Fleiri fréttir

Dikta frumsýnir glæsilegt myndband á Vísi

Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur.

Forréttindi að fá að lifa drauminn

Í Lífinu í dag er Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari spurð hvort hún hafi einhverntímann upplifað það að hún væri að fórna félagslífi og öðru fyrir íþróttaiðkunina?

Harpa Einars opnar sýningu á menningarnótt

Harpa Einarsdóttir er listakona sem hefur aldeilis stimplað sig all svakalega inn með fallegri hönnun sinni og listaverkum undanfarið ár. Hún opnar á morgun, laugardag, sýningu sem ber heitið "Instant Reflections" í samstarfi við E-label og evalin, sem er glæsileg verslun sem opnaði nýlega á Laugavegi 32. "Búðin er full af flottri íslenskri hönnun og munum við bjóða upp á léttar veitingar og góða stemningu. Opnunin hefst klukkan 17:00 og stendur til 22:00. Gleðilega menningarvöku," segir Harpa þegar Lífið spurði hana út í viðburðinn sem skoða má hér (facebook). Harpa verður sjálf á staðnum og tekur á móti gestum og gangandi.

Fengu húfur úr einkasafni Russell Crowe

„Ég fékk húfu sem hann var að nota og hún er með rosa mikilli reykingalykt en hann reykir vindla,“ segir hinn tólf ára Sverrir Páll Hjaltested. Hann hitti Hollywood-leikarann Russell Crowe fyrir utan heimili hans að Bjarmalandi í fyrrakvöld og fékk eftir spjall og myndatöku að eiga húfuna sem leikarinn bar. „Á húfunni stendur South Sidney. Það er rugby-lið í Ástralíu en hann er þaðan.“ Með honum í för voru þeir Ágúst Karel Magnússon og Þórir Rafn Þórisson. Þeir fengu einnig húfur sem dóttir Crowe sótti inn í húsið fyrir þá.

Stjörnusminka Íslands farðar í rándýrri auglýsingu

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá rómantíska auglýsingu lúxushótelsins Burj Al Arab í Dúbai. Auglýsingin er falleg saga um mann sem ætlar að biðja unnustu sinnar en endinn má sjá þegar horft er á auglýsinguna til enda...

Dolly jafnast á við Jolene

Dóra Takefusa sneri heim frá Kaupmannahöfn fyrir ári og opnar í kvöld barinn Dolly en fyrir rekur hún danska staðinn Jolene.

Facebook undir smásjánni

Þýsk stofnun sem fylgist með því að friðhelgi einkalífsins sé ekki brotin á netinu er með Facebook undir smásjánni. Vefsíðan hefur notað hugbúnaðinn Photo Tag Suggest til að safna upplýsingum um andlit notenda sinna til að geta komið með uppástungur um að merkja fólk á myndum.

Marta María opnar gleraugnaverslun í Mjódd

"Mig hefur dreymt um að nota gleraugu síðan í sex ára bekk. Bekkjarsystir mín mætti með svo falleg eplagleraugu í skólann og þegar ég var send í sjónmælingu stuttu síðar þóttist ég ekki sjá neitt í von um að fá sjálf gleraugu. Í framhaldi var ég send til augnlæknis og fór heim með skottið á milli lappanna, gleraugnalaus. Nú er ég svo heppin að vera komin á lesgleraugnaskeiðið og þá fannst mér ekki vera neitt annað í stöðunni en að opna búð. Og þar sem gleraugnabúðir eru oft dálítið óspennandi var ákveðin í að hafa fylgihlutaverslun inni í búðinni. Þar verða til sölu skartgripir og smart hulstur utan um síma og spjaldtölvur,“ segir Marta María. Aðspurð hvort það fari saman að reka verslun og stýra Smartlandi segist hún vera með gott fólk í kringum sig. "Eiginmaður minn, Jóhannes Ingimundarson sjónfræðingur, mun sjá um daglegan rekstur verslunarinnar og svo réð ég Guðmundu Guðlaugsdóttur og Sigurjónu Ástvaldsdóttur til starfa í búðinni, en þær hafa samanlagt 40 ára starfsreynslu á gleraugnasviðinu. Ég er vön því að hafa mörg járn í eldinum og fæ tómleikatilfinningu ef ég er ekki störfum hlaðin.“

Stjörnufans í London

Það var mikið um stjörnufans á rauða dreglinum í London í gær. Tilefnið var kynning á næstu þáttaröð af sívinsælu sjónvarpsþáttunum X - factor.

Sölvi og Tiny gefa út fyrsta lagið undir merkjum Halleluwah

Nú í vikunni kom lagið K2R með Halleluwah út þar sem fyrrum Quarashi-félagarnir Sölvi Blöndal og Tiny leiða saman hesta sína. Lagið mælist afar vel fyrir en í því mætir hljóðheimur sjöunda áratugarins hip hopinu. Henrik Björnsson úr Singapore Sling kemur einnig fram í laginu.

Er toppurinn málið?

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, var glæsileg þegar hún stillti sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Total Recall sem haldin var í Lundúnum í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var leikkonan klædd í hvítt pils með fjaðrabelti um sig miðja og bleika Christian Louboutin skó sem toppuðu útlitið heldur betur. En spurningin er hvort stuttur toppurinn fari Jessicu eins vel og þegar hún var með skipt í miðju. Hvað finnst þér?

Karitas fær lofsamlega dóma

Gagnrýnendur í Noregi fara lofsamlegum orðum um skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án titils, sem kom út í norskri þýðingu fyrir skömmu.

Jimi Tenor í Norræna húsinu

Finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor stendur fyrir tveimur mismunandi viðburðum í Norræna húsinu um helgina.

Úr bransanum í listina

Einar Bárðarson, athafna- og umboðsmaður, opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á Höfðatorgi í dag. Myndirnar sem verða til sýnis voru teknar í sumar þegar Einar var á ferðalagi um landið.

Aniston og leitin að ástinni

Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt.

Biblía Presley boðin upp

Biblía sem var í eigu rokkkóngsins Elvis Presley verður boðin upp í Manchester í næsta mánuði. Talið er að hún fari á hátt í fjórar milljónir króna. Presley fékk hana að gjöf frá frænda sínum Vester og frænku sinni Clettes þegar hann hélt jólin hátíðleg í fyrsta sinn á heimili sínu, Graceland, árið 1957. Um eitt hundrað hlutir úr eigu Presley verða boðnir upp. Nú eru 35 ár liðin síðan kóngurinn lést, 42 ára að aldri.

Tónleikaferðalag um Tyrkland

Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi.

Hræddur um soninn

Faðir leikarans Macaulays Culkin er viss um að sonur sinn sé alvarlega veikur. Feðgarnir hafa ekki talað saman í fimmtán ár en þegar Kit Culkin sá nýlegar myndir af syni sínum í fjölmiðlum brá honum mikið.

Fjórar nýjar stafrænar

Stafræna útgáfan Ching Ching Bling Bling hefur gefið út fjórar plötur sem fást allar ókeypis til niðurhals á heimasíðu fyrirtækisins.

Vinsælt skart

Breska söngkonan Beth Orton bar hálsmen frá Kríu er hún kom fram í sjónvarpsþætti Davids Letterman nú í vikunni.

Eftirhermur verða fleiri

Tíska Hönnuðir og tískuhús glíma í auknum mæli við að hönnun þeirra sé stolið og ódýrar eftirlíkingar seldar í verslunum.

Kynt undir ástareldinum

Sæl og takk fyrir þína frábæru pistla í Fréttablaðinu. Ég er í svolítið skrítinni aðstöðu og langaði að leita ráða hjá þér.

Betri en flest

Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann.

Smyrjið geirvörturnar vel

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun í 29. sinn. Alls hafa 10.387 þátttakendur þegar skráð sig til leiks og þátttökumet hefur verið slegið í mörgum vegalengdum.

Rómantík, Dramatík og Erótík

Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Þar munu þeir flytja falleg lög í betri stofunni að Smáragötu 7 í Reykjavík.

Það þarf kjark í svona breytingu

Fyrrverandi ofurfyrirsætan Yasmin Le Bon nálgast bráðum fimmtugt. Eins og sjá má á myndinni er hún búin að láta klippa á sig drengjakoll sem fer henni vel. Sumir segja hana of djarfa en Lífið segir hana líta stórkostlega út. Yasmin sem eiginkona Duran Duran söngvarans Simon LeBon er 47 ára gömul er djörf þegar kemur að því að breyta til.

Kynþokkafyllstar á rauða dreglinum

Vinsælt er af pressunni vestan hafs að kjósa um eitt og annað þegar það kemur að fræga fólkinu; ríkustu pörin, heitustu piparsveinana og svo framvegis.

Sóðaleg með nýja klippingu

Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur verið dugleg að setja inn myndir af sér með nýju klippinguna á Twitter. Klippingin fer stúlkunni mjög vel og hún hefur vakið athygli fyrir flotta útlitsbreytingu en hún gleymdi hinsvegar að taka til...

Látið hana í friði

Leikkonan Jodie Foster er búin að fá sig fullsadda af allri neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um vinkonu sína Kristen Stewart sem hélt við manninn sem leikstýrði kvikmyndinni Snow White And The Huntsman. Jodie hefur nú stigið fram og biður fjölmiðla að láta leikkonuna sem er aðeins 22 ára í friði. Hyllið þessi ungmenni frekar en að brjóta þau niður. Þau eru nákvæmlega eins og þið. Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Ef ég væri ung að hefja leikferilinn í dag myndi ég hætta áður en ég byrjaði, segir Jodie og blótar fjölmiðlunum sem fylgja leikurunum hvert spor þannig að þau eru ekki fær um að anda án þess að fjallað sé um það. Ég vann með Kristen árið 2011 í fimm heila mánuði þegar við unnum við tökur á kvikmyndinni Panic Room. Tökustaðurinn var á við skáp þannig að við urðum mjög nánar enda töluðum við mikið saman og hlógum svo klukkutímum skipti og ég fór að elska þessa stúlku, sagði Jodie þegar hún lýsti vináttu þeirra og hvernig hún hófst. Þá ræðir Jodie einnig um móður Kristen sem hún fékk að kynnast við tökurnar og að hún hafi reynt að sannfæra mömmuna um að láta stelpuna finna sér annað starf en móðir Kristen sagðist hafa reynt það en ekki gengið sem skyldi því dóttir hennar elskar að leika og hefur alltaf ætlað sér að verða leikkona.

Samkeppni um titil á bók J. K. Rowling

Bókaforlagið Bjartur fer óvenjulega leið við að snara titli nýjustu skáldsögu J. K. Rowling yfir á íslensku. Bókin nefnist The Casual Vacancy á ensku og kemur út í Bretlandi 27.

Rómantík, dramatík og erótík

Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags.

Fleiri listamenn á Airwaves

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa tilkynnt fleiri tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni í ár.

Ballett, brass og skáld á Berjadögum

Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði verður haldin í sautjánda sinn nú um helgina. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Brass, ballett og skáldkonur.

Stórstjörnur leiða saman hesta sína

Þó Expendables 2 verði ekki frumsýnd fyrr en í næstu viku ættu aðdáendur spennumynda að bíða spenntir eftir þriðju myndinni því framleiðandinn Avi Lerner hefur gefið út að hún verði prýdd allsvakalegum stjörnum.

Sjá næstu 50 fréttir