Lífið

Stjörnusminka Íslands farðar í rándýrri auglýsingu

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ýkt rómantíska auglýsingu lúxushótelsins Burj Al Arab í Dúbai. Auglýsingin er falleg saga um mann sem ætlar sér að biðja unnustu sinnar en endinn má sjá þegar horft er á auglýsinguna til enda. Það sem Lífinu þykir hvað merkilegast við auglýsinguna er förðunin sem Elín Reynisdóttir förðunarmeistari sá alfarið um en hún er þekkt fyrir hæfileika sína á þessu sviði. Hún er eftirsótt af þjóðþekktum Íslendingum sem vilja eingöngu fá þjónustu Elínar.

Elín hefur undanfarin tvö ár verið búsett í Dubai ásamt eiginmanni og tveimur börnum og situr þar aldeilis ekki auðum höndum því hún hefur nú þegar fengið fjölmörg spennandi risastór verkefni þar í borg.

"My makeupwork!! Þetta er auglýsingin sem ég vann við í 3 daga um daginn, frekar væmin en svona vilja þeir hafa þetta í Arabíu," skrifaði Elín á Facebooksíðuna sína um verkefnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.