Lífið

Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Nikolaj Coster-Wadau leikur annað aðalhlutverkanna í King & Conqueroe.
Nikolaj Coster-Wadau leikur annað aðalhlutverkanna í King & Conqueroe.

Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna.

Þættirnir fjalla um Vilhjálm I Englandskonung og Harald Guðinason sem börðust í orrustunni við Hastings árið 1066. 

James Norton, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Bob Marley: One Love (2024), Little Women (2019) og War and Peace (2019), leikur Harald, síðasta engilsaxneska konungs Englands, og Nikolaj Coster-Waldau, sem lék í Game of Thrones (2011-19), fer með hlutverk Vilhjálms 1. Englandskonungs.

King & Conqueror eru framleiddir af CBS Studios og verða sýndir á BBC í ágúst en Paramount sér um dreifingu þeirra á heimsvísu.

Urmull af Íslendingum

Fjöldi Íslendinga kemur að gerð þáttanna sem voru teknar upp hér á landi í fyrra. 

Kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson er yfir kvikmyndatökunni, Sólrún Ósk Jónsdóttir er hluti listrænu stjórnunarteymi og Margrét Einarsdóttir er búningahönnuður.

Þá leikur gríðarlegur fjöldi íslenskra leikara í þættunum: Valdimar Örn Flygenring, Björgvin Franz Gíslason, Sveinn Geirsson, Ingvar E. Sigurðsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ebba Katrín Finnsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Daníel Hans Erlendsson og Tómas Þór Guðmundsson. 

Hin hálfíslenska Bo Bragason leikur drottninguna Gunnhildi en hún er rísandi stjarna og mun leika Nintendo-prinsessuna Zeldu í samnefndri mynd.


Tengdar fréttir

Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.