegt. BDSM snýst fyrst og fremst um virðingu og samþykki," segir Sunneva Sverrisdóttir.

Knattspyrnumaður opnar tískuvef fyrir karlmenn

Knattspyrnumaðurinn og tískuspekúlantinn Sindri Snær Jensson opnaði vefsíðuna sindrijensson.com í vikunni. Þar deilir hann skoðunum sínum á fatnaði, hönnun, stíl og tísku með lesendum.

Meistarakokkur á Nauthóli

Gunnar Helgi Guðjónsson, sem bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef, er byrjaður að elda ofan í íslenskan almenning.

Frestað um fimm mánuði

Þriðju Hobbitamyndinni hefur verið seinkað. Hún kemur út 17. desember 2014, fimm mánuðum síðar en áætlað var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðandanum Warner Bros.

Viðstödd sýningar í Mexíkó

Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag.

Ekki klikkar Cave

Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum Nick Cave. Virkar best í alvöru græjum.

Folk Festival á fimmtudaginn

Dagskráin er klár fyrir Reykjavík Folk Festival sem verður haldin í þriðja sinn dagana 7. til 9. mars á Kexi Hosteli við Skúlagötu.

Breytt Þórunn Antonía

"Gone over to the darkside, takk Steinunn Ósk ♥" skrifar söngkonan Þórunn Antonía með meðfylgjandi mynd sem hún setti á Facebooksíðuna sína þar sem greinilega má sjá breytinguna sem orðið hefur á henni en hún hefur látið lita hárið dökkt.

Hanna Rún: Honum finnst Íslendingar blíðir og rosalega kurteisir

"Hann er að fíla Ísland í botn. Hann kann rosalega vel við Íslendingana sjálfa. Hann sagði að þeir væru svo opnir og blíðir, rosalega kurteisir og allir kæmu rosalega vel fram við hann. Honum finnst landið okkar fallegt og segist ekkert geta sett út á það nema kannski hvað það eru margar hraðahindranir," segir Hanna Rún og hlær.

Ég elska þig, Anne

Helstu tíðindi nýafstaðinnar Óskarsverðlaunahátíðar voru að Anne Hathaway móðgaði tískurisann Valentino með því að klæðast Prada-kjól á viðburðinum þar sem hún hrifsaði til sín eitt stykki Óskarsstyttu.

Sjá næstu 50 fréttir