Lífið

Harpa Einars opnar sýningu á menningarnótt

Harpa Einarsdóttir tekur þátt í menningarnótt með opnun sýningarinnar Instant Reflections.
Harpa Einarsdóttir tekur þátt í menningarnótt með opnun sýningarinnar Instant Reflections. mynd/einkasafn
Harpa Einarsdóttir er listakona sem hefur stimplað sig inn með fallegri hönnun sinni og listaverkum undanfarið ár. Hún opnar á morgun, laugardag, sýningu sem ber heitið "Instant Reflections" í samstarfi við E-label og evalin, sem er verslun sem opnaði nýlega á Laugavegi 32.

"Búðin er full af flottri íslenskri hönnun og munum við bjóða upp á léttar veitingar og góða stemningu. Opnunin hefst klukkan 17:00 og stendur til 22:00. Gleðilega menningarvöku!" segir Harpa þegar Lífið spyr hana út í viðburðinn sem skoða má hér (facebook).

Harpa verður á staðnum og tekur á móti gestum og gangandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.