Dolly jafnast á við Jolene 17. ágúst 2012 10:00 Dóra Takefusa opnar barinn Dolly í Hafnarstræti 4 í kvöld en fyrir rekur hún Jolene í Kaupmannahöfn. Með henni fyrir utan staðinn er Óli Hjörtur sem hún kallar yfirleitt Óla allstaðar. Fréttablaðið/GVA Dóra Takefusa sneri heim frá Kaupmannahöfn fyrir ári og opnar í kvöld barinn Dolly en fyrir rekur hún danska staðinn Jolene. „Ég er bara að deyja. Manni er haldið í ákveðinni spennitreyju þegar beðið er eftir leyfinu og þegar það dettur inn þá renna gleðitár niður kinnarnar,“ segir Dóra Takefusa. Hún opnar barinn Dolly í Hafnarstræti 4 klukkan níu í kvöld með sólarhrings fyrirvara en vínveitinga- og skemmtanaleyfið fékkst í gær. Dóra hefur rekið skemmtistaðinn Jolene í Danmörku í fimm ár en flutti til Íslands síðasta sumar. „Það var þó ekki stefnan að koma heim og opna Jolene á Íslandi en svona æxluðust hlutirnir,“ segir hún. Staðurinn er byggður á sömu hugmynd og Jolene en er ekki nákvæm eftirmynd. „Þær eru ólíkar vinkonurnar þó þær séu báðar óaðfinnanlegar og keppast um sama manninn,“ segir hún og á við söngkonuna brjóstgóðu Dolly Parton og hina fögru Jolene sem er mörgum kunn úr laginu sem Dolly gerði ódauðlegt. Óli Hjörtur Ólafsson stendur með Dóru að opnun staðarins. „Hann hefur unnið í barbransanum frá lögaldri og ég kalla hann yfirleitt Óla allstaðar því það er ekki manneskja á götunni sem hann þekkir ekki. Svo er hann yndislegur og ég legg upp með vinalegt andrúmsloft á stöðunum mínum,“ segir hún en fas hans er í takt við einkunnarorð Dóru; vinsemd og gleði. Tónlist og andrúmsloft barsins verður í takt við Jolene og segir hún að hústónlist muni hljóma alla jafna og byrji það á opnuninni í kvöld. „Vonandi mun ég bjóða upp á rosalega heita danska plötusnúða í framtíðinni.“ Dóru líður vel með að vera komin heim þó hún skreppi út að meðaltali fjóra daga í mánuði til að stýra Jolene. „Kaupmannahöfn er ekki stór borg en þar er mikið umhverfisáreiti. Þegar við fjölskyldan komum aftur heim leið okkur eins og við hefðum flutt beint í sumarbústað. Samt bý ég í miðbænum þar sem hjartað slær.“ hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Dóra Takefusa sneri heim frá Kaupmannahöfn fyrir ári og opnar í kvöld barinn Dolly en fyrir rekur hún danska staðinn Jolene. „Ég er bara að deyja. Manni er haldið í ákveðinni spennitreyju þegar beðið er eftir leyfinu og þegar það dettur inn þá renna gleðitár niður kinnarnar,“ segir Dóra Takefusa. Hún opnar barinn Dolly í Hafnarstræti 4 klukkan níu í kvöld með sólarhrings fyrirvara en vínveitinga- og skemmtanaleyfið fékkst í gær. Dóra hefur rekið skemmtistaðinn Jolene í Danmörku í fimm ár en flutti til Íslands síðasta sumar. „Það var þó ekki stefnan að koma heim og opna Jolene á Íslandi en svona æxluðust hlutirnir,“ segir hún. Staðurinn er byggður á sömu hugmynd og Jolene en er ekki nákvæm eftirmynd. „Þær eru ólíkar vinkonurnar þó þær séu báðar óaðfinnanlegar og keppast um sama manninn,“ segir hún og á við söngkonuna brjóstgóðu Dolly Parton og hina fögru Jolene sem er mörgum kunn úr laginu sem Dolly gerði ódauðlegt. Óli Hjörtur Ólafsson stendur með Dóru að opnun staðarins. „Hann hefur unnið í barbransanum frá lögaldri og ég kalla hann yfirleitt Óla allstaðar því það er ekki manneskja á götunni sem hann þekkir ekki. Svo er hann yndislegur og ég legg upp með vinalegt andrúmsloft á stöðunum mínum,“ segir hún en fas hans er í takt við einkunnarorð Dóru; vinsemd og gleði. Tónlist og andrúmsloft barsins verður í takt við Jolene og segir hún að hústónlist muni hljóma alla jafna og byrji það á opnuninni í kvöld. „Vonandi mun ég bjóða upp á rosalega heita danska plötusnúða í framtíðinni.“ Dóru líður vel með að vera komin heim þó hún skreppi út að meðaltali fjóra daga í mánuði til að stýra Jolene. „Kaupmannahöfn er ekki stór borg en þar er mikið umhverfisáreiti. Þegar við fjölskyldan komum aftur heim leið okkur eins og við hefðum flutt beint í sumarbústað. Samt bý ég í miðbænum þar sem hjartað slær.“ hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira